Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Blaðsíða 13
Verkefnisstjórarnir Hulda Steingrímsdóttir í Hafnarfirði og Guðlaugur Bergmann f Snæfellsbæ stinga saman
nefjum á Kirkjubæjarklaustri.
Það verður einfaldlega að forgangsraða eftir
því sem fjármunir leyfa. Kostnaður við frá-
veituframkvæmdir er áætlaður 24 milljarð-
ar króna í landinu öllu. Það er ekki í and-
stöðu við hugmyndafræði Staðardagskrár
21 að við öndum aðeins rólega vegna
þessara framkvæmda og rannsökum betur
hvernig við getum nýtt okkur kosti náttúr-
unnar sjálfrar vegna fráveitumála. Gerðar
hafa verið rannsóknir í nokkrum sjávar-
byggðum sem sýna mikla hreinsun frá nátt-
úrunnar hendi vegna sjávarstrauma. Þetta
verðum við að skoða án fordóma. Reynist
hins vegar nauðsynlegt að framkvæma fyrir
alla þessa 24 milljarða er það ekki óveru-
legur kostnaður og ríkið verður að koma
með sveitarfélögum að framkvæmdinni
með afgerandi hætti."
Glatist byggð glatast menning
Að lokum benti Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri á ísafirði, á að byggðaþróunin snú-
ist ekki eingöngu um þá sem nú búa á
landsbyggðinni heldur einnig um alla ís-
lendinga. Með glötuðum byggðum glatist
menning, verkþekking og auðlegð sem
aldrei verði metin til fjár. Staðardagskrá 21
sé ætlað að auka lífsgæði en hafa verði
hugfast að endurskilgreina verði lífsgæðin
„Við slíka endurskilgreiningu er ég sann-
færður um að landsbyggðin muni koma
vel út, því þar er fjölskylduvænt umhverfi
í sátt við stórbrotna náttúru þessa lands."