Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Blaðsíða 18
Húnaþing vestra
samgöngunefndarinnar að standa við bak-
ið á íbúunum til að fara rétt að þessum
málum. Það sé nauðsynlegt, meðal annars
í Ijósi öflugs landbúnaðar, matvælafram-
leiðslunnar og ferðaþjónustunnar í hérað-
inu.
Með bjartsýni í farangrinum
Skúli segir sömu aðstæður skapa ákveðna
erfiðleika í Húnaþingi vestra um þessar
mundir og víða annars staðar á lands-
byggðinni. Samdráttur í hinum hefð-
bundnu atvinnugreinum, sjávarútvegi og
landbúnaði, hafi verið umtalsverður. Þó
megi á engan hátt vanmeta nýja atvinnu-
möguleika sem til hafi orðið og hafi verið
að eflast að undanförnu. Þar á hann eink-
um við ferðaþjónustuna, þar sem fjölmörg
störf hafa skapast, og segir Húnaþing
vestra hafa margt að bjóða í þeim efnum
jafnt sumar sem vetur. Góðar samgöngur,
áhugaverðir sögustaðir og fjölbreytt þjón-
usta, ásamt óþrjótandi möguleikum til úti-
vistar, veiða, útreiða og náttúruskoðunar,
eru atriði sem sérstaklega ber að nefna.
Sveitarfélagið er miðsvæðis á milli höfuð-
borgarsvæðisins og Eyjafjarðar.
Þjóðvegur 1, hringvegurinn, liggur
þvert um sveitarfélagið og tengir byggðir
þess og þjónustukjarna. Skúli segir að
ferðaþjónustan sé vaxandi atvinnuvegur
og fleiri störf séu að myndast. Hún eigi sér
einnig langa sögu í héraðinu, flestir lands-
menn hafi notið veitinga í Staðarskála í
Hrútafirði og þeirrar þjónustu sem þar hafi
verið rekin með miklum sóma í yfir 40 ár.
Auk hefðbundinnar ferðaþjónustu, sem fer
vaxandi í Húnaþingi vestra, eru reknar
skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þegar
starfsemi héraðsskólans lauk þurfti að
finna húsakosti að Reykjum, sem er veg-
legur, nýtt og verðugt hlutverk. Skólabúð-
irnar starfa á þann veg að nemendur
grunnskóla víðs vegar að af landinu
koma, ásamt kennurum sínum, að Reykj-
um og dvelja þar í eina viku í senn. Búð-
irnar eru reknar með stuðningi Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga. Skúli segir að sá hópur
áhugafólks um uppbyggingu og atvinnulíf
í sveitarfélaginu, sem hann gat um í upp-
hafi viðtalsins, horfi meðal annars til
þeirra möguleika sem felist í aukinni
ferðaþjónustu. Þar sé meðal annars litið til
landkosta, útivistarmöguleika og ekki sfst
staðsetningar miðsvæðis á milli stærri
þéttbýlissvæða. Þetta unga fólk hafi komið
heim með bjartsýni í farangrinum.
Einn grunnskóli en tveir kennslustaðir
Hópur nemenda grunnskótans á Hvammstanga var við æfingar á sviði Félagsheimilisins á staðnum þegar
tíðindamann bar að garði.
Fjórir grunnskólar voru reknir í þeim sjö
sveitarfélögum sem nú mynda Húnaþing
vestra. í kjölfar sameiningarinnar og fólks-
fækkunar í dreifbýlinu reyndist nauðsyn-
legt að sameina skólahaldið. Að sögn
Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra var sam-
eining skólanna flókið og vandasamt verk-
efni. „Því fylgja gjarnan erfiðleikar að
breyta svo veigamiklum þætti í grunn-
þjónustunni sem skólahaldið er og víst var
það þannig að sitt sýndist hverjum," segir
Skúli. Niðurstaða endurskoðunar skóla-
mála í Húnaþingi vestra varð sú að rekstri
tveggja skóla var hætt; Vesturhópsskóla og
Barnaskóla Staðarhrepps, og skólahaldið
sameinað undir einni stjórn á Hvamms-
tanga og Laugarbakka. Yngri nemendum
úr sveitarfélaginu er kennt á Hvamms-
tanga en fjórum efstu bekkjunum er kennt
á Laugarbakka, auk þess sem þar er rekið
mötuneyti fyrir allan grunnskólann.
Skúli segir að skólamannvirkin á
Hvammstanga og Laugarbakka nýtist
ágætlega og með þessu móti sé hægt að
einsetja skólann, en þar eru nú um 180
nemendur í 11 bekkjardeildum. Skúli seg-
ir að eftir að skólahaldi í Hrútafirði og
Vesturhópi hafi verið hætt hafi skólaakstur
vissulega aukist en önnur hagræðing komi
þar margfalt á móti og ekki annað að sjá
og heyra en að íbúarnir séu almennt
ánægðir með fyrirkomulagið. Rekstur
þriggja eða jafnvel fjögurra grunnskóla
fyrir þennan nemendafjölda hefði verið
sveitarfélaginu ákaflega óhagkvæmur.
Þessu til staðfestingar má nefna að fyrir
sameiningu var fjöldi kennslustunda í fjór-
um skólum um 750 á viku en er í vetur
um 550 þrátt fyrir fjölgun kennslustunda
frá árinu 1998. Þannig hefur kennslu-
stundum í hverri viku fækkað um að
minnsta kosti 200, sem lætur nærri að séu
um sjö stöðugildi kennara.
18