Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Side 4

Fréttatíminn - 17.01.2014, Side 4
Löður er með Rain-X á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti 400 mjúkdýr á Barnaspítalann Viðskiptavinir Ikea á Íslandi hafa safnað 2.105.000 krónum fyrir Barnaheill–Save the Children og Unicef. Verkefnið er samstarfsverkefni IKEA, UNICEF og Barnaheilla. Allt söfnunarféð rennur til byggingar skóla í Asíu, Afríku og Mið-og Austur-Evrópu, full- búnum og með þjálfuðum kennurum fyrir öll börn. Samstarfsverkefnið hefur safnað tíu milljónum evra á heimsvísu en fyrir hvert mjúkdýr sem keypt var í einum af 330 verslunum IKEA um heiminn, á tímabilinu 10. nóvember til 4. janúar, fór ein evra í söfnunina. Á Íslandi hefur auk þess verið hægt að kaupa mjúkdýr og gefa til Barna- spítala Hringsins og nú í vikunni voru 400 mjúkdýr afhent spítalanum. -hh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hiti rétt ofan frostmarks á láglendi og víða úrkoma með köflum. HöfuðBorgarsvæðið: HæglÁtt og Að MEStU þUrrt og FroStlAUSt. Hæglátt veður á landinu og kólnar lítið eitt. snjók. a-lands, annars þurrt. HöfuðBorgarsvæðið: lÁg VEtrArSól og HItI UM EðA oFAN FroStMArKS. áfram meinlítið veður, en snjókoma nv-til og eins s-til. HöfuðBorgarsvæðið: BAKKI NÁlgSt MEð dÁlÍtIllI SlyddU EðA SNjóKoMU. litlar breytingar, en fremur hæglátt Framhald verður á þessu undarlega tíðar- fari með fremur mildu lofti sem kemur úr austri og norðaustri. reyndar lægir mikið á laugardag og þá frystir víða á láglendi. Úrkomusamt verður A- og eink- um SA-lands. rigning í byggð, en snjókoma ofar. Ekki verður alveg þurrt annars staðar. líkur eru á snjókomu og NA-átt á Vestfjörðum á sunnudag og mugga eða slydda suðvestan- til. Breytingar eru líklegar í næstu viku. 2 1 2 3 3 3 1 -1 0 1 1 0 -2 1 1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Við afhendingu mjúkdýranna á Barnaspítala Hringsins. Tillögur að nýju hverfi við Elliðavog kynntar Almenningi gefst nú kostur á að kynna sér vinningstillögurnar fimm sem koma til greina sem skipulag Vogabyggðar, en Vogabyggð er nýtt hverfi sem mun rísa á landsvæðinu við Elliðavog. Hugmynda- samkeppnin snerist um að útfæra til- lögur að skipulagi svæðisins, í samræmi við markmið Aðalskipulags reykjavíkur 2010-2030, en þar er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúa og atvinnurekst- urs. tillögurnar sem kynntar eru koma frá teiknistofunni tröð, Arkís, tHg Arki- tektum, Stúdíó granda og jvasntpitkjer + Felix frá Hollandi, og eru afrakstur úr hugmyndasamkeppni sem reykjavíkur- borg hélt í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf. Enn sem komið er hvílir nafnleynd yfir tillögunum en þegar dómnefnd hefur lokið störfum verður haldin sýning þar sem verkin munu birtast undir nafni höfunda. tillögurnar eru til sýnis í þjónustuveri reykjavíkur, Borgartúni 12-14, þangað til dómnefnd hefur lokið störfum en auk þess er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu: vogabyggð.hugmyndasam- keppni.is -hh Vogabyggð er nýtt hverfi sem rísa mun við Elliðavog. s onur minn var á leið heim frá vini sínum um klukkan sex á föstudags-kvöldi þegar ökumaður bíls keyrir upp að honum og spyr hvort hann vilji koma inn. Hann afþakkaði og gekk áfram en þá sneri ökumaðurinn bílnum við, steig út úr honum og opnaði skottið þar sem hann geymdi sælgæti, og spurði drenginn hvort hann væri alveg viss. Sonur minn tók þá til fótanna og hljóp heim,“ segir Ársæll Níelsson, faðir drengs í 2. bekk Háaleitisskóla við Álftamýri. Syni hans var mjög brugðið og haft var samband við lögreglu sem brást mjög skjótt við. „Þeir voru komnir hingað korteri seinna og tóku skýrslu af honum,“ segir Ársæll en syni hans hefur gengið vel að jafna sig eftir atvikið. „Hann sagði líka að það væri gott að mamma og pabbi hefðu sagt sér hvernig ætti að bregðast við í svona aðstæðum. Það er mjög stutt síðan við töluðum síðast við hann um þessi mál,“ segir hann. Anna Björnsdóttir er móður stúlku í sama árgangi Háaleitisskóla sem karlmað- ur reyndi að lokka upp í bíl til sín fyrir um mánuði. „Hún var að labba heim frá vin- konu sinni, um 400 metra leið um klukkan sex á miðvikudagskvöldi, þegar einhver stoppaði bíl sinn og reyndi að lokka hana með sér. Hún varð bara hrædd og hljóp í burtu. Við höfðum strax samband við lög- regluna en fengum heldur dræm viðbrögð og sagt að það væri lítið hægt að gera,“ segir hún. Dóttir Helgu Margrétar Marzellíusar- dóttur er einnig í 2. bekk Háaleitisskóla. Helga segir mikla umræðu um öryggi barnanna eiga sér stað meðal foreldra á svæðinu og í raun séu bæði börn og for- eldrar orðin óttaslegin vegna fjölda atvika þar sem reynt er að tæla börn. „Dóttir mín var á skólaplaninu Safamýrarmegin utan skólatíma þegar ökumaður kallar eða flautar á hana. Hún varð hrædd og hljóp heim. Hún hefur verið mjög óttaslegin eftir þetta,“ segir Helga. Á síðasta ári fengu for- eldrar minnst þrjár tilkynningar frá skól- anum um að grunur léki á að reynt hefði verið að tæla börn í nágrenni hans. Guðni Kjartansson aðstoðarskólastjóri segir tekið á því að mikilli alvöru þegar grunur leikur á að reynt hafi verið að lokka börn. „Við höfum alltaf samband við lögregluna ef minnsti grunur vaknar. Í skólanum er einnig öflug fræðsla,“ segir Guðni. Þrátt fyrir áhyggjur foreldra kann- ast Guðni ekki við að fleiri atvik á borð við þessi eigi sér stað í þessu hverfi en annars staðar, og það gerir lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu ekki heldur. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu berast að meðaltali um tvær til þrjár tilkynningar í hverjum mánuði þar sem tilkynnt er um tælingu barns. Haldið er vel utan um allar tilkynn- ingarnar og málin rannsökuð. Í hluta mál- anna kemur í ljós að um misskilning var að ræða, til að mynda menn sem ætluðu að spyrja til vegar eða veifuðu til að vera vin- gjarnlegir. Hins vegar séu skýr dæmi um að menn reyni að tæla börn til fylgilags við sig. Vegna þess að börn geta yfirleitt gefið litlar upplýsingar um viðkomandi menn eða bílana þeirra er rannsókn torveld. Ársæll segist vilja hvetja menn sem reyna að tæla börn til að leita sér aðstoðar. „Ég vil bara hvetja þessa veiku einstak- linga til að leita sér hjálpar við að snúa af þessari braut,“ segir hann og Helga Mar- grét tekur í sama streng: „Ég vona að þeir fái aðstoð til að skilja hvers konar hræðslu og vanlíðan þeir geta valdið börnum.“ erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  lögreglumál erFitt er að rannsaka tælingarmál Reyndi að tæla dreng með sælgæti Karlmaður reyndi að tæla 7 ára gamlan dreng upp í bifreið sína í nágrenni Háaleitisskóla við Álftamýri fyrir viku og var málið tilkynnt til lögreglu. Fleiri tilvik hafa verið tilkynnt að undan- förnu. Foreldrar barna við skólann eru áhyggjufullir og brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bíla með ókunnugum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu koma að meðaltali tvær til þrjár tilkynningar í mánuði um að reynt hafi verið að tæla börn. Börnin sem um ræðir eru nemendur í 2. bekk Háa- leitisskóla við Álftamýri, sam- einuðum skóla Álftamýrarskóla og Hvassaleitis- skóla. Ljósmynd/Hari Ég vil bara hvetja þessa veiku ein- staklinga til að leita sér hjálpar við að snúa af þessari braut. 4 fréttir Helgin 17.-19. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.