Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Side 6
Evrópusambandið
Eru Evrópumálin sveitarstjórnarmál?
Þótt sveitarfélög þurfi að taka upp um 75% Evrópureglna og bera verulegan kostnað af fram-
kvæmd þeirra eiga hafa þau ekkert um það að segja hvernig þær verða til. Þetta var meðal
annars rætt á ráðstefnu utanríkisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga þann
4. apríl síðastliðinn um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið.
„Mín skoðun er sú að Evrópumál séu
sannarlega sveitarstjórnarmál. Ég tel
einnig að með aukinni þátttöku okkar á
þessu sviði geti sveitarfélögin í landinu og
þá ekki síst Samband íslenskra sveitarfé-
laga haft veruleg áhrif. Ekki einungis á
þróun þeirra mála á vettvangi ESB sem
varða sveitarfélögin heldur ekki síður á
þróun Evrópuumræðunnar hér á landi á
næstu misserum," sagði Árni Magnússon
varaformaður Sambands íslenskra sveitar-
félaga og formaður EES-nefndar sam-
bandsins.
Vitundarvakning nauðsynleg
Árni kvaðst telja nær borðleggjandi að ís-
lendingar þurfi á næstu árum að gera upp
við sig hvoru megin hryggjar þeir ætla að
vera, innan Evrópusambandsins eða utan
þess. Hann kvaðst telja að sökum nálægð-
ar sveitarstjórnarstigsins og sveitarstjórnar-
manna við íbúa sveitarfélaganna geti þeir
leikið lykilhlutverk á þessu sviði. „Ég tel
hreint út sagt að við eigum að efla starf
okkar á þessu sviði, auka áherslu á það
innan vébanda okkar og beita okkur fyrir
vitundarvakningu meðal okkar fólks um
það á næstu misserum."
Að troða sér í krummafót
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
lagði í ávarpi sínu áherslu á aðkomu ís-
lendinga að Evrópumálunum. Hann sagði
tómlæti og tortryggni ríkja á meðal al-
mennings í garð ESB víða í
Evrópu og einnig yrði vart
ákveðinnar andstöðu við al-
þjóðavæðingu. ESB-aðild feli
vissulega í sér ákveðna skerð-
ingu á lýðræði en nú sé unn-
ið að ýmsum breytingum á
stjórnkerfi sambandsins. Að-
ildarríki EES-samningsins eigi
enga beina aðkomu að
ákvarðanatöku Evrópusambandsins þó
þau hafi skuldbundið sig til þess að taka
reglur og tilskipanir þess inn í lög. Halldór
Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneytinu.
benti á að reglur ESB snerta sveitarfélögin
ekki síður en aðra aðila samfélagsins þar
sem um 75% reglna þess komi til fram-
kvæmda þar og sveitarfélögin beri í mörg-
um tilfellum kostnaðinn af því að fylgja
þeim eftir. Hann sagði þessar kröfur oft
sniðnar að samfélögum annarrar gerðar en
okkar og þær henti því misjafnlega hér á
landi. Halldór líkti þessum aðstæðum við
að troða sér í krummafót. Þótt skórinn sé
vel hannaður skapist erfiðleikar ef hann er
sniðinn á rangan fót. Reglur og tilskipanir
sem virki vel í einu samfélagi geti virkað
illa í öðru sem þær séu ekki sniðnar fyrir.
Halldór líkti aðgangi íslendinga að
Árni Magnússon, varaformaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og formaður Evrópunefndar
sambandsins.
ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins
við að stunda hrossakaup án þess að hafa
aðgang að réttinni né heldur hross til þess
að versla með.
Nauðsynlegt að kostnaðarmeta
framkvæmdir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði
meðal annars í sínu ávarpi að nauðsynlegt
sé að kostnaðarmeta þær framkvæmdir
sem kröfur Evrópusambandsins leggja
sveitarfélögunum á herðar.
Hann nefndi fráveitumálin sem
dæmi um málaflokk þar sem
sérfróðir menn hafi bent á að í
einhverjum tilfellum megi finna
ódýrari leiðir til þess að koma
til móts við kröfur og reglugerð-
ir. Hann minnti einnig á vand-
ann í þessum málum þar sem
sveitarflögin hefðu enga mögu-
leika til áhrifa á þær reglur sem
þeim væri sfðan skylt að vinna eftir.
„Ég tel hreint út sagt að við eigum að efla starf
okkar á þessu sviði, auka áherslu á það innan
vébanda okkar og beita okkur fyrir vitundarvakn-
ingu meðal okkar fólks um það á næstu misser-
um," segir Árni Magnússon.
6