Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 21
Ungmenni í frímínútum viö nýbyggingu Melaskólans í Reykjavík en hann er einn af eldrí skólum borgar-
innar sem byggja varð við vegna einsetningarinnar.
armenn í Reykjavík á því vori, sem skýrist
trúlega af því að þjóðmálin hafa brunnið
heitar á þeim. Á þessum tíma var Kristján
Benediktsson að láta af störfum eftir ára-
langa setu í borgarstjórn og Gerður Stein-
þórsdóttir, sem hafði verið í öðru sæti, gaf
heldur ekki kost á sér, enda var þá fækkað
í borgarstjórn úr 21 í 15 fulltrúa. Skoðana-
kannanir höfðu mælt mjög lítið fylgi við
flokkinn, stemmningin var lítil og tíminn
að renna frá okkur.
Við þessar aðstæður þurfti að efna til
framboðs og við þrjú, sem þá vorum for-
menn framsóknarfélaganna í Reykjavík,
tókum að okkur að manna efstu sæti list-
ans. Ég skipaði fyrsta sætið, Alfreð Þor-
steinsson var í öðru sæti og Hallur Magn-
ússon í þriðja sætinu. Það var ekki auðvelt
að ná manni inn í borgarstjórn Reykjavík-
ur við þessar aðstæður. Framsóknarflokk-
urinn hefur aldrei lent í þeirri stöðu að
eiga ekki mann í borgarstjórn. í þessum
kosningum var sú hætta þó vissulega fyrir
hendi, enda mældist fylgi flokksins sáralft-
ið í upphafi kosningabaráttu."
Lítið um svör
Sigrún leiddi framboðslista Framsóknar
aftur í borgarstjórnarkosningunum 1990.
Hún segir eftirminnilegustu mál þessara
kjörtímabila vera byggingu Ráðhúss
Reykjavíkur og Perlunnar í
Öskjuhlíð. „Ég var kosin í dóm-
nefnd um byggingu Ráðhússins
af minnihlutanum í borgar-
stjórn. Ég var líka í stjórn veitu-
stofnana, sem er forveri Orku-
veitu Reykjavíkur, og eini full-
trúi minnihlutans á þeim tíma. Þegar ég
fór að bera fram fyrirspurnir í veitustjórn-
inni um byggingu Perlunnar varð fremur
lítið um svör. Borgarstjóri hafði skipað sér-
staka verkefnisstjórn um bygginguna og
kom hún því ekki til kasta veitustjórnar-
innar að sama skapi og önnur verk sem
veiturnar stóðu að. Deilt var um þessar
framkvæmdir á sínum tíma og einnig
framkvæmdasýsluna í kringum þær, þar
sem kostnaður fór langt fram úr áætlun-
um."
Útfellingar frá Nesjavöllum
Á þessum tíma var bygging Nesjavalla-
virkjunar hafin og einnig lagning hita-
veituæðar til höfuðborgarsvæðisins. Sig-
rún segir að þegar vatni frá Nesjavöllum
hafi verið hleypt á dreifikerfi Hitaveitunn-
ar hafi fljótt tekið að berast kvartanir um
að óhreinindi væru í vatninu. Hún kveðst
þá hafa farið að bera fram fyrirspurnir um
af hverju þetta stafaði en ekki hafi verið
að sama skapi auðvelt að fá svör. „Ég leit-
aði þá til Orkustofnunar og fleiri aðila til
þess að fá upplýsingar. Hrefna Krist-
mannsdóttir hjá Orkustofnun tók mér sér-
staklega vel, veitti mér upplýsingar og
ómetanlega aðstoð. Ég taldi mig hafa
vissu fyrir að um útfellingar væri að ræða
og hafði lýst þeirri skoðun í sjónvarpsvið-
tali. Á næsta stjórnarfundi eftir viðtalið átti
að knésetja mig fyrir að hafa haldið því
fram að rangt hafi verið staðið að verki og
faglegum undirbúningi ekki hagað sem
skyldi. Auk stjórnarmanna og nefndar-
manna, sem oftast sátu fundi veitustjórnar,
voru kallaðir til fimm sérfræðingar til þess
að sýna þessari konu úr Aust-
urborginni hversu fáránlegar
staðhæfingar hennar væru."
Minnisstæð rimma
Sigrún segir að stundum sé
eins og almættið komi til
hjálpar. Þessi fundur í desemberbyrjun
hafi staðið í fjóra klukkutíma og harðlega
verið tekist á. En er líða tók á daginn hafi
snöggkólnað úti og talsvert frost komið
um kvöldið. Kuldinn hafi haft þau áhrif að
„Þarna gat ég, þá starfandi í minnihluta, sagt fyrir
um viðkvæmt mál sem menn áttu erfitt með að
kyngja."
Láttu gæði og góða reynslu
ráða vali þínu á ofnhitastillum
Danfoss ofnhitastillar fyrir þig
Danfoss er leiðandi í framleiðslu ofnhitastilla
Danfoss hf
Skútuvogi 6 Simi 510 4100
www.danfoss.is
<%>
21