Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 16
Skólastarfer ríkur þáttur í rekstri Húnaþings vestra eins og annarra sveitarfélaga. Þessi börn ganga í skóia á Hvammstanga. Húnaþing vestra Með bjartsýni í farangrinum Þótt ýmsir erfiðleikar hafi orðið í atvinnulífi í Húnaþingi vestra að undanförnu ríkir þar bjartsýni á mörgum sviðurm. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur og mörg myndarleg býli eru rekin í þessu víðlenda sveitarfélagi þar sem þéttbýli og dreifbýli hafa sameinast með góðum árangri. Nokkru fyrir síðustu áramót tók hópur ungs fólks í Húnaþingi vestra sig saman og myndaði umræðuhóp um það á hvern hátt efla megi atvinnulíf í sveitarfélaginu. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir þennan hóp standa saman af ungu fólki sem flust hafi til heimahaganna að nýju að námi loknu. Þetta fólk hafi áhuga á að búa þar sem það hafi alist upp og eigi rætur. Það vilji leita leiða til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins og skapa ný og betri skilyrði fyrir búsetu sinni. Hann segir að þetta fólk eigi sér ýmiss konar undir- stöðu og auk þess að leita að nýjum at- vinnugreinum ræði það ekki síður um það á hvern hátt megi efla og auka starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru starfandi. Hópurinn hefur skipt sér í undirhópa þar sem tiltekin málefni eru tekin til umræðu og kveðst Skúli vænta árangurs af þessu starfi. Frumkvæði unga fólksins sýni og sanni að það hafi trú á byggðarlaginu og að það vilji, ásamt sveitarstjórn, takast á við það metnaðarfulla verkefni að treysta búsetu með því að skapa fjölbreyttari at- vinnutækifæri. Unga fólkið ætli ekki að skorast úr leik eða víkja sér undan. Nær helmingurinn býr í dreifbýli Húnaþing vestra er ungt sveitarfélag. Það var stofnað úr sjö sveitarfélögum íVestur- Húnavatnssýslu árið 1998 eftir að meiri- hluti íbúa allra sveitarfélaganna samþykkti sameiningu þeirra í kosningum haustið áður. Tvö þéttbýli eru innan sveitarfélags- ins; Hvammstangi með tæplega 600 íbúa og Laugarbakki í Miðfirði með rúmlega 90 íbúa. Af um 1.200 manns í Húnaþingi vestra búa því rúmlega 500 í hefðbundnu dreifbýli. Þéttbýli á Hvammstanga má rekja aftur til upphafs 20. aldar. Staðurinn fékk lög- gildingu sem verslunarstaður 1895 og fljótlega reistu fyrstu íbúarnir sér heimili þar. Þjónusta við landbúnaðinn í hinum gróskumiklu sveitum héraðsins hefur ávallt sett og setur enn mikinn svip á stað- inn. Sláturhús voru byggð og einnig mjólkurstöð. Tvö sláturhús eru rekin á Hvammstanga og vinnslustöðvar fyrir kjöt- vörur þar sem tugir manna starfa. Starf- semi mjólkurstöðvarinnar var flutttil Búð- ardals á síðastliðnu ári. Skúli segir að vissulega hafi það verið áfall að rekstri mjólkurstöðvarinnar hafi verið hætt en kröfur um aukna hagræðingu í mjólkur- iðnaðinum hafi þar ráðið för. Erfitt sé fyrir sveitarfélögin að hafast að við slíkar kring- umstæður og þau fái í þessu efni lítt við ráðið. En Hvammstangi er eftir sem áður verslunar- og þjónustumiðstöð sveitarfé- lagsins þar sem öll almenn þjónusta er í boði. Heita vatnið og nálægðin við þjóðveginn Laugarbakki byggðist um miðja 20. öldina sem þjónustubyggð við sveitirnar og í tengslum við rekstur skóla þar. Vélaverk- stæði var byggt þar og hefur löngum verið rekin viðgerðaþjónusta á Laugarbakka. Skúli segir uppbyggingu þorpsins hafa að nokkru ráðist af heita vatninu sem þar er því nægt vatn hafi verið til þess að hita upp nokkur hús án mikilla veituframkvæmda. Laugar- bakki sé einnig miðsvæðis í héraðinu og skammt frá þjóð- veginum og að því leyti ákjós- anlegur staður til hverskyns þjónustustarfsemi. Breyting um 1970 Verslun og önnur þjónusta, einkum við landbúnaðinn, setti mikinn svip á Hvammstanga og Laugarbakka fram um 1970. Þá hófust rækjuveiðar í Húnaflóa og rækjuvinnsla á Hvammstanga. Með Þótt aftur hafi dregist saman í þeirri atvinnugrein er enn rekin sauma- og prjónastofa á Hvamms- tanga sem framleiðir ullarvörur til útflutnings og veitir um 15 manns vinnu. 16

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.