Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 17.01.2014, Qupperneq 66
Það væri eitthvað skrítið ef maður væri bara pollró- legur. TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Ásdís Sif er heldur betur lukkuleg enda á leiðinni til Parísar þar sem hún verður með gjörning í Pompidou í lok janúar. Ljósmynd/Hari.  Ásdís sif sýnir í PomPidou Þetta verður ekkert flottara Mynd- og gjörningalistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir myndbandsverk í Pompidou-menn- ingarmiðstöðinni í lok mánaðarins. Hún er að vonum alsæl með að hafa fengið þar inni enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur, eða listafólk almennt, fær tækifæri til að troða þar upp. Á sdís Sif Gunnarsdóttir, mynd- og gjörningalistakona, sýnir gjörning í Pompidou-safninu í París þann 29. janúar. „Þetta er rosalega flott og spenn- andi,“ sagði Ásdís Sif, hláturmild og kampa- kát, þegar Fréttatíminn heyrði í henni. „Ég sótti um að fá að sýna á ótrúlega flottri kvikmynda- og gjörningahátíð sem er haldin þarna og verkefnið stækkaði út frá umsókninni og varð að þessari sýningu.“ Hátíðin gengur þannig fyrir sig að á hverju kvöldi treður einn listamaður upp með verk sín í sýningarsal. Ásdís Sif segir verk hennar í raun vera „eitt stórt vídeólistaverk“ og sér til halds og trausts hefur hún tvær franskar leikkonur. „Ég ætla að spila vídeó og svo er ég með gjörning. Ég er búin að láta þýða alla text- ana yfir á frönsku og er með tvær franskar leikkonur. Þetta þarf eiginlega allt að vera á frönsku vegna þess að það þýðir lítið að ætla að bjóða Frökkum upp á ensku.“ Leikkonunum kynntist Ásdís Sif fyrir til- viljun. „Ég var í vinnustofu í París 2008 og var að gera svona verk í leikhúsinu þar og svo hitti ég leikkonu úti á götu og bað hana um að vera í vídeói hjá mér. Þannig að þetta gerðist svolítið bara af sjálfu sér. Ég kynnt- ist síðan hinni leikkonunni í gegnum þessa sem ég hitti á förnum vegi.“ Ásdís Sif fer til Frakklands nokkrum dögum fyrir sýninguna en segist þó síður en svo bíða hérna í rólegheitum eftir stóru stundinni. „Þetta er heilmikið mál og þegar allt á að gerast á einu kvöldi er dálítið stress yfir að allt gangi upp. Þannig að ég er heima í rosastressi. En það er kannski eins gott og það væri eitthvað skrítið ef maður væri bara pollrólegur. Þetta er ótrúlega flott og skemmtilegt prógramm og það er eigin- lega ekki hægt að setja neitt flottara á ferils- skrána en að hafa sýnt í Pompidou,“ segir hún og hlær. Ásdís Sif segir meira en nóg vera að gera í gjörningunum og hún verður með gjörn- ing í Mengi við Óðinsgötu þann 31. janúar, strax í framhaldinu af Frakklandsheim- sókninni. „Það er heldur betur nóg að gera og þetta virðist alveg ætla að halda áfram.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  LÁrus ÞórhaLLsson skrifar rafbækur um bibLíuna Heiminum verður ekki bjargað s agnfræðineminn Lárus Þórhalls-son hefur mikið velt fyrir sér heil-agri ritningu út frá siðferðislegu sjónarmiði. Hann lét sér þó ekki nægja að hugsa bara og hefur skrifað þrjár rafbækur um Biblíuna, auk bókar um siðagildi og ráð gegn ranghugmyndum og geðsjúkdómum og aðra bók sem er full af dæmisögum um dýr. Bækurnar eru á ensku og aðgangur að þeim er ókeypis á vefnum http:// www.moralessence.com. En hvað rekur ungan mann út í að skrifa langar bækur um þessi efni án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð? „Ætli hugmyndin hafi ekki bara verið að klára þessi mál fyrir fullt og allt hvað sjálfan mig varðar,“ segir Lárus. „Fjöldi fólks er alltaf að mistúlka Biblíuna og margir sem eiga að heita kristnir eru slæmar fyrirmyndir í sam- félaginu. Með þessu hef ég þá gert hið rétta af minni hálfu,“ segir Lárus sem segist vera trúaður þótt hann tilheyri engu trúfélagi. Í þessum bókum túlka ég Biblíuna út frá siðferðislegu sjónarmiði. Menn halda að þetta snúist fyrst og fremst um einhverja hjátrú og kraftaverk og þannig dæmi en fyrir mér gengur þetta út á að sýna fram á að Biblían geti gert fólk að betri manneskjum. Ég get varla sagt að það sé hægt að bjarga heim- inum svona með beinum hætti en þetta er gert fyrir þá einstaklinga sem vilja hjálpa sjálfum sér. Sjá möguleika til að breyta eigin lífi.“ Lárus segist hafa verið í um það bil tvö ár að skrifa bækurnar um Biblíuna en áður hafði hann skrifað tvær bækur um mannsandann sem hann hefur betr- umbætt og endurskrifað. Hann segist skrifa á ensku bæði til þess að ná til fleiri lesenda auk þess sem honum þyki betra að tjá hugsanir sínar á ensku. -þþ Lárus Þórhallsson er á þriðja ári í sagnfræði við HÍ. Hann hefur skrifað þrjár bækur um Biblíuna og ætlar að láta staðar numið og skrifa frekar um sagnfræðileg efni í framtíðinni. Ljósmynd/Hari Listamaðurinn Curver Thoroddsen ætlar að loka sig af í mánuð í Ketilshúsinu á Akureyri og vera þar nakinn í mánuð að flokka alls konar pappíra. Þessi raunveruleikagjörningur er í anda fyrri verka Curvers þar sem daglegt líf hans og listsköpun skarast. Sýningin heitir Verk að vinna/Paperwork og hefst á laugardaginn klukkan 17. Í Ketilshúsinu ætlar hann að fara alls- nakinn og berskjaldaður í gegnum tugi ára af uppsöfnuðum blöðum, pappír, bréfsefni, skjölum og öðru tilfallandi efni og grisja úr glundroðanum. Á efri hæð Ketilhússins verður samhliða gjörn- ingnum sýning á úrvali filmugjörninga og vídeóverka Curvers frá síðastliðnum árum. Þá verður einnig hægt að gægjast inn í þetta mánaðarlanga verkefni listamannsins á samfélagsmiðlum þar sem hann mun setja inn stöðufærslur á Instagram og á Facebooksíðu sinni: www.facebook.com/curverthoroddsen. Sýningin stendur til 16. febrúar og er opin kl. 12-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Umfangsmikil söngvakeppni RÚV Hópuppsagnir hjá Ríkisútvarpinu hleyptu illu blóði í landann og starfsfólk RÚV í nóvember og bægslagangurinn sem varð í kjölfarið varð til þess að Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri. Meðal þess sem fundið var að við blóðugan niður- skurðinn var að reyndu frétta- og dag- skrárgerðarfólki var sagt upp án þess að hreyft væri við drjúgu fitulagi stjórnenda hjá stofnuninni. Svigrúmið í þeirri deild virðist enn vera þó nokkuð og þannig eru fjölmiðlum farnir að berast tölvupóstar um Söngvakeppni Sjónvarpsins frá sérstökum aðstoðarmanni „framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar 2014“. Sá hlýtur að hafa í mörg horn að líta. Kristín Vala í Nature Í nýjasta hefti vísindatímaritisins Nature er að finna grein eftir Kristínu Völu Ragnars- dóttur, prófessor við Háskóla Íslands, og samstarfsfólk hennar þar sem hvatt er til þess að aðrir mælikvarðar en verg landsframleiðsla verði nýttir til að meta hagsæld þjóða. Kristín Vala og samstarfsfólk hennar hafa meðal annars unnið með ríkisstjórn Bútan í Asíu við að þróa nýja framtíðarsýn fyrir heiminn sem byggist ekki á vergri lands- framleiðslu heldur vellíðan og hamingju þjóðfélagsþegna. „Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferli að vera með í þessari stefnumótun og ég mun aldrei gleyma heimsókn minni til Bútan sl. vetur,“ er haft eftir Kristínu Völu á vef Háskólans. Curver stripplast í mánuð 66 dægurmál Helgin 17.-19. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.