Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 3

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 3
SVEITARSTJORNARMAL Tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga. Ritstjóri: jONAS GUÐMUNDSSON, eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna. Utanáskrift: .jSveitarstjórnarmál", Túngötulö, Reykjavík. 6. ÁRGANGUR 1946 2.-3. HEFTI Frá þingi Kaupstaðasambands Noregs. I marzmánuði s. 1. barst stjórn Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga bréf frá stjórn Kaupstaðasambands Noregs, þar sem hinu íslenzka sambandi var boðið að senda tvo gesti á þing norska sam- bandsins, sem halda skyldi dagana 10. og 11. maí að Lillehammer í Guðhrands- dal í Noregi. Stjórn Sambands isl. sveit- arfélaga ákvað að jiiggja boðið og senda a. m. k. einn fulltrúa á þiugið, og varð það úr, að formaður sambandsins fœri, þar sem hvort tveggja var, að þetta var fyrsta boð um að sækja þing sams konar sambanda erlendis, sem okkur hafði borizt, og þarna var um að ræða fyrsta sveitarfélagaþing Norð- manna, sem haldið var eftir endurheimt frelsis þeirra undan kúgun Hitlers, laldi stjórnin sér skvlt að taka boðinu og senda fulltrúa á þingið, þó það sýnilega yrði miklum örðugleikum háð, eins og öllum samgöngum við Noreg og Norður- lönd þá var hátlað. Ekki var unnt að l'á skipsferð, Jiví hið eina skip, sem gekk milli Norðurlanda og íslands - Drottn- ingin —• var þá þegar upppantað fram á haust. Eina leiðin var að fá flugferð til Parisar á vegum Bandaríkjahersins liér og fljúga siðan þaðantil Kaupmanna- hafnar. Varð það úr, að þessi leið var valin. Ég lagði af stað í ferðalag þetta um kvöldið 29. apríl. \’ar þá l'logið i 40 nianna Skymaster flugvél amerískri beina leið og án viðkomu til Parísar. Sú ferð tók aðeins 7 klukkustundir, og hefði það fyrir fáum árum þóll frásagnar vert. I París var dvalið í ö daga og síðan haldið með flugvél lil Kaupmannahafnar. Þar revndist því iniður ómögulegt að fá gistingu lengur en eina nótt. vegna hótel- vandræða, svo ég flaug áfrain næsta dag til Oslóar. Þangað lcom ég um kvöldið 4. mai. Þar tók á móti mér á flugvell- inum framkvæmdastjóri Kaupstaða- sambands Noregs, Kjell T. Evers. I Oslo var sama sagan með hótelherbergi eins og í Kaupmannahöfn, að það var lielzt ekki að fá. Mér tókst þó að fá þar inni í þrjá daga, því að þing Kaupstaðasam- bandsins átti að halda á Litlahamri, og þar beið hótelherbergi eftir mér og öð,- • um gestum og fulltrúum á þing sam- bandsins. Hinn 8. mai l'ór ég upp að Litlahamri. Þar er einhver helzti hvíldar- og hress- ingarstaður í Noregi, svo ekki var úr vegi að evða þar einum degi áður en jiingið byrjaði. Litlihamar er á Upplöndum eða í Opland Fylke og slendur þar, sem Guð- brandsdalslögurinn fellur út í Mjösen (Mjóasjó). Er þar ljómandi l'agurt lands- lag og heilna'ml loftslag, enda á bærinn

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.