Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Síða 35
SVEITARSTJÓRNARMÁL
33
ritum, sem samböndin geía út og er öllum
Norðurlandasamböndunum sent tímaritið
Sveitarstjórnarmál, en í staðinn íær sam-
bandið öll tímarit liinna erlendu sambanda.
Norðurlandasamböndin hafa sent Sam-
bandi íslenzkra sveitarfélaga mörg boð um
að senda íulltrúa á þing þeirra og nám-
skeið, sem samböndin hafa haldið, en vegna
kostnaðar liefur ekki verið hægt að sinna
þessum boðum nema að litlu leyti.
Arið 1957 þ. 4. sept. fór fram vígsla á
Kommunernes hus í Osló, en það er stór-
hýsi, sem Norges Byforbund og Norges Her-
redsforbund hafa reist yfir starfsemi sína.
Við vígsluathöfnina mætti Tómas Jónsson
borgarlögmaður, varaformaður sambands-
ins, af hálfu Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga og tilkynnti við það tækifæri, að Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga mundi síðar
færa Kommunernes lius málverk lrá Þing-
völlum sem gjöf af þessu tilefni.
Önnur sveitarstjórnarsambönd færðu
norsku samböndunum einnig gjafir við
Jjetta tækifæri.
Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga
fékk Svein Þórarinsson listmálara til að
rnála mynd af aðalsögustaðnum á Þing-
völlum, og afhenti formaður sambandsins,
Jónas Guðmundsson, stjórnum norsku
sambandanna myndina hinn 22. október
1958, og var henni valinn veglegur staður
í Kommunernes hus.
ALÞJÓÐASAMBAND SVEITARFÉLAGA
(I.U.L.A.)
Á landsþinginu 1955 var samþykkt að
sækja um upptöku í Alþjóðasamband sveit-
arfélaga, I.U.L.A., og hefur sambandið ver-
ið aðili að þeim samtökum frá því í sept-
ember 1955, en þá hélt Alþjóðasambandið
12. þing sitt í Rómaborg. Það þing sóttu
tveir fulltrúar frá Sambandi íslenzkra sveit-
arfélaga, þeir Jónas Guðmundsson, for-
maður sambandsins, og varaformaðurinn,
Tómas Jónsson. Á 13. þingi Alþjóðasam-
bandsins, sem haldið var í Hollandi í júní
1957, mætti Jónas Guðmundsson einnig
sem fulltrúi sambandsins, en á þingi Al-
jjjóðasambandsins, sem haldið var í Berlín
nú í sumar, mætti enginn fulltrúi frá ís-
landi.
Frá Júngunum 1955 og 1957 hefur verið
skýrt allnákvæmlega í Sveitarstjórnarmál-
um og vísast til þeirra skýrslna umfram það
er síðar segir í skýrslu þessari.
TÍMARITIÐ SVEITARSTJÓRNARMÁL
Á landsþinginu 1955 var gerð svofelld
ályktun um útgáfu tímaritsins:
„Landsþing Sambands íslenzkra sveitar-
félaga 1955 samþykkir að heimila stjórn
sinni og fulltrúaráði að leita samninga
við Tryggingastofmm ríkisins um þátttöku
hennar í útgáfu tímaritsins Sveitarstjórn-
armál og undirrita samninga um sameigin-
legt útgáfustraf, ef hagkvæmt þykir. Jafn-
framt samþykkir landsjiingið heimild til
breytinga á nafni tímaritsins í samræmi við
aðild Tryggingastofnunarinnar að útgáf-
unni.
Landsþingið samþykkir, að þrír menn
skipi ritnefnd tímarits sambandsins af þess
hálfu og kýs fulltrúaráðið þá.“
Fulltrúaráðsfundur sambandsins 20.
janúar 1956, staðfesti samþykkt landsjaings-
ins um að leita samninga við Trygginga-
stofnunina um útgáfu tímaritsins og var
formanni síðan, af stjórn sambandsins, falið
að annast þessa samninga af hálfu þess.
Niðurstaða þessara samningaviðræðna
varð sú, að samþykkt var að taka tilboði
Tryggingastofnunarinnar um að hún keypti
500 eintök af upplaginu hverju sinni á
áskriftarverði gegn því að fá til umráða 60