Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 3
SVEITARSTJORNARMAL
19. ÁRGANGUR TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA
i A A ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA SVEITARFELAGA
í 9 5 9
RITSTJORI OG ABYRGÐARMAÐUR: GUÐNI GUÐNASON
sept.—okt. Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik.
Þingtíðindi
Sambands íslenzkra sveitarfélaga 1959.
FYRSTI ÞINGFUNDUR.
Ár 1959, íöstudaginn 14. ágústmánaðar,
kl. 10 f. h., var VI. landsþing Sambands
íslenzkra sveitarfélaga sett í samkomusal
veitingahússins Lido í Reykjavík.
Formaður sambandsins, Jónas Guð-
mundsson, setti þingið og mælti m. a. á
þessa leið:
„Heiðruðu þingfulltrúar og góðir gestir!
Ég býð ykkur alla velkomna til þessa
landsþings Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga, sem er hið sjötta í röðinni frá stofn-
un sambandsins.
Frá þvi síðasta þingi lauk, hafa óvenju
margir fallið í valinn af þeim mönnum,
sem tengdir hafa verið starfsemi þessa sam-
bands, og vil ég nú nefna þessa:
Klemenz Jónsson fyrrverandi oddviti í
Bessastaðahreppi, sem lézt að nýloknu
landsþingi sambandsins 1955. Klemenz
Jónsson var aðalmaður í stjórn Sambands
íslenzkra sveitarfélaga frá stofnun þess og
þar til á síðasta landsþingi, en þá var hann
lagstur á sjúkrabeð, sem hann átti ekki aft-
urkvæmt frá. Klemenz Jónsson var traustur
og góður starfsmaður og hafði mikinn
áhuga á málefnum sveitarfélaganna og vildi
í einu og öllu gera veg sambandsins sem
mestan.
Magnús Sveinsson, oddviti Mosfells-
hrepps, var kjörinn varamaður Klemenzar
Jónssonar í stjórn sambandsins árið 1950
og tók sæti hans í stjórninni á árinu 1955,
er Klemenz Jónsson veiktist og gat ekki
lengur sinnt störfum. Magnús Sveinsson var
kjörinn aðalmaður í stjórn sambandsins á
landsþinginu 1955 og tók virkan þátt í ölL
um störfum þess, þar til hann lézt á árinu
1958.
Sigurjón Jónsson, íyrrverandi bankastjórí
á ísafirði og um mörg ár oddviti Seltjarn-
arneshrepps, lézt á árinu 1957. Hann átti
sæti á stofnþingi sambandsins og var kjör-
inn í fyrstu stjórn Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga og gegndi þar féhirðisstarfi.