Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Side 42
40 SVEITARSTJÓRNARMÁL för fulltrúanna, sem ekki fengizt greiddur af Evrópuráðinu. Stjórn Sambandsins til- nefndi af sinni liálfu formann sambands- ins, Jónas Guðmundsson; utanríkisráðherra tilneindi Stefán Gunnlaugsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem aðalmann og Hálfdan Sveinsson, forseta bæjarstjórnar Akraness, sem varamann, en bæjarstjórn Reykjavík- ur tilnefndi borgarstjórann, Gunnar Thor- oddsen, sem aðalmann, en áskildi sér rétt að tilnefna varamann í hans stað, ef liann gæti ekki sótt þingin. Fyrsta sveitarfélagaþing Evrópuráðsins var svo haldið í Strazborg 8,—11. janúar 1957, og er skýrsla um það í „Sveitarstjórn- armálum“ það á', og vísast til hennar um mál þingsins og afgreiðslu þeirra. Annað þing þessarar tegundar var lialdið dagana 29.—31. okt. 1958 og er einnig frá því sagt „Sveitarstjórnarmálum" 1958. Fulltrúar frá íslandi mættu á báðum þessum þingum. Upphaflega var ráðgert að þing þessi yrðu árlega, en á þinginu 1958 var horfið frá því og verða þau liéðan af haldin við og við eftir því sem Evrópuráðið ákveður. Merkast þeirra mála, sem á þessum tveim- ur þingum var rætt, má liiklaust telja hug- myndina um sameiginlegan sveitarfélaga- banka, sem veiti lán til meiriháttar fram- kvæmda, er sveitarfélögin ráðast í, en skort- ir lé til í heimalandi sínu. Ekki er ólík- legt, ef Evrópuráðið fær að halda áfram störfum, að þessi liugmynd eigi eftir að verða að veruleika, þó ýmsir annmarkar :séu enn á því að koma henni í framkvæmd. D. Handbœkur um sveitarstjórnarmál. Eitt af meginverkefnum Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga verður ávallt að eiga hlut að því að auka fræðslu um sveitar- stjórnarmálefni á innlendum og erlendum vettvangi. Samstarf við erlend sambönd s. s. I.U.L.A. og Evrópuráðið, krefst þess að ísland taki til jafns við aðrar þjóðir, þátt í þeirri uplýsinga og fræðslustarfsemi, sem lialdið er uppi á vegum þeirra, og mikil nauðsyn er einnig á því að auka þekkingu á sveitarstjórnarmálefnum íslands meðal Norðurlandaþjóðanna og íslendinga sjálfra. Vegna fátæktar okkar og smæðar er þetta miklu örðugra en hjá stærri þjóðum, þar sem samböndin geta greitt fyrir hverja þá þjónustu, sem þau þurfa að láta inna af hendi. Frá því síðasta landsþing var haldið, hafa stjórn sambandsins borizt tilmæli um að láta í té upplýsingar um sveitarstjórn- armál á íslandi úr ýmsum áttum, en ekki liaía verið tök á að sinna þessum málefn- um nema að nokkru leyti. UNESCO, (Menningar og fræðslustofn- un Sameinuðu þjóðanna) leitaði, árið 1957, til I.U.L.A. (Alþjóðasambands sveitarfé- laga) um aðstoð við að fá tekna saman handbók um íyrirkomulag sveitarstjómar- mála í öllum löndum heims. Leitað var til Sambands íslenzkra sveit- arfélaga um nauðsynlegar upplýsingar í be'ssu efni að því er Island snerti. Svara þurfti löngum spurningalistum og semja greinargerð um málið í heild. Eftir að stjórn sambandsins hafði ákveðið höfuð- drætti greinargerðarinnar, tók hr. hæsta- réttardómari Þórður Eyjólfsson, að sér að semja greinargerðina, sem síðan var þýdd á ensku og send I.U.L.A. og Unesco til af- nota við samningu væntanlegrar handbók- ar. Sambandið greiddi allan kostnað við þetta verk. IULA (Alþjóðasamband sveitarfélaga) hefur einnig látið taka saman handbók um fyrirkomulag sveitarstjórnarsamtaka í öll- um löndtim heims. í þeirri bók er greinar-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.