Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Side 25
ákveðnar leiðir til að fara eftir og séu þær
byggðar á fjórum hornsteinum. „Fyrsti
hornsteinninn fjallar um dyggðir. Börnum
er innrætt virðing, heiðarleiki og umburð-
arlyndi gagnvart öðrum ásamt fleiri dyggð-
um.
Við skiptum skólaárinu niður í fimm hluta
þar sem ein dyggð er til umfjöllunar á
hverju tímabili. Við skilgreinum dyggðina
og höfum hana prentaða uppi á veggjum í
skólanum. Síðan skiptum við um tilvitnan-
ir vikulega.
Annar hornsteinninn fjallar um skiln-
inginn.Við erum að höfða til nemenda á
þann hátt að þeir sýni ábyrga hegðun.
Þetta er stundum kallaður jákvæður agi og
við ætlumst til mikils af nemendum. Við
viljum hafa ákveðinn aga en einnig að
hann sé að mestu leyti sjálfsprottinn með
nemendunum og það verður ekki án þess
að gefa þeim gott fordæmi og góðar fyrir-
myndir. Við erum komin vel á veg með að
móta þennan þátt í skólastarfinu.
Börn verða einnig að læra að líta á fjöl-
breytileika mannlífsins sem kost en ekki
galla. Þetta á við um þjóðerni, tungumál
og menningarlegan bakgrunn sem við
verðum að telja kosti er auðgi samfélagið.
Markmiðið með þessum hornsteini er að
auka skilning og einnig að efla samkennd,
virðingu og færni í mannlegum samskipt-
um. Með því móti líður nemendum betur
í skólanum. Foreldrum líður betur þegar
þau koma í skólann og starfsfólkinu líður
betur á vinnustaðnum. Það kemur glögg-
lega fram í starfsmannasamtölum sem far-
ið hafa fram.
Þriðji hornsteinninn snýst um samfé-
lagsþjónustu, það er að við séum að
leggja eitthvað af mörkum til að bæta
samfélagið, læra að sinna umhverfinu og
þeim sem þurfa á hjálp að halda.
Fjórði og síðasti hornsteinninn snýst
síðan um vandvirkni; að gera allt framúr-
skarandi vel, hvort sem það
eru dagleg verkefni á borð við
að lesa fyrir próf eða spila á
gítar á árshátíð, svo dæmi séu
nefnd. Alltaf er haft að leiðar-
Ijósi að gera hlutina vel." Karl
segir þetta langtímamarkmið
sem ekki sé alltaf auðvelt að
vinna eftir en dropinn holi steininn.
Tilgangurinn verði skýr
Þótt þetta séu hinir eiginlegu hornsteinar
skólastarfseminnar, nefnir Karl einn þátt
Úr morgunstund í Hrafnagilsskóla. Karl Frímansson skólastjóri segir morgunstundirnar skipta verulegu máli
í skólastarfinu.
enn sem hann segir skipta verulegu máli í
skólastarfinu. „Það eru samverustundir á
hverjum morgni fyrir fyrsta til sjöunda
bekk en einu sinni í viku fyrir unglinga-
stigið. Hver bekkur sér um flutning á sam-
verustund eina viku í senn. Þau lesa upp,
flytja leikatriði, söngatriði eða verkefni
sem þau eru að vinna að í skólanum.
Börnin koma saman í miðrými í skólahús-
inu sem við köllum Hjartað og þau sitja á
gólfinu. Stjórnendur koma fram fyrir hóp-
inn og þá er ætlast tii þess að verði hljóð.
Síðan byrjum við á að fara með skólaheit-
ið, sem er: „Ég kem í skólann til þess að
læra og nýta hæfileika mína til fulls." Þá
fer dagskrá samverustundarinnar fram. Við
reynum að miða samveruna við um 15
mínútur í senn. í lok hverrar samveru er
tveggja mínútna þögn og að því búnu
ganga allir í röð frá morgunsamverunni."
Karl kveðst sannfærður um að endurtekn-
ing á skólaheitinu skipti máli þegar til
lengri tíma er litið. Tilgangurinn með
skólagöngunni verði skýrari og börnin
skilji betur að þau séu komin til þess að
læra og nýta margvíslega hæfileika sína.
Eiga neikvæðni síður á hættu
Karl segist í fyrstu hafa haft efasemdir um
að þessi aðferð hentaði unglingastiginu og
„Við viljum hafa ákveðinn aga en einnig að hann
sé að mestu leyti sjálfsprottinn með nemendunum
og það verður ekki án þess að gefa þeim gott for-
manna hóp og flytja frumsamin Ijóð, lesa
upp úr dagbókum sínum eða annað, til
dæmis ef þeir hafa verið að skrifa mark-
mið eða annað sem snertir lífið og tilver-
una. Við höfum eitt til marks um að við
erum búin að ná ákveðnum framförum nú
í vetur. Það felst í því að nemendur sem
flytja eitthvað af einlægni fyrir stóran hóp
eiga ekki á hættu að verða að athlægi eða
þurfa að þola neikvæðar athugasemdir frá
skólafélögunum. Þarna fundum við skýrt
dæmi um ákveðinn þroska sem nemendur
eru búnir að ná og eru farnir að sýna í
framkomu sinni."
Hlustað eftir hverri rödd
dæmi og góðar fyrirmyndir."
að eldri nemendur myndu ekki hafa
áhuga á að taka þátt í slíkum samveru-
stundum. Reynslan sýni hins vegar að þeir
kunni að meta þær. „Eldri nemendurnir
koma hiklaust fram fyrir þennan 70
Karl kveðst telja þetta öfluga aðferð til
þess að verjast hættunni á einelti. Um-
ræðan um samskipti geri fólk hæfara til
þess að takast á við mál sem kunna að
koma upp og þá ekki bara nemendur
heldur einnig kennara og annað starfsfólk.
Eftirtektarvert sé hvað nemendur komi
sjálfir meira og meira að því að leysa þau
mál er koma upp án þess að kennarar eða
skólastjóri þurfi með beinum hætti að
hlutast til um lausn. Karl segir að bekkjar-
fundir séu haldnir í öllum deildum þar
sem lýðræðislegar vinnuaðferðir og lýð-
ræðisleg gildi séu höfð í heiðri og hlustað
eftir hverri rödd. Bekkjarfund-
irnir séu meðal annars notaðir
til þess að ræða vanda sem
komið geti upp og að finna
lausnir. „Við reynum að tengja
þau verkefni, sem unnin eru
__________ innan skólans, við þann meg-
inkjarna í skólastefnunni sem
ég hef verið að lýsa. Það er í stórum drátt-
um ramminn sem við vinnum eftir og
leiðarljós okkar í skólastarfinu," segir Karl
Frímannson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í
Eyjafjarðarsveit.
25