Fréttatíminn - 17.01.2014, Síða 45
heilsa 45Helgin 17.-19. janúar 2014
KAUPTU FJÓRAR
OG FÁÐU SEX
FERNUR
HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI
ER KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN.
HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM.
HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
F erðaskrifstofan Óríental.is býður upp á adrenalín ferð til Krabi í Taílandi í
mars þar sem ferðalangar reyna
á sig líkamlega flesta daga við
klettaklifur, hjólreiðar, fjallgöngur,
kajaksiglingar, fjórhjólaakstur, raf-
ting, köfun og fleira. Heimshornaf-
lakkarinn og einkaþjálfarinn Skúli
Pálmason verður leiðsögumaður
í ferðinni en hann hefur ferðast
mikið um Taíland og stundað
ævintýraferðamennsku í mörg ár.
„Fólk sem stundar líkamsrækt
reglulega ætti vel að ráða við dag-
skrána í ferðinni. Hljómar ekki
vel að koma heim úr fríinu í betra
formi en áður en lagt var af stað?“
segir hann.
Krabi er þekkt fyrir mikla nátt-
úrufegurð og Tonsai ströndin er
heimsþekkt klifurparadís þar
sem allir geta fundið klifurleiðir
við hæfi og segir Skúli sjóinn við
Krabi ævintýri út af fyrir sig. „Þar
eru vinalegir hákarlar, skjald-
bökur og litríkir fiskar. Við róum
í kringum paradísareyjar á kajak
og stökkvum í sjóinn með snorkl
og gleraugu og könnum lífríkið.“
Ferðalangarnir skoða einnig
Phanom Bencha þjóðgarðinn bæði
á hjóli og tveimur jafnfljótum. Í
garðinum er verndað svæði með
skógi og fallegum fossum, klettum
og fjölbreyttu dýralífi og verða
tveggja daga strembnar hjólreiðar
og tveggja daga fjallganga upp
á hæsta tind garðsins meðal há-
punkta ferðarinnar.
Adrena-
línferð til
Taílands
Krabi er heimsþekkt klifurparadís þar sem allir geta
fundið klifurleiðir við hæfi. Í adrenalín ferðinni taka
ferðalangar hressilega á því í fjölbreyttum ævintýrum
og koma að öllum líkindum heim í betra formi en áður
en lagt var af stað. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos
Skúli
Pálmason,
leiðsögu-
maður
Tannþráður fyrir
heilann
Góð dagleg umhirða tanna, með
burstun og notkun á tannþræði, er
ekki aðeins nauðsynleg fyrir tennur
og góma, heldur hún hefur einnig góð
áhrif á hreysti heilans. Ástæðan er
sú bólga og sýkingar geta myndast í
tönnum og haft skaðleg áhrif á heilann
sem og aðra líkamsparta og hafa
rannsóknir sýnt fram að líkur séu á að
tannholdssjúkdómar geti aukið líkur á
Alzheimers.