Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Side 23
Hafnfirðingar keppa
um umhverfisverðlaun
Hafnarfjarðarbær hefur tilkynnt um þátttöku sína í samkeppni um evr-
ópsk umhverfisverðlaun en þau verða veitt þeim sveitarfélögum sem
þykja hafa staðið sig hvað best í viðleitni við að koma á sjálfbærri þró-
un. Verðlaunin tengjast átaksverkefni um sjálfbærar borgir og bæi í Evr-
ópu og á rætur í Álaborgarsáttmálanum frá 1994. Þátttakendur fylla út
sérstakt spurningablað og verða verðlaun veitt því sveitarfélagi sem nær
flestum stigum samkvæmt mati á þeim svörum. Þá verða veitt aukaverð-
laun fyrir besta frammistöðu í málaflokknum „sjálfbær meðhöndlun
auðlinda og úrgangs", „fátækt og félagslegt jafnrétti" og „heilsa". Úrslit-
in munu koma í Ijós í júní.
Það var Hulda Steingrímsdóttir, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í
Hafnarfirði, sem sá um undirbúning af hálfu bæjarins. Með umsókninni
þurfti að fylgja ítarleg skýrsla um ástand umhverfismála og áherslur í
umhverfisstarfi sveitarfélagsins. Hafnarfjarðarbær er eina íslenska sveit-
arfélagið sem tekur þátt í samkeppninni. Hafnarfjarðarbær fékk einmitt
nýlega íslensku Staðardagskrárverðlaunin, eins og fram kemur á bls. 15
hér í blaðinu.
HAFNARFJARÐARBÆR séss
Sveitarfélög,
pípulagnmgameon
og verktakar
O.S.N LAGNIR sérhæfa sig í nútíma lagnaefnum fyrir
vatnsveitur, skólplagnir og útrásirfrá skólpdælustöðvum.
Við bjóðum heildarlausnir í veitumálum.
Akatherm
Helden
Tega
Wavin
Widos
Danfoss
PP-PE-fittings fyrir vatns- og skólplagnir 20 til 120omm.
Tengi og flanstengi fyrir allar gerðir lagnaefna 25 til 400omm.
PE-rafsuðumúffur og söðlar 20 til iooomm.
PE-plaströr 20 til 1200mm.
Suðuvélar fyrir plaströr
Lokar, einstefnulokar og loftlokar.
O.S.N LAGNIRehf. hefuráratuga reynslu í lagningu polyetylen lagna,
þar af leiðandi erum við mjög meðvitaðir um að þar sem háar kröfur
um hreinlæti, endingu og gæði eru höfð að leiðarljósi, þarf að vanda
mjög valið á lagnarefni. Það höfum við nú þegar gert með vali á þessum
framleiðendum sem allir eru með ISO 9000 og ISO 9001 gæðavottun
ásamt vottun frá öllum helstu Evrópuríkjum.
O.S.N. LAGNIRr
SMIÐJUVELUR 6 • 230 KEFLAVÍK • SÍMI: 421 8005 • FAX 421 8009 • osnlagnir@simnet.is
----- 23