Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 8

Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 8
… um 14.000 manns gerðust stofnfélagar þegar fyrirtækið var stofnað 17. janúar 1914, fyrir réttum 100 árum. Það voru um 15 prósent þjóðarinnar. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. A Að koma vöru- og farþegaflutningum milli landa á íslenskar hendur var veigamikill þáttur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Það skýrir gríðarlegan áhuga landsmanna á stofnun Eimskipafélags Íslands, sem kallað var óskabarn þjóðarinnar, en um 14.000 manns gerðust stofnfélagar þegar fyrirtæk- ið var stofnað 17. janúar 1914, fyrir réttum 100 árum. Það voru um 15 prósent þjóðar- innar. Félagið lét smíða tvö skip, Gullfoss og Goðafoss, og hóf reglulegar siglingar ári síðar og hefur haldið þeim áfram óslitið síðan. Félagið fagnar þessum tímamótum í dag – og mun gera það með margvíslegum hætti á afmælisárinu. Það er að vonum enda tíðindi að fyrir- tæki nái svo háum aldri. Eim- skipafélag Íslands hefur því verið samofið íslenskri sögu allan þennan tíma, burðarás í samgöngum, farþegaflutningum milli landa fyrir tíð flugferða, vöruflutningum milli landa og strandsiglingum um langa hríð - og síðari ár landflutningum eftir að úr þeim dró. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi vöruflutninga til og frá eyþjóð. Flytja þarf inn fjölmargar nauðsynjar og út framleiðslu- vöru landsmanna. Reglubundnar siglingar til og frá landinu eru því nauðsyn. Þeirri þjónustu hefur Eimskipafélagið sinnt frá stofnun. Það hafa önnur skipafélög raunar einnig gert síðustu áratugi, í lengri eða skemmri tíma, enda er samkeppni nauðsyn- leg og öllum holl á þessum markaði eins og öðrum. Eimskipafélagið, eða Eimskip eins og félagið kallast nú, hefur þó notið stærðar sinnar og umfangs alla tíð. Eimskipafélag Íslands varð með tímanum mjög umsvifamikið á íslenskum fyrirtækja- markaði og tengdist öðrum fyrirtækjum eignaböndum, jafnvel svo mjög að talað var um kolkrabba þegar vísað var til þeirra tengsla. Skipafélagið sjálft hélt sig engu að síður að sinni kjarnastarfsemi, vöru- flutningum allt þar til á útrásartímanum svokallaða – sem eftir bankahrun hefur fremur verið kenndur við bólu – en Avion Group keypti félagið árið 2005 og sameinaði flugrekstri sínum. Íslenskir athafnamenn fóru geyst, meðal annars þeir eigendur sem á þeim tíma réðu Eimskipafélaginu, Björg- ólfsfeðgar í gegnum fjárfestingafélag sitt og viðskiptafélagi þeirra, Magnús Þorsteins- son. Félagið óx svo hratt á þessum tíma með miklum uppkaupum á öðrum fyrirtækjum, einkum á árinu 2007, að það var orðið stórt alþjóðlegt fyrirtæki í upphafi ársins 2008. Þá störfuðu hjá því og dótturfélögum þess yfir fjórtán þúsund manns víða um lönd. Þegar flugið var sem mest státaði félagið af því að vera stærsta kæli- og frystigeymslu- fyrirtæki á heimsvísu. Það var hins vegar afar skuldsett svo hin stórtæku uppkaup og misráðnar fjárfestingar ytra færðu flest til verri vegar hjá Eimskipafélaginu. Fallið var því bratt sem leiddi til þess að félagið varð í raun „tæknilega ógjaldfært“, eins og Arnór Gísli Ólafsson sýndi í meistaraprófsritgerð sinni um þessa örlagadaga félagsins. Nýir stjórnendur, sem enn halda um stjórnartauma félagsins, og stærstu kröfu- hafar voru hins vegar reiðubúnir að leggja í endurskipulagningu þess í stað þess að ganga að því. Félagið var losað úr frysti- og kæligeymslustarfseminni og einbeitti sér þess í stað að flutningastarfseminni og fór með þeim hætti til baka til upphafsins. Það var heillaskref enda skynsamlegt að sníða stakk eftir vexti. Endurskipulagt Eim- skipafélag skilaði hagnaði af rekstri árið 2010, eftir hin erfiðu ár sem á undan fóru, og nokkru síðar var ákveðið að skrá félagið á hlutabréfamarkað. Nú sinnir Eimskip alhliða flutningaþjón- ustu, rekur skrifstofur í 19 löndum og er með umboðsmenn í fjölmörgum löndum að auki. Þá á félagið von á tveimur nýsmíðuð- um skipum á árinu. Hjá Eimskip starfa nú um 1350 manns, þar af um 780 manns hér á landi. Þótt það sé einungis tíundi hluti þess sem var þegar atgangurinn var sem mestur fyrir örfáum árum er starfsemin á öðrum og heilbrigðari nótum. Afmælisbarninu og starfsmönnum þess er óskað til hamingju með hinn merka áfanga og jafnframt velfarnaðar. Eimskipafélag Íslands fagnar tímamótum í dag Aldargamalt óskabarn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Ljós í myrkri Ég kem daglega í vinnu í Efstaleiti 1 og bið menn að láta nýja fallega ljósaskiltið þar sem stendur RÚV í friði. Það lýsir vel í myrkrinu. Skammstöfunin RÚV fer verulega í taugar sumra en Egill Helgason hefur ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum. Næstum því Maður getur ekki gert alla ánægða. Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnars- dóttir fékk bágt fyrir að auglýsa eftir húsmæðrum sem eru til í að fara í fegrunaraðgerð í sjónvarpsþætti. Hún er þó óbuguð. Laun heimsins eru vanþakklæti Ég er alveg sjúklega bitur og veit ekki alveg hvers vegna ég er að fá þetta. Mugison var ekkert of hress með þriggja mánaða listamannalaun sín í samtali við vestfirska fréttamiðilinn BB.is en var víst að grínast. Ómengað íslenskt grín Ég á að sjá um kvöldvökur og íslenskan húmor. Guðni Ágústsson, gæslu- maður íslenska rjómans, fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra, hefur tekið að sér fararstjórn á Kanarí. Nei, Ármann er þar Ég er ekki út í kuldanum. Við erum ósammála í þessu eina máli. Það hefur ekkert með meirihlutasamstarfið að gera. Það heldur bara áfram. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjar- stjóri í Kópavogi, er að hrella flokks- bróður sinn og núverandi bæjarstjóra, Ármann Kr. Ólafsson, með því að greiða atkvæði með minnihlutanum. Hinn vanginn Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn. Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri sem Hjálpræðisherinn rekur, tók innbroti þar með stóískri ró. Girl Power! Munum að ungar konur og já, kon- ur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innan- ríkisráðherra, tuktaði ónefndan vinnufélaga sinn í ráðuneytinu fyrir að kalla sig „stelpuna“ og smætta þannig hæfi- leika hennar og reynslu. Verði þinn vilji Það yrði aðildarsinnum líklega mjög til framdráttar ef hörðustu ESB-andstæð- ingar landsins mættu til Brussel í þeim tilgangi að semja um hvernig aðlögun næstu ára verði háttað. Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur fundið krók á móti bragði fari svo að áframhaldandi aðildarviðræður við ESB yrðu samþykktar í þjóðar- atkvæðagreiðslu.  VikAn sem VAr LOKSINS E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 8 2 2 BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 SEM GÆTI BORGAÐ SIG AÐ TAKA BÍLALÁN Nýi Nissan Note – Verð: 2.890.000 kr. Bensín, beinskiptur / 4,7 l/100 km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 1.734.000 kr. NÚLLVEXTIR BL: 1.156.000 kr. til 36 mánaða. Vaxtalaus afborgun: 32.111 kr. á mán. Renault Megane Sport Tourer – Verð 3.890.000 kr. Dísil, sjálfskiptur / 4,2 l/100km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 2.334.000 kr. NÚLLVEXTIR BL: 1.556.000 kr. til 36 mánaða. Vaxtalaus afborgun: 43.222 kr. á mán. Renault Kangoo II – Verð: 2.541.000 kr. án VSK. Dísil, beinskiptur / 4,3 l/100 km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 1.524.600 kr. NÚLLVEXTIR BL: 1.016.400 kr. án VSK til 36 mánaða. Vaxtalaus afborgun: 28.233 kr. án VSK á mán. HAFÐU SAMBAND VIÐ SÖLUMENN Í SÍMA 525 8000 EÐA SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á bl@bl.is. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM NÚLLVEXTI BL ER AÐ FINNA Á www.bl.is *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. / N úl lv ex tir B L gi ld a ek ki m eð ö ðr um ti lb oð um . Með nýju núllvaxtaláni BL getur þú fengið allt að 40% af verði bílsins að láni vaxtalaust til allt að 36 mánaða. Engir vextir, engin verðtrygging, enginn þinglýsingarkostnaður og ekkert smátt letur. Sem sagt, engin óvissa og það sem meira er – þú ekur um á nýjum bíl í fullri ábyrgð. Farðu á bl.is og kynntu þér frábæran möguleika til að kaupa nýjan bíl. NÚLLVEXTIR BL – loksins bílalán sem gæti borgað sig að taka. 8 viðhorf Helgin 17.-19. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.