Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Side 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Side 5
Forystugrein sveitarfélaga iskerf inu Hlutverk og í félagslega Með lögum nr. 44/1998 var gerð veruleg breyting á lögum um félagslega eignar- íbúðakerfið. Sveitarfélögin í landinu gegna þó enn mikilvægu hlutverki í framkvæmd og fjármögnun félagslega húsnæðiskerfisins, sem felst meðal ann- ars í því að útvega og reka félagslegar leiguíbúðir. í nýja kerfinu er hugtakið „félagslegt eignaríbúðakerfi" ekki lengur til heldur fá þeir einstaklingar sem upp- fylla ákveðin tekju- og eignamörk svokölluð viðbótarlán til viðbótar hús- bréfaláni, sem geta numið allt að 90% af kaupverði þeirrar íbúðar er lánþegi kýs að kaupa. Síðar var einnig ákveðið að heimila að fella niður kaupskyldu sveit- arfélaga hjá eigendum íbúða í gamla fé- lagslega eignaríbúðakerfinu, sem þess óska. Þessar ákvarðanir munu leiða til þess að kostnaður sveitarfélaga af rekstri félagslegra eignaríbúða mun minnka verulega í framtíðinni. Varasjóður viðbótarlána var lagður niður árið 2002 og Varasjóður húsnæðis- mála stofnaður. Hlutverk hans er mun víðtækara en Varasjóðs viðbótarlána. Það er meðal annars hlutverk hans að greiða styrki til fasteignafélaga, sem halda utan um rekstur félagslegs húsnæðis í eigu sveitarfélaga, og einnig að taka þátt í ábyrgð húsnæð niðurfærslu áhvílandi lána úr Byggingar- sjóði ríkisins þegar sveitarfélög selja íbúðir út úr kerfinu og markaðsverð þeirra er lægra en innlausnarverð. Viðbótarlán voru fyrst og fremst ætluð sem úrræði fyrir tekjulágt fólk sem ætti við félagslega erfiðleika að stríða. Þróun- in hefur hins vegar orðið sú að viðbótar- lán nýtast einnig sem úrræði fyrir þá sem eru tekjulágir af öðrum ástæðum eins og þeim sem eru að koma úr námi eða eru að byrja á vinnumarkaði. Óhætt er að fullyrða að sá fjöldi viðbótarlána sem þegar hefur verið veittur hefur dregið úr eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði og einnig á almennum markaði. Viðbót- arlán hefur verið hagkvæmari kostur fyrir ungt fólk í þessari stöðu en að leita inn á leigumarkaðinn. Þessum valkosti fylgir meira öryggi en á leigumarkaði og síst meiri kostnaður. Það er á hinn bóginn spurning, sem alvarlega þarf að velta fyrir sér, hvort það er hlutverk sveitarfélaganna að hafa af- skipti af húsnæðisöflun þess hóps sem á ekki við neina félagslega erfiðleika að stríða. Með greiðslu framlaga til Vara- sjóðs húsnæðismála fullnusta sveitarfé- lögin nú endanlega alla fjárhagslega ábyrgð vegna viðbótarlána. Framlagið hefur frá upphafi numið 5% af veittum heimildum viðbótarlána en nú liggur fyrir að stjórn sjóðsins muni lækka hlut- deild sveitarfélaga í 4%. Sveitarfélögin standa nú á seinni árum ekki sjálf í byggingu félagslegs leiguhús- næðis nema í undantekningartilvikum. Kostnaður vegna reksturs félagslegra leiguíbúða hefur í mörgum tilvikum ekki dugað fyrir greiðslu afborgana og vaxta af áhvílandi lánum, hvað þá fyrir nauð- synlegu viðhaldi. Þannig hafa sveitarfé- lögin verið að greiða verulega fjármuni með rekstri þessa húsnæðis á hverju ári. í dag eru tæplega 4.000 félagslegar leiguíbúðir f eigu sveitarfélaga. Lánafyrirgreiðsla og lánskjör lána til byggingar leiguíbúða eru líka stórt hags- munamál fyrir sveitarfélögin og brýnt að vextir hækki ekki frá því sem nú er. Þá er einnig mikilvægt að einkaaðilum verði gert auðveldara en nú er að byggja og reka leiguhúsnæði fyrir almenning og þá sem þurfa á að halda félagslegum úrræð- um í húsnæðismálum, en í því efni erum við eftirbátar annarra þjóða. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík. Símar: 566 8262 & 861 8262 Sími: 515 4900 • Bréfasími: 515 4903 Netfang: pj@pj.is Netfang: samband@samband.is • Veffang: www.samband.is Umbrot og prentun: Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) Alprent, Glerárgötu 24, 600 Akureyri, sími 462 2844. magnus@samband.is Dreifing: íslandspóstur Bragi V. Bergmann Forsíðumyndin: Á fimmta hundrað manns lagði leið sína út í Gróttu bragi@fremri.is við Seltjarnarnes á fjölskyldudegi 5. apríl. Börn úr Mýrarhúsaskóla Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta settu upp myndlistarsýningu í vitanum. Myndina tók Hrafnhildur Furuvöllum 13 600 Akureyri Sigurðardóttir. Sími 461 3666 • Bréfasími: 461 3667 Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum Netfang: fremri@fremri.is júlí- og ágústmánuði. Áskriftarsíminn er 461 3666. 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.