Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Síða 20
Litið um öxl
Einsettum alla grunnskóla
Reykjavíkur
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, starfaði að sveitarstjórnarmálum um
áratuga skeið. Fyrst sem hreppsnefndarmaður á Bíldudal en hóf síðan þátttöku í félagsmála-
starfi Framsóknarflokksins í Reykjavík sem leiddi til þess að hún varð varaþingmaður, varaborg-
arfulltrúi og síðar borgarfulltrúi um 16 ára skeið. Sigrún var leiðandi á miklum breytingartímum
í borgarmálum og lítur nú um öxl í spjalli við Sveitarstjórnarmál.
„Fyrsta reynsla mín af sveitar-
stjórnarmálum var vestur á Bíldu-
dal þegar ég tók sæti í hrepps-
nefnd Suðurfjarðahrepps eins og
hann hét vorið 1970. Kosninga-
baráttan fyrir vestan var hressileg
og með öðrum blæ en tíðkast hér
syðra. Framboðsfundurinn varð
svo harður að um hann skapaðist
þjóðsaga. Ég var nýlega flutt heim
frá Þýskalandi ásamt þáverandi
eiginmanni mínum. Hann hafði
tekið rekstur kaupfélagsins á
staðnum að sér og einnig Mat-
vælaiðjunnar sem kaupfélagið
rak. Haft var í hótunum gagnvart
okkur á framboðsfundinum, eink-
um frá andstæðingum kaupfélags-
ins. Einn þeirra lýsti því yfir að
Bílddælingar þyrftu ekki „spútnik"
að sunnan í hreppsnefndina. Ég
varð að ganga fram fyrir skjöldu
til þess að við gætum haldið
fundinum áfram. Hitinn var svo
mikill að sóknarprestur staðarins, sem var
fundarstjóri, var farinn úr fundarstjóra-
stólnum og hélt sig baka til á sviðinu."
Aðstæðurnar breyttust
Sigrún fluttist til Reykjavíkur um miðbik
kjörtímabiIsins. Hún segir að
sér hafi fundist leitt að þurfa að
kveðja þennan vettvang. Eigi
hún að lýsa sér með einhverj-
um tilteknum orðum þá verði
það helst gert með því að í sér
búi seigla. „Ég hef alltaf reynt
að Ijúka þeim verkum sem ég
hef tekið að mér og þá er alveg
sama hvaða verkefni það hafa
verið. Aðstæðurnar urðu hins vegar með
þeim hætti að við fluttumst suður þótt
kjörtímabilinu væri ekki lokið."
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi.
Sigrún kveðst að mestu hafa haldið sig til
hlés næstu sex árin utan hvað hún tók þátt
í almennu flokksstarfi á vegum Framsókn-
arflokksins í Reykjavík og vann þá meðal
annars að undirbúningi alþingiskosninga.
Einar Ágústsson, þáverandi utanríkisráð-
„Ég varð að ganga fram fyrir skjöldu til þess að
við gætum haldið fundinum áfram. Hitinn var svo
mikill að sóknarprestur staðarins, sem var fundar-
stjóri, var farinn úr fundarstjórastólnum og hélt
þegar leið að kosningum 1978
sendi Einar henni bréf erlendis frá
og bað hana að taka þátt í sam-
eiginlegu prófkjöri fyrir sveitar-
stjórnar- og alþingiskosningar sem
þá báru að á sama tíma. Hún sló
til og var á þinglistanum. í kosn-
ingunum 1979 var hún í fjórða
sæti á lista Framsóknarflokksins
og varð varaþingmaður að kosn-
ingunum loknum. Hún sat tvisvar
á Alþingi á kjörtímabilinu 1979 til
1983 í forföllum Ólafs Jóhannes-
sonar en fór í sveitarstjórnarmálin
á nýjan leik áður en því kjörtíma-
bili lauk.
Varaborgarfulltrúi
er virkari
„Ég var aftur beðin um að taka
þátt í prófkjöri fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í Reykjavík 1982.
Það leiddi til þess að ég varð
varaborgarfulltrúi auk þess að
vera varaþingmaður. Reynsla mín af vara-
borgarfulltrúastarfinu varð síðan til þess
að ég snéri mér alfarið að sveitarstjórnar-
málum. Ég skynjaði hversu varaborgarfull-
trúar voru virkir í starfi miðað við vara-
þingmenn, þótt þeir komi inn á þing í
stuttan tíma í eitt eða tvö
skipti. Ég hafði komið nokkuð
að borgarmálunum á kjörtíma-
bilinu á undan og setið í borg-
armálaráði Framsóknarflokks-
ins síðari hluta þess."
sig baka til á sviðinu'
herra, stóð í eldlínu stjórnmálanna og var
forystumaður framsóknarmanna í höfuð-
borginni ásamt Þórarni Þórarinssyni. Góð
vinátta hafði tekist með þeim Sigrúnu og
Framboðskreppa
-------- Sigrún segir þessi störf hafa
orðið til þess að hún leiddi
framboðslista Framsóknarflokksins í borg-
arstjórnarkosningum í Reykjavík vorið
1986. Það hafi þó orðið með sérstökum
hætti. „Borgarmál heilluðu ekki framsókn-
20 ------