Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 42
42 fjölskyldan Helgin 17.-19. janúar 2014  Mikilvægi útivistar Börnum líður best í reglusömu umhverfi Þ á er nýtt ár hafið hjá barnafjölskyldum landsins, að baki eru hátíðirnar með allri þeirri góðu en líka grábölvuðu óreglu sem þeim fylgir. Að baki er sem sagt gleði jólanna og fjör áramótanna en líka dagar úfnu og úrillu barnanna sem sváfu til hádegis og vöknuðu með sykurlöngunina tifandi í æðunum. Nú er bara að sofna snemma, vakna tímanlega, borða hollan morgunverð og kemba mannskapnum eftir morgunþvottinn. Nánast öllum börnum líður best í reglusömu umhverfi. Þau fara fúslega eftir reglum sem eru fyrir hendi, þ.e. ef þær eru sanngjarnar og ræddar af fjölskyldunni. Þau þrífast afleitlega þar sem reglur eru ekki fyrir hendi heldur fer heimilislífið eftir skapi foreldr- anna hverju sinni. Þau þola ekki heldur óljósar reglur þar sem hvorki börn né fullorðnir vita í raun og veru til hvers er ætlast. Þaðan af síður virkar fyrir börn að reglur séu fyrir hendi en að þær séu brotnar eins og ekkert sé, bæði af þeim sjálfum af því að enginn fullorðinn hjálpar þeim til að fylgja reglunni eða þá að fullorðnir fylgi regl- unum stundum og stundum ekki. „En þú sagðir …“ er setning sem foreldrar kannast við því að börn vilja vita reglurnar og þau vilja vita nákvæmlega hvað á að gerast hverju sinni. Hugtök eins og „kannski“ eða „seinna“ eru ekki að virka. Þá er betra að setja skýrt jáið eða neiið og útskýra að þú munir lesa með barninu þínu þegar búið er að brjóta saman allan þvottinn eða hvað það sem er að taka tíma foreldranna þegar barnið kallar eftir ást og athygli. Þá virkar heldur ekki að plönum sé breytt eftir hentugleikum. Ef kósíkvöldi er lofað að morgni, verður það að standa 10 klukkutímum síðar þótt svo að síminn hringi. Kósíheitin snúast nefnilega um að hafa pabbana og mömm- urnar með sér í sófanum yfir fjölskyldumyndinni og snakkinu en ekki í símanum eða uppvaskinu. Orð skulu standa. Ef reglurnar eru ljósar og þekktar og ræddar af alvöru innan fjölskyldunnar, munu börn sjaldnast brjóta þær viljandi. Auðvitað geta þau ruglast í ríminu en þá er bara að hjálpa þeim á rétta braut, ekki með skömmum heldur með uppörvandi hjálp því að börn sem eru að æfa hegðun, eru rétt eins og börn sem eru að byrja að ganga eða tala. Við skömmum þau ekki fyrir að fallbeygja rangt eða detta á borðshornið þegar þau valda ekki jafnvægi. Þvert á móti hjálpum við og leiðbeinum af tómum elskulegheitum. Mesta hættan er að foreldrarnir sjálfir ruglist og þar með er reglan fokin. Það dugar nefnilega ekki að segja börnum að kvöldi að þau þurfi að vakna snemma til að borða morgunverð og vera ekki of sein í skólann nema foreldrarnir sjálfir sleppi „snúsinu“, drífi sig framúr og veki börnin. Þaðan af síður virkar að segja nei við nammibeiðni í búðinni og segja svo þreytulega: „Jæja þá – en það er bara núna“. Með fullorðinsbrotum á reglum læra börn að okkur sé ekki alvara með því sem við segjum og þar með er ó-reglan gengin í garð. Þau reyna aftur og aftur á mörkin okkar því að þau skilja ekki undantekninguna. Þess vegna eru R-reglurnar góðu; röð, regla og rútína, gulls ígildi og kenna börnum að 99 prósentum jákvæðan og kærleiksríkan aga, einmitt það sem mun best gagnast þeim til framtíðar horft. Ef reglurnar eru ljósar og þekktar og ræddar af alvöru innan fjölskyldunnar, munu börn sjaldnast brjóta þær viljandi. Regla eða ó-regla Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heiMur barna Skírnartertur að hætti Jóa Fel – undurfagrar og bragðgóðar Kíktu á úrvalið á www.joifel.is. Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut 15% afsláttur af öllum skírnartertum www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Toppaðu öræ fatindana Alla leið! Skráðu þig in n – drífðu þig út Alla leið! Toppaðu öræfatindana með FÍ Ferðafélag Íslands býður nú upp á metnaðarfulla æfingaráætlun sem byrjar í febrúar og endar á því að ganga á Hvannadalshnúk eða Hrútsfjallstinda í lok maí eða byrjun júní. Akrafjall, Móskarðahnjúkar, Hekla, Fimmvörðuháls, Hvannadalshnjúkur eða Hrútfjallstindar og átta önnur fjöll. Tólf fjallgöngur, sex æfingatímar í Elliðaárdalnum og ganga á annaðhvort Hvannadalshnjúk eða Hrútsfjallstinda. Tveir mögulegir tindar í lokin og tvær helgar til að velja til að toppa. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00, 3. febrúar n.k. Sjá nánar um „Alla leið“ á www.fi.is Nánast öllum börnum líður best í reglusömu umhverfi. Þau fara fúslega eftir reglum sem eru fyrir hendi, þ.e. ef þær eru sann- gjarnar og ræddar af fjölskyldunni Ákvað í dag að nota birtuna til úti- veru og sótti Írisi aðeins fyrr. Sleði, englar í snjónum, eltingarleikur og leit að elgsporum voru á okkar dag- skrá. Ég slökkti á símanum.....Þegar við komum heim teiknuðum við það sem við gerðum úti á blað. Ég tékk- aði ekki á tölvupóstinum á meðan..... Þarna áttum við nú orðið skilið heitt kakó og gátum leyst stærðfræði heimalærdóminn örlítið ferskari en ella. Ég reyndi að gera stærðfræðina áhugaverða.....Kjúklingaborgara að hætti Sollu grænu græjuðum við í kvöldmatinn, kveiktum á kertum, settum rólega tónlist á og spjöll- uðum. Ég hlustaði......Enduðum sáttar daginn á poppi og sítrónuvatni. Síminn, tölvan, vinnan og þrifin geta beðið rétt á milli 16:00-20:00. Æska barnsins þíns gerir það ekki!,“ skrif- aði Pálína Ósk Hraundal á heimasíðu sinni nýlega en hún stundaði fram- haldsnám í náttúrutengdri ferðaþjón- ustu og sérhæfði sig í upplifun og útilífi fyrir börn og unglinga. Nú stundar hún nám við Lista- ljósmyndaskólann í Osló meðfram því að starfa sem leiðsögumaður og háskólakennari á Hólum þar sem hún kennir útivistarfög. Pálína Ósk, ásamt Vilborgu Önnu Gissurardóttur pólfara, stefnir að því að gefa út bók- ina „Útilífsbók barnanna“ á þessu ári en undirbúningur er í fullum gangi. Pálína segir að Íslendingar hafi sýnt skandínavískum aðferðum áhuga með tilliti til útivistar og finn- ist það spennandi. Pálína og Vilborg eru með Facebooksíðuna Útilífsbók barnanna sem hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð. Hugmyndin að bókinni kviknaði vegna sameigin- legs áhuga Pálínu og Vilborgar á úti- lífi. En þær hafa báðar mjög mikinn og ólíkan áhuga á útivist sem kemur sér vel við gerð bókarinnar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Æska barnsins þíns bíður ekki Mynd/ Pálína Ósk Hraundal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.