Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 7
SVEITARSTJÓRNARMÁL <)1 máluni, en ráðherrann taldi nauðsyn- legt að hafa eitthvert eftirlit með þeim, þótt ekki væri nema samræmis vegna. Enn fremur hafði sambandið haft eftirlaun borgarstjóra til meðferðar, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir sjúk- linga með langvinna sjúkdóma, laun lannlækna í þjónustu bæjarfélaga, elds- nevti, mjólkurmál, hervörð og skaða- bætur fvrir skemmdir Þjóðverja, auk ýmissa smærri atriða. Eftir nokkrar umræður var skýrsla stjórnarinnar samþykkt og reikningar sambandsins sömuleiðis. Bæjarstjórinn í Árósum, Sv. lTnsnack Larsen, hóf umræður um lögin um vist- un (Indkvartering) hermanna, og var samþykkt áskorun til þings og stjórnar um að breyta þeim lögum í þá átt, að ríkið eitt bæri kostnað af vistun her- manna, sem innkallaðir eru. Emil Rotoft, horgarstjóri í Fredrikssund, hóf umræður um endurskoðun á reglum um jöfnunar- sjóð sveitarfélaga og vissum köflum skattalaganna. Iv. Bjerregaard, fram- kvæmdastjóri fasteigna Kaupmannahafn- ar, flutti erindi um framlíðar íbúðar- húsabýggingar, og fannst mér minna á því að græða en ég hafði vonazt eftir, með hliðsjón af því, er ég hafði séð og heyrt á byggingarmálaráðstefnuni okkar. Að umræðum um þetta erindi loknum báru fulltrúar annarra landa fram kveðj- ur sínar eftir stafrófsröð, og síðan vorn fundarmenn allir gestir kaupstaðasam- bandsins í veizlu á fögrum strandstað, rétt utan við Árósa, er Varna heitir. Að riiorgni næsta dags voru rædd raf- magnsmál kaupstaðanna og óskir sveita og kauptúna um að verða meðeigendur í rafmagnsstöðvum stærri bæjanna. Var þá komið að kosningum, og var þeim lokið fyrir hádegi. Vi.ð kosningarnar þótti það marlc- verðast, að H. P. Hansen, sem verið hef- ur formaður sambandsins síðan 1929, var nú ekki kjörgengur til endurkosn- inga vegna þess, að hann var ekki lengur í bæjarstjórn í sinum heimabæ, Slagelse. //. /'. Hansen. 1 hans stað var kjörinn formaður C. E. Christiansen, landsþingmaður frá Maribo. Að kosningum loknum stóð varafor- maðurinn V. Juhl upp og tilkynnti, að fulltrúafundurinn hefði einróma kjörið H. P. Hansen heiðursfélaga kaupstaða- sambandsins, í þakklætisskyni fvrir það, sem hann hefur gert fyrir sambandið. Hann hafði verið fulltrúi á fundum þess í 33 ár, í stjórn þess í 29 ár og formaður í 17 ár. Enn frernur hefur hann verið i stjórn Tjörufélags gasstöðvanna í 9 ár, í stjórn Samtryggingar kaupstaðanna í 25 ár, og lengst af formaður, formaður Starfslaunasjóðs í 18 ár og í stjórn Félagsmáladeildar kaupstaðasambands- ins í 9 ár. í ræðu, sem innanríkisráðherrann hélt fvrir H. P. Hansen i kvöldveizlunni fyrri fundardaginn, sagði hann, að þegar kaup- staðasambandið væri nefnt, þá stæði H. P. Hansen fyrir hugarsjónum manna, og ef H. P. Hansen væri nefndur, þá beind- ist hugurinn að kaupstaðasambandinu. Hann sagði enn fremur, að þótt þeir H. P. Hansen væru andstæðingar í stjórn- málum, þá liefði sér ávallt þótt gott að vinna ineð honum, vegna þess hve þraut-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.