Fréttatíminn - 17.01.2014, Qupperneq 14
kvöld í félagsheimilinu í desember
og reyndar annað milli jóla og nýárs
en þar sem veðrið var svo vont
komust mjög fáir. Svo var auðvitað
jólaball fyrir börnin.
Einu dýrin í Trékyllisvík, fyrir
utan smalahundana, eru kindur.
Anna segir fjölskylduna hafa
gaman af því að taka þátt í bú-
skapnum með sveitungunum,
það sé gefandi fyrir börnin að sjá
hvernig búskapurinn virki. „Við
tókum aðeins þátt í smalamennsk-
unni í haust þar sem Óli var mjög
liðtækur, hlaupandi upp um fjöll og
firnindi með heimamönnum. Svo
fékk hann að aðstoða við slátrunina
og ég gerði lifrarpylsu í fyrsta sinn.
Mér finnst gott að krakkarnir fái að
sjá hvað landið gefur af sér. Þetta er
soldið eins og að fara aftur í tímann
fyrir okkur borgarbörnin og maður
veit ekkert hvort það verði hægt að
upplifa þetta líf eftir nokkur ár þar
sem allt breytist svo hratt.“
Einangrun yfir veturinn
Spurð út í stemninguna í sveitinni
og framtíðarsýn fólksins segir
Anna sveitungana mjög jákvæða
enda glaðlynt fólk yfir höfuð sem
búi þarna. En það hái sveitinni auð-
vitað að vera svona afskekkt. „Það
var til dæmis auglýst staða kaup-
félagsstjóra í Norðurfirði um dag-
inn og enginn sótti um starfið. Það
er búið að redda þessu tímabundið
en svo veit enginn hvað gerist.
Samgöngur á svæðin eru auðvitað
mjög erfiðar. Það er bara rutt einn
dag í janúar og svo er hann ekki
opnaður aftur fyrr en í lok mars.
Vegum úti á landi er skipt í flokka
og þar sem vegurinn okkar er í D
flokki er honum eiginlega ekkert
sinnt. Afleiðingin er sama og engin
þjónusta í janúar, febrúar og mars.
Það bíða bara allir eftir að Vega-
gerðin ákveði hvenær er rutt og þá
er farið í erindagjörðir. Ef það er
snjóþungt þá verður að stóla á flug,
sem er tvisvar í viku á Gjögur, en
það er alls ekki alltaf veður til þess.
Trékyllisvík liggur að sjó svo snjó-
inn blæs oft í burtu, en þó enginn
snjór sé í víkinni er oft engin leið
út úr henni því fjallaskörðin í kring
eru full af snjó.“
En þrátt fyrir erfiðar aðstæður
yfir háveturinn mælir Anna með
þessu lífi og hvetur borgarbúa til
að drífa sig út á land. „Ég mæli
hiklaust með því eftir þessa reynslu
að fólk drífi sig út á land ef því býðst
starf og upplifi þetta líf. Sérstaklega
ef það á börn sem geta notið þess.
Það þarf ekkert endilega að vera
draumastarfið eða starf sem þú ert
menntaður til að vinna við. Svo er
lífið auðvitað allt annað á sumrin
þegar ferðamennskan og útgerðin
setja svip sinn á sveitina. Sum-
arið er tími strandveiðanna og þó
nokkrir bátar gera út frá Norður-
firði. Ferðamennskan er sívaxandi
atvinnugrein á svæðinu, bæði af
innlendum og erlendum ferða-
mönnum, en takmarkast auðvitað
af samgöngunum sem ekki er hægt
að stóla á allt árið. Það er stór hópur
sem kemur hérna við á leið sinni
til Hornstranda en hópur fólks sem
kemur gagngert til að vera í sveit-
inni er líka sístækkandi. Það er svo
margt að sjá og gera, sérstaklega
mæli ég með sundlauginni í Kross-
nesi sem liggur í fjöruborðinu og
er algjörlega æðisleg. Þetta er svo
ósnortið og fallegt svæði.“
Ekkert stress
„Það besta við þetta ævintýri fyrir
mig persónulega er að fá að upp-
lifa svona ólíkan takt í lífinu. Það
eru ákveðin forréttindi að fá að
lifa svona lífi úti á landi þar sem
maður hugsar bara um að njóta fjöl-
skyldunnar og vinnunnar sinnar.
Þetta er einfalt líf sem stjórnast af
náttúrunni og veðrinu. Eftir vinnu
kem ég heim og bara nýt þess að
vera með manninum og börnunum.
Stundum spilum við eða förum í
sund og svo er náttúran líka stór
hluti af lífinu sem ég er þakklát
fyrir.
Ég get ekki sagt að ég sakni
hraðans og stressins, öllu skutlinu
og því sem fylgir að búa í stórborg.
Auðvitað finnst mér gaman að fara
í bæinn en það er alltaf svo gott að
koma aftur í rólegheitin. Hlusta á
sjóinn í stað bílanna. Það eina sem
þú getur mögulega stressað þig
yfir er að ná ekki í Kaupfélagið á
Norðurfirði ef klukkan er korter í
lokun.“
Anna þyrfti samt kannski að
byrja að stressa sig yfir færðinni í
vor því þá á hún von á sínu þriðja
barni og vegurinn er oft ófær langt
fram í apríl. Hún er þó bjartsýn
á að allt gangi vel og stólar á að
Landhelgisgæslan bjargi sér ef
allt verður ófært. Með fæðingu
þriðja barnsins í fjölskyldunni mun
íbúatala sveitarinnar hækka á ný
svo það er full ástæða til að taka sér
Árnesinga til fyrirmyndar og líta
jákvæðum og glaðlyndum augum
til framtíðarinnar.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Ætlar þú að breyta
um lífsstíl?
Heilsulausnir
Henta einstaklingum sem
glíma við offitu, hjartasjúkdóma
og/eða sykursýki.
Námskeiðin hefjast
mánudaginn 20. janúar.
Mánud., miðvikud. og föstud.
kl. 06:20, 10:00 eða 14:00
(uppselt kl. 19:30)
Á rneshreppur er nyrsta sveitarfélag Strandasýslu og það fámennasta á landinu. Á svæðinu varð
til vísir að þéttbýli snemma á 20.
öld í Kúvíkum, Gjögri og Djúpuvík í
tengslum við hákarla- og síldveiðar
en eftir það blómaskeið hefur fólki
fækkað hægt og þétt. Nú búa þar
rúmlega fimmtíu manns allt árið
sem hafa sitt lifibrauð af búskap,
veiðum eða ferðaþjónustu. Ferða-
þjónustan er vaxandi á svæðinu og
fólki fjölgar talsvert yfir sumar-
tímann. Þrátt fyrir takmarkaða
atvinnumöguleika hafa þó nokkrir
lagt leið sína þangað í leit að öðru-
vísi lífi. Kannski vegna þess að
þessi fagra sveit, með sínum fallegu
fjörum fullum af rekaviði, hefur að
geyma eitthvert dulmagn sem fáir
geta útskýrt.
Sveitarómantíkin heillar
Garðbæingurinn Anna S. Sigurðar-
dóttir er ein af þessum ævintýra-
þyrstu sálum. Hún er menntuð í
spænsku og heimspeki og hefur
starfað sem spænskukennari
undanfarin ár. Hún er hálfgerður
flakkari í eðli sínu og eyddi hluta af
námsárum sínum meðal annars á
Spáni þar sem hún kenndi í barna-
skóla. Hún segir algjöra tilviljun
hafa ráðið því að þau skötuhjú
ákváðu að flytjast með barn og buru
í eina afskekktustu og fámenn-
ustu sveit landsins. Löngunin til
að breyta til hafði þó verið lengi til
staðar hjá henni og það hjálpaði til
að barnsföður hennar, Ólaf Stefáns-
son, sem er gullsmiður og alinn upp
í Hafnarfirði, langaði líka á vit nýrra
ævintýra.
„Það var nú bara skemmtileg til-
viljun hvernig þetta kom til. Ég var
heima eitt laugardagskvöldið og fór
að fletta í gegnum atvinnuauglýs-
ingar, meira fyrir manninn minn en
fyrir sjálfa mig, og rakst þá á þessa
auglýsingu. Umsóknarfresturinn
var fram á mánudag og mér fannst
þetta bara ótrúlega spennandi.
Við höfðum stuttu áður heimsótt
Flateyri þar sem vinir okkar búa,
og heilluðumst þar af sveitalífinu.
Ég hafði oft komið þangað áður
en Óli var að koma í fyrsta sinn.
Okkur fannst æðislegt að vera þar
og þá kom þessi hugmynd upp, að
prófa bara að flytja út á land, hvað
það gæti nú verið gaman og mikil
lífsreynsla og þá sérstaklega fyrir
börnin. Það er svo miklu auðveldara
að flytjast með börn þegar þau eru
lítil. Við Óli ræddum þetta fram og
til baka alla helgina og ákváðum
svo á endanum að sækja um. Á
fimmtudeginum var ég svo ráðin í
starfið.“
Börnin eru þungamiðja sveitar-
innar
Anna segir mikil viðbrigði að fara
úr framhaldsskóla í Reykjavík yfir í
barnaskóla úti á landi. „Ég kenni allt
nema smíði og leikfimi sem maður-
inn minn kennir. Það eru fimm börn
í skólanum og við skiptum þeim í
tvo hópa. Elísa Ösp skólastjóri er
mest með þau þrjú yngstu, sjö, átta
og níu ára stelpur, en ég er mest
með þau tvö eldri sem eru tólf og
þrettán ára. Það er ótrúlega gaman
að sjá að það er hægt að gera mikið
með einstaklingsmiðað nám. Börn-
in eru úr Trékyllisvík og geta því öll
gengið í skólann á innan við 10 mín-
útum. Sjálf búum við í skólanum svo
þetta er allt mjög þægilegt.“
Anna segir skólann sjálfan vera
þungamiðju lífsins í sveitinni.
„Ég mæli hiklaust með
því, eftir þessa reynslu,
að fólk drífi sig út á
land ef því býðst starf
og upplifi þetta líf. Sér-
staklega ef það á börn
sem geta notið þess.
Það þarf ekkert endi-
lega að vera drauma-
starfið eða starf sem
þú ert menntaður til að
vinna við.“
Ævintýraþrá dró hana í
fámennasta sveitarfélag landsins
Veðráttan og stopular samgöngur setja sitt mark á gang
lífsins í Trékyllisvík, þangað sem Anna S. Sigurðardóttir flutt-
ist búferlum með börn og buru fyrir ári til að gerast kennari í
Finnbogastaðaskóla.
„Þetta er fámennasta sveit landsins
en þó hefur orðið fólksaukning síð-
ustu ár. Elísa Ösp er úr sveitinni en
flutti í bæinn til að mennta sig. Hún
kom til baka með mann í farteskinu
og þau hafa nú tekið við búi foreldra
hennar. Svo er annað ungt par ný-
tekið við fjárbúskap í víkinni og þau
eiga tvö börn. Svo lengi sem börn
eru skólanum gengur samfélagið
betur því þá þarf ákveðin þjónusta
að vera til staðar.“
Tími fyrir fjölskylduna
Anna segir dagana óneitanlega vera
einfaldari en í bænum. Þó félagslífið
sé minna hefur það sína kosti því
fjölskyldan eyðir mun meiri tíma
saman en áður. „Á haustin er auðvi-
tað mjög mikið að gera hjá bænd-
unum við að smala, rýja og slátra og
öll verkin sem tengjast því ná langt
fram í nóvember. Svo þegar líða fer
að jólum eykst félagslífið á svæðinu.
Það voru til dæmis tvö félagsvistar-
14 viðtal Helgin 10.-12. janúar 2014