Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Qupperneq 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Qupperneq 38
36 SVEITARSTJÓRNARMÁL Stjórn sambandsins lióf þegar að lands- þinginu loknu undirbúning að fram- kvæmdum, fyrst og fremst með skýrslu- söfnun um launakjör starfsfólks kaupstað- anna og viðræðum við stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Var unnið að þessu máli aðallega 1957 og fyrrihluta árs 1958 og frumvarp að samræmdri reglu- gerð afgreitt frá fulltrúaráðsfundi sam- bandsins 1958 með svohljóðandi samþykkt: „Fulltrúaráðsfundurinn fagnar því, að drög að samræmdri launasamþykkt fyrir fasta starfsmenn kaupstaðanna, sem gerð hefur verið í samráði við fulltrúa frá B. S. R. B., liggur nú fyrir. Telur fundurinn rétt, að þessi drög að launasamþykkt verði send bæjarstjórnum til hliðsjónar við ákvörðun launakjara bæjarstarfsmanna." í nefndum þeim, sem um málið fjöll- uðu, voru af hálfu B. S. R. B. Sveinbjörn Oddsson, form. Starfsmannafélags Akra- ness, Júlíus Björnsson, varaform. Starfs- mannaíélags Reykjavíkur, og Guðjón B. Baldvinsson, ritari B. S. R. B., en af hálfu sambandsins Jónas Guðmundsson, Tómas Jónsson og Stefán Gunnlaugsson. Skrifstofa sambandsins annaðist að sjálf- sögðu að mestu alla framkvæmd verksins. Þess ber að gæta, að hér er aðeins um að ræða byrjun á miklu starfi og merkilegu. Ætlast er til, að launasamþykkt þessi verði fyrst um sinn aðeins höfð til hliðsjónar við ráðningar starfsfólks, en að framvegis haldist sú regla, sem nú gildir, að hver kaupstaður hafi sína sérstöku launasam- þykkt og ráði starfsfólk sitt samkvæmt þeirri samþykkt. Hins vegar getur þessi Jaunasamþykkt sambandsins orðið til þess að meira samræmi verði í launasamþykkt- um kaupstaðanna er þær verða sendur- samdar og breytt til samræmis við þessi samþykktardrög og þannig næðist óbeint sú samræming, sem nauðsynlegt er að kom- ist á um launakjör sambærilegra starfs- manna hinna ýmsu staða. Hér má einnig geta þess, að skrifstofa sambandsins hefur aflað upplýsinga um launakjör allra oddvita í landinu, eins og þau voru á árinu 1956, og var sú skýrsla lögð fyrir fulltrúaráðsfund 1958. Á þeim fundi náðist ekki samstaða um ákveðnar tillögur til breytinga á launakjörum odd- vita, en þar var samþykkt eftirfarandi til- laga um mál þetta: „Fulltrúaráðsfundurinn bendir á hið mikla ósamræmi, sem er á launakjörum oddvita og telur að stefna beri að því, að oddvitar fái minnst 4% innheimtulaun af útsvörum og öðrum sambærilegum tekjum sveitarfélaganna.“ Samþykkt þessi var birt í Sveitarstjórnar- málum, en þar sem kosningar til sveitar- stjórna fóru fram á árinu 1958, þótti rétt að láta málið bíða landsþingsins 1959, og er þess að vænta að það komi nú fyrir þetta þing. Svipað og hér er sagt um launakjör odd- vila, er að segja um tilraunir til lagfæring- ar og samræmingar á launum sveitarstjóra. Á fulltrúaráðsfundinum 1958, var um það mál samþykkt eftirfarandi: „Fulltrúaráðsfundurinn telur æskilegt, að myndaðar verði reglur um starfskjör og laun sveitarstjóra til leiðbeiningar fyrir freppsnefndir. Beinir fundurinn því til stjórnarinnar, að hún láti afla upplýsinga um ráðningarkjör núverandi sveitarstjóra og geri tillögur til samræmingar á kjörum þeirra.“ Mál þetta mun einnig koma fyrir lands- þingið nú og verða rætt þar. Verður þá gerð nánari grein fyrir aðgerðum stjórnar sambandsins og þeim tillögum, sem fram hafa komið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.