Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 40

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 40
38 S VEITARSTJÓRN ARMÁL um, og skal nú drepið á helztu verkeini önnur, sem stjórnin hefur haft til með- ferðar milli þinga. A. Stofnun félags lil að annast varanlega gatnagerð i kaupstöðum og kauptúnum. Undanfarin ár liefur nokkuð verið um það rætt á fulltrúaráðsfundum og sérfund- um kaupstaðanna á Norður-, Austur- og Vesturlandi, hvernig leysa mætti það verk- efni, að gera götur kaupstaðanna úr var- anlegu efni, og þá fyrst og fremst hverjir möguleikar væru á að kaupa hin dýru tæki sem þarf til slíkra framkvæmda. Á fulltrúa- ráðsfundi sambandsins 1958, var því beint til stjórnar sambandsins, að hún hefði for- göngu um lausn þessa máls. Stjórnin gerði ítarlega athugun á málinu og komst að þeirri niðurstöðu, að leiðin, sem lielzt væri tiltæk til lausnar því, væri sú, að kaup- staðirnir stofnuðu með sér félagsskap til kaupa á tækjum til gatnagerðar (þ. e. malbikunarsamstæðu). I beinu framhaldi af þessari niðurstöðu leitaði stjórnin álits allra bæjarstjórna á landinu, um þessa lausn og fór þess jafnframt á leit, að hver bæjarstjórn tilnefndi fulltrúa til þess að mæta fyrir sína liönd á fundi, sem hald- inn yrði í Reykjavík til frekari undirbún- ings málinu. Svör bæjarstjórnanna voru yfirleitt jákvæð, þ. e., að þær samþykktu að kjósa fulltrúa á væntanlegan fund. Sam- bandsstjórn boðaði síðan til fundar um málið og var hann haldinn í Reykjavík 13. marz s. 1. Á þessum fundi mættu fulltrúar allra kaupstaðanna nema Siglufjarðar og .Seyðisfjarðar. Fundurinn samþykkti svofellda ályktun: „Fundur fulltrúa frá bæjarstjórnum kaupstaðanna haldinn í Reykjavík 13.—Ifi. marz 1959, í þeim tilgangi að leita lausnar á því, hvernig kaupstöðum og kauptúnum verði helzt gert kleift að ráðast í gerð var- anlegra gatna, telur, að sú lausn, sem lielzt getur komið til álita nú, ef leysa á málið með hag allra kaupstaða og kauptúna fyr- ir augum, sé sú, að kaupstaðir landsins myndi með sér félagsskap til kaupa á hent- ugri, flytjanlegri malbikunarstöð, sem síð- an verði látin vinna eftir fyrirfram gerðri áætlun að varanlegri gatnagerð í kaupstöð- um og kauptúnum, þegar nauðsynlegur undirbúningur hefur farið fram og fé er þar fyrir hendi til þessara framkvæmda. Fundurinn leggur til: 1. Að kaupstaðir landsins stofni með sér hlutafélag til að kaupa og sjá um rekst- ur á fullkominni malbikunarstöð með tilheyrandi tækjum, sem annast geti varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum. 2. Að hlutafé félagsins verði 1-1 ]/2 milljón króna og eigi allir hluthafar jafnan hlut - 100 þúsund krónur - hver. Hverj- um hlut fylgi eitt atkvæði. í stofnsamn- ingi verði ákveðið, að hlutafé megi greiða á fjórum árum með jöfnum greiðslum í þeim kaupstöðum, sem hafa 1500 og fleiri, en á átta árum í þeim kauptúnum, sem hafa undir 1500 íbú- um og þeim kauptúnum, er síðar ger- ast hluthafar. 3. Að ákvörðun að aðild að félaginu verði tekin af hverri einstakri bæjarstjórn fyrir 1. júní 1959. 4. Að stofnfundur félagsins verði haldinn eigi síðar en 15. ágúst 1959. 5. Að þeim kauptúnum, sem þess óska, verði gefinn kostur á að gerast hluthaf- ar síðar. 6. y\ð stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga hafi áfram forgöngu í málinu þar til stofnfundur verður haldinn og kveðja til hans þegar samþykki bæjarstjórn- anna liggur fyrir.“

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.