Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Síða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Síða 39
SVEITARSTJÓRNARMÁL 37 4. Lánastofnun fyrir sveitarfélög. Á landsþinginu 1955 var í fyrsta sinn borin fram tillaga um að sveitarfélögin kæmu sér upp lánastofnun, sem gæti tekið að sér það mikla og nauðsynlega hlutverk, að greiða úr örðugleikum þeim, sem sveit- arfélög landsins eiga oft í vegna skorts á lánsl'é, sérstaklega rekstursfé vissa tíma árs. Mál þetta hafði áður verið rætt á fundum fulltrúaráðsins og sérstökum bæjarstjóra- fundum, sem haldnir höfðu verið. Landsþingið 1955, afgreiddi málið með •eítirfarandi samþykkt: „Landsþing Sambands íslenzkra sveitar- félaga, lýsir fullum stuðningi við tillögur þær, sem samþykktar hafa verið á fulltrúa- ráðs- og bæjarstjórafundum 1951, 1952 og 1954, um nauðsyn þess, að sveitarfélögum landsins verði tryggður aðgangur að liæfi- legu lánsfé fyrir sveitarsjóðina. Landsþingið samþykkir, að fela stjórn og fulltrúaráði, að vinna áfram ötullega að lausn þessa máls og telur jjað viðunandi lausn til bráðabirgða, að breyta lögum og starfsliáttum Bjargráðasjóðs íslands, sem er eign sveitarfélaganna, á þann veg, að hann geti að minnsta kosti að einhverju leyti sinnt jæssu hlutverki fyrst um sinn, jafn- hliða því verkefni, sem hann nú hefur. Landsþingið telur, að verði lögum Bjarg- ráðasjóðs breytt á þann veg, að honum verði gert að veita sveitarfélögunum rekstr- arlán, komi jafnframt til athugunar, livort ekki sé rétt að hækka tillög til sjóðsins bæði frá ríkissjóðs og sveitarsjóðum. Þingið felur stjórn sambandsins og full- trúaráði, að undirbúa mál Jxetta sem bezt og vinna að framgangi þess við ríkisstjórn og Alþingi." Stjórn sambandsins átti nokkru eftir landsþingið, hlut að því að samið var frum- varp til laga um Bjargráðasjóð íslands, í anda jjeirra tillagna, sem fyrir lágu frá landsþingi og fulltrúaráði, og var þetta frumvarp lagt fyrir fulltrúaráðsfund 1958, og samþykkt Jiar með nokkrum breytingum. Stjórn sambandsins fór þess því næst á leit við alþingismennina Karl Kristjánsson og Sigurð Óla Ólafsson, sem báðir eiga sæti í fulltrúaráði sambandsins, að þeir flyttu málið á Alþingi og urðu þeir vel við þeirri málaleitan. Alþingi leitaði umsagnar þriggja aðila um málið; stjórnar Búnaðarfélags íslands, stjórnar Fiskifélags ísland og stjórnar Bjarg- ráðasjóðs íslands. Allir þessir aðilar lögð- ust í umsögnum sínum að verulegu leyti gegn frumvarpinu. Stjórninni eru ekki kunn í heild svör stjórna Búnaðarfélags íslands og Fiskifélags íslands, en svar stjórnar Bjargráðasjóðs var á þá leið, að stjórnin gæti ekki mælt með samþykkt þessa frumvarps, en vildi þó beina því til stjórnarinnar, að hún hlutaðist til um endurskoðun núgildandi laga um Bjarg- ráðasjóð íslands og að hún áliti rétt, að við þá endurskoðun yrði ekki stefnt að grund- vallarbreytingu á starfsreglum sjóðsins. Úrslit málsins urðu þau á Alþingi, að því var vísað til rxkisstjórnarinnar með „áskorun um, að hún láti endurskoða lög nr. 19 2. marz 1950, um Bjargráðasjóð ís- lands, og Jxá um leið athuga frumvarp þetta, sem deildin að öðru leyti tekur ekki af- stöðu til.“ Mál þetta kemur nú enn fyrir landsþing- ið, í Jxví formi, sem það var lagt fyrir Al- Jxingi og virðist sjálfsagt, þó nokkurrar mót- stöðu gæti gegn því frá þeim aðilum, sem að ofan getur, að því verði haldið áfram og mun það atriði nánar rætt er mál þetta kemur til umræðu á landsþinginu. ★ Hér hefur þá verið vikið að þeim málum, sem landsþingið 1955 sérstaklega fjallaði

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.