Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Page 15
SVEITARST J ÓRNARMÁL ÞINGSETNING Ávarp Jónasar Guðmundssonar, formanns sambandsins 13 Heiðrnðu þingfulltrúar og gestir. Ég býð ykkur öll velkomin lil þessa lands- þings Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem er hið sjöunda í röðinni frá stofnun sam- bandsins. Frá því síðasta þingi lauk hafa þrír þeirra manna, er nokkuð hafa komið við sögu sambandsins, látizt, og þykir mér rétt, svo sem venja hefur verið, að minnast þeirra: Erlingur Friðjónsson bæjarfulltrúi á Akur- eyri lézt 18. júlí 1962, 85 ára að aldri. Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri í 31 ár, eða lengur én nokkur annar maður í sögu Ak- ureyrar. Hann var einn af stofnendum sambandsins 1945, og aðalmaður í fulltrúa- ráði Norðlendingafjórðungs 1945. Hann sat og á landsþingi 1946, en síðan ekki. Eirikur Jónsson, bóndi að Vorsabæ í Skeiða- hreppi lézt hinn 28. marz 1963, 72 ára að aldri. Hann var oddviti Skeiðahrepps frá 1922 til 1950. Hann var fulltrúi Skeiða- lirepps á stoínþingi sambandsins 1945, og Jrá kosinn varamaður í fulltrúaráð. Hann var áhugamaður um málefni sambandsins og ritaði rnargar greinar Jrar um í Sveitar- stjórnarmál. ívar Jasonarson oddviti í Gaulverjabæjar- hreppi í Árnessýslu hafði verið kosinn til að sækja Jretta Jring. En enginn má sköjrum renna. Hann lézt hinn 30. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Gaulverjabæjar- kirkju hinn 8. þessa mánaðar. Jónas Guðmundsson. ívar Jasonarson var fæddur 1910 og varð Jrví 53 ára gamall. Hann var fyrst kjörinn í hreppsnefnd árið 1940 og átti sæti Jrar til dauðadags. Oddviti í Gaulverjabæjarhreppi var hann frá 1951 til dauðadags. ívar var kjörinn á landsjúng 1959 en mætti Jrá ekki. Ég vil biðja háttvirta Jringfulltrúa og aðra viðstadda að rísa úr sætum og votta með Jrví Jressum látnu félögum vorum virð- ingu og Jrakklæti fyrir störf Jreirra að sveit- arstjórnarmálefnum.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.