Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Blaðsíða 14
Staðardagskrá 21
Hugarástandið skiptir miklu
Guðlaugur Bergmann, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ, sagði í erindi á landsráð-
stefnu Staðardagskrár 21 að hugsunin væri undirstaða alls. Því miður væri mannlegt eðli van-
þróað og því hætt við að þegar viss tækifæri bjóðist þá noti maðurinn kraft hugans í eigin-
gjörnum og persónulegum tilgangi.
Guðlaugur Bergmann í ræðustól á ráðsteínunni á Kirkjubæjarklaustri.
Guðlaugur notaði líkingar og
benti á að eins og ofninn nái ekki
aftur í hitann sem hann sendir frá
sér eða reykelsið í ilminn náum
við ekki til baka þeim hugsunum
sem við sendum frá okkur. Hugs-
unin verði að lifandi orku um leið
og við sleppum henni frá okkur
og hafi þá tilhneigingu til að lað-
ast að svipuðum hugsunum sem
verði að eins konar orkuskynjun
sem fólk geti tengst með meðvit-
uðum eða ómeðvituðum hætti.
Því hljóti að vera geysimikilvægt
að menn hafi skýrar og mikilvæg-
ar hugsanir um það stórkostlega
verkefni sem Staðardagskrá 21 sé.
Guðlaugur benti á að staðar-
dagskrárverkefnið byggist á hugs-
uninni um sjálfbæra þróun sem
fólk sé vonandi tilbúið að með-
taka og varpaði í framhaldi þeirri
spurningu fram hvort fólk hafi í
raun og veru agað hugann nægi-
lega vel til þess að vinna eftir því
með nægilega jákvæðu hugarfari. Hvort
enn sé of skammt í þann vana mannlegs
eðlis sem þvf miður einkennist oftar en
ekki af hugsuninni um hvað „ég fái út úr
hlutunum núna."
Allt er mengað
Guðlaugur vitnaði í bók Omra-
an Mikhaels Aivanhov, „Powers
of Thought", þar sem fjallað er
um málefni hugans og um-
hverfisins. Þar segir að fólk
kvarti í auknum mæli um
mengun. Vísindamenn sem
kanni framtíðina segi að allt sé
mengað; jörðin, jarðvegurinn,
vatnið og loftið. Þeir haldi því fram að
plöntur, fiskar, fuglar og menn séu að
deyja. Þeir viti hins vegar ekki hvað þeir
eigi að gera til að stöðva þessa þróun.
Jafnvel þótt þeir fyndu leiðir til að ráða
bót á vandanum myndi það aðeins laga
hinn ytri efnislega hluta en það sé ekki
nóg. Ef fólk sé raunverulega næmt muni
það gera sér grein fyrir því að sálrænt
andrúmsloft jarðarinnar sé jafnvel verra til
að anda að sér í dag en hið efnislega. Fólk
kvarti undan eitruðum gastegundum frá
bílum, en spurt er á móti hvað allir bílar
heimsins séu í samanburði við sex millj-
arða fáfróðra manna sem aldrei hafi lært
að ná valdi á siðferðislega skaðlegum
þáttum í innra lífi sínu.
Þurfum að vinna heimavinnuna
Guðlaugur hélt áfram að vitna í Aivanhov
þar sem hann fjallar um hugar-
ástand fólks og þann mátt sem í
huganum býr. Hann spurði hvern-
ig hægt væri að kenna mannkyn-
inu að ná valdi á hugsunum sín-
um og löngunum og hætta að
menga náttúruna og andlegu svið-
in. „Ég held að framtíðarvon okk-
ar byggist á því að við tökum
ábyrgð á hugsunum okkar og
gjörðum því eins og við vitum er
stærsta ógn jarðarinnar sú stað-
reynd að flestir halda að það
skipti engu máli í heildarmynd-
inni hvað þeir geri eða geri ekki.
Langtímaverkefnið felst í því að
hver og einn fari að vinna heima-
vinnuna sína og noti kraft hugans
til að breyta neikvæðu vana-
mynstri sínu og láti ekki græðgi
augnabliksins ráða gjörðum sín-
um."
Guðlaugur vitnaði í aftur í bók
Omraans þar sem segir að Guð
hafi gefið máttugasta og áhrifa-
mesta form þeirrar orku sem á hans valdi
er til andans og þar sem hver hugsun okk-
ar er hlaðin orku andans er þéssi orka sí-
starfandi.
„Vitandi þetta hefur hvert okkar mögu-
leika á að gerast velgjörðarmaður mann-
kynsins með því að varpa hugsunum okk-
ar um betri framtíð í anda
Staðardagskrár 21 og sjálf-
bærrar þróunar út í óravíddir
alheimsins. Þannig getum við
lýst upp framtíðina og það
Ijós mun hjálpa, hugga og
heila aðra og þannig getum
við búið til betri heim. Sá sem
tekur meðvitað og af ráðnum
hug að sér slíka vinnu, mun smám saman
skilja hina leyndardómsfullu, launhelgu
þekkingu guðlegrar sköpunar," sagði Guð-
laugur Bergmann.
Langtímaverkefnið felst í því að hver og einn fari
að vinna heimavinnuna sína og noti kraft hugans
til að breyta neikvæðu vanamynstri sínu og láti
ekki græðgi augnabliksins ráða gjörðum sínum.
14