Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 26
„Það er mikið happ fyrir starfsemina að hafa fengið inni í þessu húsnæði í miðborginni," segir Markús Guðmundsson forstöðumaður. Reykjavíkurborg Öflug upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks Hitt Húsið hefur starfað á vegum Reykjavíkurborgar frá 1992. Á þeim tíma hefur starfsemi þess þróast frá einfaldri afþreyingu til öflugrar miðstöðvar þar sem lögð er áhersla á margvíslegar upplýsingar og skapandi viðfangsefni. Meira en 1.600 ungmenni höfðu haft samband við Hitt Húsið í Reykjavík í lok mars í leit að sumarstörfum en Vinnumiðl- un skólafólks hefur starfað á vegum þess frá 1999. Markús Guðmundsson forstöðu- maður segir að ekki sé eingöngu um hefð- bundin sumarstörf ungs fólks á borð við útivinnu á vegum Gatnamáldeildar og Garðyrkjustjóra að ræða heldur sé reynt að mæta vaxandi þörfum ungmenna á þessu sviði með ýmsum skapandi verkefn- um. í því sambandi má nefna störf á sum- arnámskeiðum ÍTR, götuleikhús, jafningja- fræðslu og skrifstofustörf. Reykjavíkurborg leggur ákveðna fjármuni fram til þess að efla skapandi störf fyrir ungt fólk á sumrin og verða vænt- anlega um 20 hópar starf- andi að ýmsum skapandi verkefnum á komandi sumri. Alls er gert ráð fyrir að stofn- anir og fyrirtæki Reykjavíkur- borgar ráði um 4.500 nem- endur til starfa á komandi sumri. Borgin ver 150 milljónum króna til atvinnuátaks fyrir ungt fólk í sumar sam- kvæmt samþykkt borgarráðs. Happ að vera í Kvosinni Hitt Húsið er hluti af æskulýðsstarfi Reykjavíkurborgar. Upphaf þess má rekja aftur til ársins 1991 og í fyrstu var starf- semi þess einkum bundin við rekstur dansstaðar fyrir ungt fólk. Fljótlega komu í Ijós óskir ungmenna um fjölbreyttari starf- semi og þá einkum um að fá aðstöðu fyrir innihaldsríkara og uppbyggilegra starf á sviði fræðslu, menningar og lista. Á fjórða starfsári var starfsemi Hins Hússins flutt í Kvosina, nánar tiltekið í Geysishúsið á horni Aðalstrætis ogVesturgötu þar sem starfsemi þess fór fram þar til á síðasta ári að hún var flutt í húsnæði gömlu lögreglu- stöðvarinnar og að hluta til gamla póst- hússins við Pósthússtræti. Markús segir það mikið happ fyrir starfsemina að hafa fengið inni í þessu húsnæði. Það henti mjög vel sökum mikils rýmis auk þess að vera algerlega miðsvæðis í sjálfri miðborg- inni. Öflug upplýsingamiðstöð Þótt straumar og stefnur ungs fólks á hverjum tíma eigi ríkan þátt í mótun þeirr- ar starfsemi sem fram fer á vegum Hins Hússins hvílir starfið á ákveðnum megin- markmiðum: í fyrsta lagi að veita ungu fólki aðstöðu við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. í öðru lagi að endur- spegla það sem hæst ber í menningu ungs fólks hverju sinni. í þriðja lagi að veita ungu fólki ráðgjöf og upplýsingar í sam- vinnu við fagaðila og samtök og að síðustu að vera miðstöð úrræða Reykjavíkurborgar fyrir ungt fólk í atvinnuleit vegna sumarvinnu. Markús segir að með flutningnum í Pósthús- strætið hafi skapast betri að- stæður til þess að sinna ýms- um verkefnum. Meðal annars hafi verið opnuð ný og öflugri upplýsingamiðstöð þar sem ungmenni geti komið.með spurn- ingar, stórar sem smáar, um nánast hvað Markús Guðmundsson, forstöðumaður Hins Hússins, segir starfsemina fyrst og fremst byggjast á því að laða fram hugmyndir frá ungu fólki og að- stoða það síðan við að þróa þær og framkvæma. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.