Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Síða 12
Staðardagskrá 21
Landsbyggðin mun koma vel út
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, fjallaði um markmið Staðardagskrár 21 og
byggðaþróun á landsráðstefnu Staðardagskrár 21 á íslandi, sem haldin var á Kirkjubæjar-
klaustri 14. og 15. mars sl. Hann sagði að endurskilgreina verði lífsgæði og að landsbyggðin
muni koma vel út úr slíkri skilgreiningu.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, í ræðustól á landsráð-
stefnunni á Kirkjubæjarklaustri.
Halldór sagði hugtakið byggða-
stefnu fela í sér hlutverk hins
opinbera við að skipuleggja sam-
félagið og hafa áhrif á þróun þess
til heilla fyrir borgarana. Hugtakið
þróun feli sem slíkt í sér jákvæðni
en spurning væri hvort það eigi
við þegar orðinu byggð hefur ver-
ið skeytt framan við það. „Er
byggðaþróun ekki skammaryrði í
huga margra íslendinga rétt eins
og orðin kvóti, jarðgöng og
menningarhús," spurði bæjarstjór-
inn að vestan og kvaðst bera þetta
saman til þess að komast að þvf
hvort orðið sjálfbær þróun, sem er
grunnur Staðardagskrár 21, og
orðið byggðaþróun eigi það sam-
eiginlegt að vera jákvæð hugtök.
Niðurstaða Halldórs er þrátt fyrir
allt að svo sé.
Sveitarfélögin gegna lykil-
hlutverki
í erindi sínu vék Halldór síðan að þætti sveitarfélaganna og
sagði þau gegna lykilhlutverki í því að stuðla að sjálfbærri þró-
un. „Þar er nærþjónustan og þekkingin á samfélaginu. Hug-
myndafræðin er líka þess eðlis að hún hentar á margan hátt
sem verkefni sveitarfélaga með öðrum verkefnum. Fyrst er
nauðsynlegt að vera með sérstakan starfsmann hjá viðkomandi
sveitarfélagi og nefndir í verkefninu, en hugmyndafræðin mun í
framtíðinni aðlagast það vel starfsemi viðkomandi sveitarfélags
að Staðardagskrá 21 verði hluti af ákvarðanatöku á sem flestum
sviðum. Við erum að tala um aðgerðir sem varða fyrst og fremst
lífsstíl og daglegt líf og því tekur sinn tfma að aðlaga slíka hug-
myndafræði heilu samfélögunum." Halldór benti á að ísending-
ar hafi vanist að hugsa um
endurnýtanlegar auðlindir.
Svo sé um nýtingu auðlindar-
innar í hafinu og þótt deilt sé
um aðferðir og árangur þá sé
hugsunin sjálf engu að sfður
sú að ekki verði gengið um of
á fiskistofnana. Hugtakið um
sjálfbæra þróun væri þó ef til
vill enn fjarlægt mörgum en margir þekki verklag er eigi sér
rætur í því og hafi þekkt til lengri tíma. „Það þekkja margir sem
hér sitja þann hugsunarhátt sem einkenndi ömmur okkar og
afa," sagði Halldór á ráðstefnunni á Kirkjubæjarklaustri og vitn-
aði til þeirrar kynslóðar sem
lagði áherslu á að fara vel með
hlutina.
Ekki bíða eftir reka
Halldór sagði kostinn við Staðar-
dagskrá 21 þann að gerð sé krafa
til þess að menn viti hvert eigi að
fara. Öllu máli skipti í byggða-
pólitfk að bíða ekki eftir því hvort
eitthvað reki á fjörur heldur verði
að horfa fram í tímann. Hann
nefndi stefnumörkun Ferðamála-
samtaka Vestfjarða sem dæmi um
skemmtilega skipulagningu til
framtíðar. Þar sé gert ráð fyrir að
ferðaþjónustan byggi á sérstæðri
en viðkvæmri náttúru þar sem
höfðað er til gæða fremur en
fjölda og menningin eigi að
höfða til ferðamanna. í dag sé
gaman að lesa þessa tólf ára
gömlu stefnumörkun vegna þess
að um skýra framtíðarsýn sé að ræða og einnig sjálfbæra þróun
f ferðaþjónustu.
Fiskimjölsvarmi til húsahitunar
Ef rétt er á málum haldið geta sveitarfélögin nýtt sér hugmynda-
fræði Staðardagskrár 21 til þess að skapa sér það öfluga sérstöðu
að eftir verði tekið að mati Halldórs. Hann sagði að enn væri
verið að henda úrgangi frá sjávarútvegi er nýst gæti f landbúnaði
sem fóður og áburður - nokkuð sem flutt sé inn í dag. Hann benti
á að fleiri þúsundir tonna færu þannig í súginn á hverju ári.
Einnig fari mikil orka óbeisluð frá fiskimjölsverksmiðjum er gefi
frá sér gffurlegan varma sem hægt væri að nýta til upphitunar
húsa utan hitaveitusvæða. En til að koma því af stað þurfi að
sjálfsögðu fjármuni.
„Við erum að tala um aðgerðir sem varða fyrst
og fremst lífsstíl og daglegt líf og því tekur sinn
tíma að aðlaga slíka hugmyndafræði heilu sam-
félögunum."
Sjávarstraumar hreinsa
Halldór lýsti ánægju sinni með
að áform um eflingu umhverf-
isstarfsemi sveitarfélaga sé að
------------------------------ finna í samþykktri byggðaáætl-
un. Hann fór síðan nokkrum
orðum um hana en taldi verst að smiðir hennar teldu kostnað við
hana óverulegan. Síðan sagði Halldór orðrétt: „Sem dæmi um
verkefni sem þarf að vinna en höktir varla af stað eru frárennslis-
mál, sem eru vfða ekki á dagskrá í sveitarfélögum vegna kostnaðar.
12