Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Blaðsíða 17
rækjunni sköpuðust ný atvinnutækifæri og nýir möguieikar er gerðu Hvammstanga að hiuta að útvegsbæ á skömmum tíma. Þótt engin innfjarðarrækja veiðist Iengur í Húnaflóa er rækjuvinnsla stunduð á Hvammstanga en hráefnið er keypt á mörkuðum. Skúli segir að vissulega sé erf- iðara að stunda rækjuvinnsluna en á með- an hráefnið veiddist úti á firðinum en engu að síður starfi á bilinu 20 til 30 manns við vinnsluna í dag. Hann segir einnig að samdráttur f útgerð og vöru- flutningum á sjó hafi skapað mikla erfið- leika við rekstur hafnarinnar á Hvamms- tanga. Tekjurnar hafi minnkað umtalsvert og að slíkt hið sama muni eiga við um margar minni hafnir á landsbyggðinni. bóginn er Vestur-Húnavatnssýsla eitt besta sauðfjárræktarhérað landsins. Hún er einnig grónasta svæði þess þar sem um 70% flatarmáls eru gróið land. Hagræð- ingarkrafan er rík innan landbúnaðarins og víst má gera ráð fyrir umtalsverðum breytingum á næstu árum." Skúli segir að bændur í Húnaþingi vestra hafi fulla burði til að bregðast við breyttum aðstæðum. Svæðið sé afar hentugt til sauðfjárræktar, nýliðun hafi orðið í bændastétt og jarðir séu almennt vel byggðar. Átak í frárennslismálum sveitanna Engin tilviljun er að ein af nefndum Húna- þings vestra er landbúnaðarnefnd og var Grónasta hérað landsins Á árunum frá 1970 og fram undir 1990 var uppgangstími í atvinnulífinu og byggð- in í Vestur-Húnavatnssýslu efldist. Aftur á móti segir Skúli að hinu sé heldur ekki að neita að ýmsir erfiðleikar hafi gert vart við Skúli Þórdarson sveitarstjóri Húnaþings vestra. rekin sauma- og prjónastofa á Hvamms- tanga sem framleiðir ullarvörur til útflutn- ings og veitir um 15 manns vinnu. Margar myndarlegar byggingar er að finna á Hvammstanga. Myndarleg höfn er á Hvammstanga en verkefni hennar ónóg eins og víðar á landsbyggðinni. Hitaveita og ullariðnaður Annað stórverkefni er rak á fjörur Hvammstanga á árunum 1972 til 1973 var lagning hitaveitu frá Reykjum í Mið- firði. Á þessum árum voru einnig mikil umsvif í ullariðn- aði hér á landi sem Vestur- Húnvetningar nýttu sér til framleiðslu á ullarvörum. Skúli segir að á sama tíma og útgerð og vinnsla sjávarafla hafi skapað fjölda starfa á Hvammstanga hafi byggðarlagið í heild og allir íbúar sýslunnar notið góðs af miklum möguleik- um sem þá voru í ullariðnaðinum og um tíma hafi verið reknar þrjár saumastofur í Vestur-Húnavatnssýslu. Þótt aftur hafi dregist saman í þeirri atvinnugrein er enn sig á undanförnum árum. í þvf sambandi megi nefna hrun innfjarðarrækjustofnsins og að um þessar mundir ríki nokkur óvissa um landbúnaðinn. „Það er ekkert leyndarmál að erfiðleikar steðja að bænd- um og þá einkum sauðfjárbændum. Kjöt- markaðurinn er allur í uppnámi og afurða- verð nær ekki að skapa framleiðendum eðlileg rekstrar- eða lífsskilyrði. Á hinn Skúli að undirbúa sig fyrir fund í nefnd- inni þegar tíðindamann bar að garði. Hann segir nefndina meðal annars fjalla um fráveitumál í dreifbýli og þá einkum skipulagningu á hreinsun rotþróa á sveitabæj- um. Með því eigi að auðvelda mönnum að umgangast þær á réttan hátt og koma í veg fyrir að slys geti orðið vegna rangrar meðferðar á úrgangi. Skúli segir að efnt hafi verið til átaks í þessum málum áður en sveitarfélögin sjö sameinuðust. Nokkur sveitarfélaganna hafi staðið að sameigin- legum magninnkaupum á rotþróm fyrir sveitabæi. Engu að síður sé það kappsmál sveitarstjórnarinnar og landbúnaðar- og Vestur-Húnavatnssýsla er eitt besta sauðfjárrækt- arhérað landsins og grónasta svæði landsins þar sem um 70% flatarmáls eru gróið land ----- 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.