Fréttatíminn - 03.01.2014, Síða 41
Helgin 3.-5. janúar 2014 heilsa 41
Verðlaunum
okkur
Á leiðinni að settu markmiði er gott
að staldra við þegar árangur næst
og verðlauna sjálfan sig. Til dæmis
þegar það tekst að mæta í ræktina
þrisvar sinnum í viku í þrjá mánuði
er alveg kjörið að splæsa á sig nýjum
æfingabuxum eða nuddi. Með þessum
hætti verður leiðin að markmiðinu enn
skemmtilegri og léttari.
Áramótaheitið á
ísskápinn
Sama hvort áramótaheitið er að borða
hollari mat, mæta reglulega í ræktina,
fara daglega út að ganga með hundinn
eða hringja oftar í vini sína hjálpar að
skrifa markmiðin niður á blað. Enn
betra er að setja blaðið svo á áberandi
stað og hafa það fyrir augunum sem
oftast yfir daginn. Til dæmis er hægt
að setja stóran miða á ísskápinn eða
á spegilinn á baðherberginu svo
áramótaheitið gleymist nú ekki í lok
janúar.
Svo er líka um að gera að deila
áramótaheitinu með vinum, fjölskyldu
og vinnufélögum því þá er nær öruggt
að hvatning á eftir að berast úr ein-
hverri átt.
Hreyfing sem
ferðamáti
Ein einfaldasta leiðin til að auka
hreyfingu í daglegu lífi er að hvíla
einkabílinn þegar þess er kostur og
velja ferðamáta sem felur í sér hreyf-
ingu, til dæmis að ganga eða hjóla.
Þannig má á einfaldan hátt uppfylla
þarfir um lágmarks hreyfingu og njóta
þess ávinnings sem því fylgir. Stærstu
vöðvar líkamans eru þannig virkjaðir,
hjartað fær þjálfun og orkunotkun
eykst. Auk þess sem ferðatíminn er
nýttur til ókeypis heilsuræktar er
þannig hægt að spara kostnað vegna
einkabílsins, draga úr umferðarþunga
og stuðla að heilnæmara lofti.
Upplýsingar af hreyfitorg.is
Við bjóðum þig velkomna/-inn í heimsókn til að skoða aðstöðuna - þú getur líka pantað
tíma strax með því að hafa samband við okkur í síma 580 8300,
eða senda netpóst á kine@kine.is.
Mörkin 6, 108 - Reykjavík, sími: 580 8300 - kine@kine.is
www.kineacademy.is og www.kine.is
Alfreð Finnbogason,
atvinnumaður í knattspyrnu:
Fyrir stuttu opnuðum við greiningar- og hreyfistúdíó í Mörkinni 6 í Reykjavík og af
því tilefni bjóðum við eftirfarandi tilboð.
Innifalið í öllum tilboðum er eftirfarandi:
- Viðtal þar sem farið er yfir markmið og forsendur.
- Nákvæm hreyfigreining hjá sérfræðingi í greiningu og meðferð stoðkerfis (Manual Therapy) með
vöðvarafrits-skynjurum og/eða háhraða myndskeiðum til að skilgreina viðfangsefnið.
- Greining æfinga með vöðvarafriti til að tryggja að réttar æfingar séu gerðar.
- Aðgangur að æfingabanka KINE Academy.
KIneacademy
combining technology & knowledge
Aðferðafræði okkar er þróuð til að auðvelda þér að ná sem mestum árangri á sem skemmstum tíma.
Fjöldi ánægðra einstaklinga alls staðar að úr þjóðfélaginu hafa komið til okkar og bætt hreyfigetu sína.
VILTU BÆTA ÞIG?!
„Ég leitaði fyrst til Kine Academy í desember 2011 og hef átt
gott samstarf við þau síðan.
Á samstarfstímabilinu hefur staða mín sem fótboltamanns
vaxið hröðum skrefum og ég nýt þess nú að spila á meðal
þeirra bestu í Evrópu með liði mínu Heerenveen í Hollandi.
Ég er staðráðinn í að vinna áfram með Kine Academy þar
sem aðferðafræði þeirra, greiningar og þjálfun er mjög
fagleg í alla staði.
Samstarð við Kine Academy hefur reynst mér gríðarlega vel
á íþróttaferli mínum og ég vona að framhald verði á því!“
Tilboð 2
Greining, æfingakerfi og hóp-
þjálfun (einstaklingsmiðuð -
hámark 6 í hóp) í 6 vikur.
Almennt verð kr. 45.000,-
Tilboð kr. 39.000,-
Tilboð 3
Greining, æfingakerfi og
einkaþjálfun (8 tímar) í
6 vikur.
Almennt verð kr. 71.000,-
Tilboð kr. 59.990,-
Tilboð 1
Greining og æfingakerfi fyrir
einstakling (mætt tvisvar í
u.þ.b. klst. hvort skipti).
Almennt verð kr. 24.990,-
Tilboð kr. 21.000,-
Ertu að fást við vandamál í stoðkerfinu s.s. verki, slit og stirðleika?
Viltu fyrirbyggja meiðsli eða þarftu endurhæfingu eftir áverka eða aðgerð?
Engar afsakanir
Stundum er það þannig að fólk leiðist auð-
veldlega af beinu brautinni í líkamsrækt-
arátakinu þegar röskun verður á daglegri
rútínu vegna anna, veðurs eða veikinda
fjölskyldumeðlima. Engin ástæða er þó að
gefast upp heldur finna leiðir til að hreyfa
sig heima og mæta svo aftur í ræktina í fullu
fjöri eins og ekkert hafi í skorist þegar fer að
róast aftur.
Í stofunni eða á svefn-
herbergisganginum
er hægt að taka góða
upphitun í nokkrar
mínútur, til dæmis með
því að hoppa jafnfætis á
staðnum, gera froskahopp, háar hnélyftur
eða sippa. Svo er alveg kjörið að taka nokkr-
ar góðar styrktaræfingar eins og stólinn en í
þeirri æfingu fær fólk sér sæti á ímynduðum
stól við vegg með hné í 90° og heldur stöð-
unni í 50 til 60 sekúndur til að byrja með. Svo
er hægt að endurtaka æfinguna tvisvar til
þrisvar sinnum. Sama má segja um plankann
sem er alltaf góður og tekur ekki mikið pláss
og þjálfar nokkra vöðvahópa í einu. Arm-
beygjurnar góðu henta einnig vel í heima-
þrekinu sem og einfaldar kvið- og bakæf-
ingar. Þeir sem treysta sér til geta stundað
flóknari æfingar og staðið á höndum eða
haus. Munið að teygja vel á eftir æfinguna.
Þegar aðstæður leyfa ekki ferð í
ræktina er miklu betra en ekkert að
gera nokkrar styrktaræfingar heima.
Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos