Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1946, Blaðsíða 4
SVEITARSTJ ÓRXAR MÁ f. .‘)<S Ping Kaupstaðasambands S'oregs að Litlahamri. tilveru sína mikið að þakka gistihúsun- um þar, sem starfa bæði sumar og vetur, því skíðabrekkur eru þarna ágætar og vetraríþróttir því mikið stundaðar. Hið merkasta, sem séð verður á Litla- hamri, er liið fagra byggðasafn þar, „Sandvikske Samlinger". Hefur þeim ver- ið haganlega komið fyrir á skógivaxinni liæð, sem nefnist „Maihaugen", rétt hjá bænum. Hinn 10. maí kl. 10 f. h. átti að setja þingið. Fulltrúar og gestir komu flestir kvöldið áður, og voru gistihúsin strax fullskipuð síðari hluta dags hins 9. maí. Þingið var haldið í húsakynnum Spari- sjóðs Litlahamars, en þau eru hin rúm- bezlu og vistlegustu. Fyrir framan húsið blöktu Norðurlandafánarnir fimm, og var þetta í fyrsta skipti sem íslenzki fán- inn siist á slíkri samkomu, því ísland hal’ði ekki áður sent fulltrúa á þing hinna norrænu sveitarfélaga. Kl. 10 um morguninn eru allir fulltrúarnir og gest- ir mættir í hinum stóra samkomusal, og formaður sambandsins, Ásbjöm Stens- aker rektor frá Bergen, setur þingið með ræðu. I ræðu sinni minntist hann þeirra erfiðleika, sem sambandið hafði átt við að stríða undir hernáminu, en þá var for- maðurinn og raunar öll stjórnin rekin l’rá, og Kvislingsstjórnin skipaði nýja stjórn og sameinaði bæði samböndin, Héraðasambandið og Kaupstaðasamband- ið, í eitt samband með stjórnskipuðum formanni og meðstjórnendum. Því næst bauð hann gesti mótsins velkomna og ininntist þá séstaklega íslands, sem nú væri með í fyrsta sinn. Erlendir gestir, er sátu þingið, voru þessir:

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.