Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 22
nær ekkert heitt vatn hafi borist til Hafnar-
fjarðar og fleiri svæða sem fengu vatn frá
Nesjavöllum. „Þegar farið var að athuga
málið kom í Ijós að leiðslurnar voru nær
fullar af útfellingum sem stafaði af því að
kalt vatn úr Þingvallavatni var hitað upp
og því blandað saman við hitaveituvatnið
í Reykjavík og afleiðingarnar urðu miklar
útfellingar." Sigrún kveðst verða að viður-
kenna að rimman um útfellingarnar frá
Nesjavöllum og niðurstöður þess máls séu
sér minnisstæðar. „Þarna gat ég, þá starf-
andi í minnihluta, sagt fyrir um viðkvæmt
mál sem menn áttu erfitt með að kyngja."
Valdimar teiknaði listann
Sigrún segir að fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar 1994 hafi nokkur hópur fólks
ist var handa um að undirbúa stofnun
kosningabandalags Framsóknarflokksins,
Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins."
Sigrún segir að að hennar mati hafi ör-
lagafundurinn í þessum umræðum farið
fram á skrifstofu Valdimars Kr. Jónssonar,
prófessors við Háskóla íslands. „Við vor-
um nokkur saman, líklega um 15 manns,
á fundi á skrifstofunni og vorum búin að
ræða þetta fram og aftur þegar Valdimar
stóð upp, gekk að töflu og teiknaði fram-
boðslistann upp. Hugmynd Valdimars um
skiptingu sæta á milli flokka og einstak-
linga varð síðan nánast að veruleika þegar
Reykjavíkurlistinn var borinn fram í fyrsta
skipti þá um vorið. Það kom í minn hlut
að leiða Reykjavíkurlistann í þessum
kosningum og við unnum góðan sigur.
ur stýrði skólamálum borgarinnar. „Þetta
er mjög viðkvæmur málaflokkur þar sem
verkefnin þrjóta aldrei og alltaf eitthvað
framundan, hversu vel sem unnið er." Sig-
rún segist hafa tekið við skólamálunum á
miklum breytingatímum. Allur rekstur
grunnskólans var færður frá ríki til sveitar-
félaganna 1996 og mikið átak þurfti til
þess að einsetja alla grunnskóla borgar-
innar á sama tíma og börnum á grunn-
skólaaldri fjölgaði mikið.
Jafngildir tíu ráðhúsbyggingum
Sett var á laggirnar þriggja manna bygg-
inganefnd um skólabyggingar. Sem for-
maður nefndarinnar vann Sigrún í nánu
sambandi og samstarfi við byggingadeild
borgarverkfræðings ásamt fræðslustjóra að
„Skobanakannanir höfðu mælt mjög lítið fylgi við flokkinn, stemmningin var lítil og tfminn að renna frá okkur. Við þessar aðstæður þurfti að efna til framboðs og
við þrjú, sem þá vorum formenn framsóknarfélaganna í Reykjavík, tókum að okkur að manna efstu sæti listans, “ segir Sigrún Magnúsdóttir um framboðsmál fram-
sóknarmanna til borgarstjórnar 1986.
sýnt áhuga á að flokkarnir á vinstri
vængnum í Reykjavík byðu fram sameig-
inlegan lista í Reykjavík. „Ég taldi ekki
koma til greina að leggja Framsóknar-
flokkinn niður í höfuðborg landsins en
kosningabandalag var annað mál. Nokkrir
menn létu gera skoðanakönnun á meðal
Reykvíkinga um það hvaða fylgi kosninga-
bandalag þriggja stjórnmálaflokka gæti
fengið í Reykjavík og kom þá í Ijós að það
myndi eiga möguleika á meirihluta í borg-
arstjórn. Þessi niðurstaða ýtti undir að haf-
Næstu átta árin var ég formaður borgar-
stjórnarhóps Reykjavíkurlistans."
Einsettum alla skóla borgarinnar
Sigrún sat í stjórn veitustofnana og í
fræðsluráði áður en Reykjavíkurlistinn tók
við völdum. Hún segir það hafa kostað
innri baráttu að velja hvorri nefndinni hún
ætti að veita forstöðu í meirihluta. Hún
kveðst hafa fundið áhuga hjá félögum sín-
um í Framsóknarflokknum að þeirra mað-
þessari gífurlegu uppbyggingu. „Á þessum
átta árum voru allir skólar borgarinnar
einsettir og nýir skólar tóku einnig til
starfa. Byggingamagn þessara átta ára í
skólabyggingum jafngildir tíu ráðhúsbygg-
ingum, svo að ég noti þá viðmiðun." Sig-
rún hefur ekki sagt skilið við skólamál þótt
hún hafi dregið sig út úr borgarmálunum.
Hún sinnir þeim í öðrum skilningi í dag
þar sem hún er nú sest á skólabekk og
nemur þjóðfræði við Háskóla íslands.
22