Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 44
SVEITARSTJÓRNARMÁL ■ 98________________ Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins. Um næstu áramót hefjast greiðslur hóta samkvæmt hinum nýju lögum um al- mannatryggingar. Allir þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta, geta sótt uin þær á þar til gerð eyðuhlöð. Evðublöðin verða afhenl í skri'fstofum umboðsmanna Tryggingastofnunar rikisins. Bætur þær, sem úrskurðaðar verða nú i haust, eru: Ellilífeyrir, örorkuiífeyrir, örorkustyrkur, barnalífeyrir og fjölskyldubætur. Um réttinn til þessara bóta gilda í höfuðdráttum eflirfarandi reglur: Elli- og örorkulífeyrir. Rétt til ellilifeyris eiga þeir, sem eru 67 ára og eldri. Rétt lil örorkulifeyris eiga öryrkjar á aldrinum l(i -67 ára, sem hafa misst 75% starfsgetu sinnar eða meira. Lífeyrir greiðist þó ekki, ef umsækjandi nýtur lífeyris eða eftirlauna af opinberu fé eða úr opinberum sjóðum, er sé að minnsta kosti jafnhár lífeyri samkvæmt lög- unum. Lífeyririnn lækkar, ef umsækjandi hefur aðrar tekjur, sem eru hærri en lif- eyririnn, og fellur niður, ef þær eru jafnháar þreföldum lifeyri. Heimilt er að hækka lifeyrinn um allt að 40%, ef umsækjandi þarfnast sérstakrar umönnunar sökum sjúkleika eða ellilasleika. Um slika hækkun skal sækja sérstak- lega. Heimill er einnig að veita bætur eiginkonu elli- eða örorkulífeyrisþega, sam- kvæmt uinsókn, þótt hún sé ekki fullra 67 ára né öryrki. Bætur þessar eru lægri en elli- og örorkulífeyrir og má því aðeins veita, að þess sé talin þörf að undangenginni rannsókn á fjárhag umsækjanda. Örorkustyrkur. Öryrkjar, sem misst hafa f)0—75% starfsgelu sinnar, geta sótt um örorkustyrk. Er Tryggingastofnuninni heimilt að veita allt að 400 000.00 kr. auk verðlagsuppbótar árlega lil styrktar slikum mönnum, samkvæmt reglugerð, sem um þetta verður setl. Umsóknir um örorkustyrk verða að berast fvrir 1. des. n. k., ef þær eiga að verða leknar til greina. Barnalífeyrir. Rétt til barnalífeyris eiga: a. ellilífeyrisþegar, örorkulífeyrisþegar og ekkjur, sem hafa á framfæri börn sin innan 16 ára, þar með talin stjúpbörn og kjörbörn. Ekkja telst í þessu sambandi einnig kona, þótt ógifl hafi verið, liafi hún lniið með hinum látna í 2 ár samfleytt og átt börn með honum, enda liafi bæði verið ógift og maðurinn séð um fram- færslu konunnar og barnanna. Ef maki umsækjanda er vinnufær og hefur veru- legar tekjur, er barnalifevrir þó ekki greiddur, nema sérstaklega standi á.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.