Fréttatíminn - 03.01.2014, Qupperneq 50
50 bíó Helgin 3.-5. janúar 2014
Frumsýnd The secreT LiFe oF WaLTer miTTy
Í slenskt landslag hefur verið áberandi í bandarískum stórmyndum undanfarin misseri og ekki sér fyrir endann á þeim
ósköpum öllum. Landslagið sem við þreytumst
seint á að stæra okkur af hefur þó hingað til
verið ígildi framtíðar- eða furðuheima í til dæm-
is myndum eins og Oblivion og Prometheus. Í
The Secret Life of Walter Mitty er Ísland sjálft
hins vegar í fyrsta sinn sögusvið kvikmyndar
af þessari stærðargráðu en hingað stefnir Ben
Stiller hinum dagdreymna Walter Mitty í heljar-
innar ævintýraför.
Stiller sækir innblástur til hinnar margróm-
uðu smásögu The Secret Life of Walter Mitty,
eftir James Thurber, og lausbyggir mynd sína
á henni. Thurber birti söguna í fyrsta sinn í
The New Yorker 1939 en í henni segir hann frá
gauðinu Walter Mitty sem flýr leiðinlega veru-
leikann og ekki síst endalaust nöldur eiginkonu
sinnar inn í heim dagdrauma. Þar er Walter
mikil hetja sem lætur aldrei bugast og til dæmis
breytist ökuferð með frúnni í æsilegan flugleið-
angur þar sem bílnum er gefið í botn þannig að
hann umbreytist í flugvél.
Í mynd Stillers er Mitty myndritstjóri hjá
tímaritinu Life, hálf ósýnilegur og uppburðar-
lítill, og flýr inn í ævintýraheima þar sem hasar,
hetjudáðir og rómantík eru alls ráðandi. Óvænt
uppákoma sem ógnar starfsöryggi hans og
vinnufélaga hans verður til þess að hann leggur
upp í ævintýraferð í raunveruleikanum og upp-
lifir meiri hættur og hasar en í nokkrum dag-
draumi.
The Secret Life of Walter Mitty var kvik-
mynduð 1947 og þá var spéfuglinn Danny
Kaye í titilhlutverkinu. Í þeirri útgáfu var
Mitty prófarkarlesari glæpasagna og undir
hælnum á móður sinni sem ofverndaði hann.
Þau leiðindi hrekja hann í ævintýraheima í
huganum en dagdraumarnir rætast þegar
dularfull kona lætur hann fá litla, svarta bók
sem hún segir að vísi á hollensku krúnudjásn-
in sem hafa verið týnd síðan í seinni heims-
styrjöldinni. Mitty sogast þar með inn í flókið
samsæri og kemst að raun um að það er meira
en að hugsa það að vera hetja í raunveruleik-
anum.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 47%, Me-
tacritic: 54%
Ben Stiller eyddi drjúgum tíma á Íslandi
í fyrra sumar við gerð kvikmyndarinnar
The Secret Life of Walter Mitty. Landinn
fylgdist áhugasamur með endalausum
fréttum af Stiller og kvikmyndagerðinni
og nú er afraksturinn loksins kominn í
íslensk kvikmyndahús. Myndin er laus-
byggð á samnefndri smásögu James
Thurber frá árinu 1939.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Ben Stiller í ævintýrum á Íslandi
Ben Stiller tekur hinn dagdreymna Walter Mitty sínum tökum í The Secret Life of Walter Mitty sem hann bæði
leikstýrir og fer með aðalhlutverkið í.
Spilaborgin
og Borgen
Kvikmyndatímaritið Empire hefur
tekið saman drjúgan lista yfir þá sjón-
varpsþætti sem þóttu bera af á árinu
2013. Þar kennir vitaskuld ýmissa
grasa og þættir sem notið hafa mikilla
vinsælda á Íslandi eru áberandi.
Fyrsta sería House of Cards er að
sjálfsögðu á listanum ásamt þriðju
þáttaröð Game of Thrones og fimmtu
þáttaröð Breaking Bad sem hlýtur
að teljast með því allra besta sem
gert hefur verið fyrir sjónvarp frá því
útsendingar hófust.
Stelpurnar í Girls komast einnig á
blað sem og breski öskurapinn og
löggutöffarinn Luther. Mannætan
geðþekka Hannibal, sem Mads Mikk-
elsen leikur með tilþrifum er einnig
á listanum og sá mæti leikari James
Spader kemur nýr inn á listann með
þættina The Blacklist.
Timothy Olyphant hefur haldið uppi
fjörinu sem byssuglaða löggan Raylan
Givens í fjórum þáttaröðum Justified
sem er á listanum. Justified byggja
á sögum Elmore heitins Leonard um
Raylan og er einhvers konar nútíma
vestri af bestu sort.
Frændur vorir Danir halda uppi heiðri
Norðurlandanna á listanum yfir bestu
sjónvarpsþættina en Borgen skýtur
þar upp kollinum.