Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 11
Viðskiptavinir í stað skjólstæðinga
Með stofnun Félagsbústaða í Reykjavík varð mikil breyting á rekstri félagslega húsnæðiskerfis-
ins í borginni. Gerðar eru ákveðnar kröfur til leigjenda um skilvísi og umgengni og litið á þá
sem viðskiptavini í stað skjólstæðinga.
Félagsbústaðir hf. í Reykjavík eru að
99,9% í eigu Reykjavíkurborgar. Á fyrsta
starfsári félagsins voru keyptar 827 félags-
legar leiguíbúðir af Reykjavíkurborg. Fé-
lagsbústaðir áttu 1.412 íbúðir í lok síðast-
liðins árs og áætlað er að félagið kaupi
150 íbúðir á þessu ári. Með stofnun Fé-
lagsbústaða var eignarhald og rekstur fé-
lagslegra íbúða aðgreindur frá borgarkerf-
inu og stefnt að því að haga rekstri félags-
legs leiguhúsnæðis í borginni í líkingu við
það sem tíðkast í sambærilegum rekstri f
Vestur-Evrópu.
Breytt útfærsla á
stuðningi
Með stofnun Félagsbústaða
urðu breytingar á útfærslu á
stuðningi Reykjavíkurborgar
við þá íbúa í félagslega hús-
næðiskerfinu sem þess þurfa.
Stuðningurinn er persónu-
bundinn og framkvæmd hans
er einföld, auðskilin og skil-
virk. Virkt eftirlit er með
breyttum aðstæðum leigjenda
auk þess sem raunverulegur
húsnæðiskostnaður kemur
fram á greiðsluseðli. Stuðn-
ingur er sérstaklega skil-
greindur auk þess sem hann er skattfrjáls
og nýtur sömu réttinda og húsaleigubætur
varðandi bætur frá Tryggingastofnun ríkis-
ins.
Vanskil úr 25% í 6%
Sigurður Friðriksson framkvæmdastjóri
sagði í erindi sínu á ráðstefn-
unni um rekstur félagslegra
leiguíbúða að ýmsar breyting-
ar hafi átt sér stað í rekstri fé-
lagslega íbúðakerfisins með
stofnun Félagsbústaða. Erfitt
hafi jafnan reynst að inn-
heimta húsaleigu í gamla
kerfinu og hafi vanskil á húsa-
leigu verið um 25% 1998.
Með tilkomu Félagsbústaða hafi innheimt-
an verið efld og nú séu vanskil komin nið-
ur í 6%, sem sé þó of mikið. Innheimtu-
aðgerðir hefjast strax í fyrsta vanskilamán-
uði en reynt er að fara samningaleið þegar
fólk lendir í vanskilum og leigjendum er
gefinn kostur á að greiða eldri skuldir á
umsömdum tíma. Sigurður sagði það ef til
vill líta út fyrir að vera harkalegt að hefja
innheimtuaðgerðir svo fljótt sem gert er en
það sé hugsað á þann veg að eftir því sem
vanskil hlaðist upp verði erfiðara fyrir
tekjulágt fólk að losna undan þeim. Því
væri best að taka á málinu strax þegar
vandi er að byrja að hlaðast upp.
Siguröur Friðriksson flytur erindi sitt á ráðstefnunni.
Viðskiptavinir í stað
skjólstæðinga
Sigurður ræddi, ásamt Þórarni Magnús-
syni, forstöðumanni framkvæmdasviðs Fé-
lagsbústaða, um aukna og bætta viðhalds-
þjónustu.
Sigurður sagði að áður fyrr hafi bæjar-
Við lítum svo á að leigjendur okkar séu viðskipta-
vinir en ekki skjólstæðingar. Það þýðir að leigjend-
ur gera meiri kröfur til Félagsbústaða sem leigu-
sala en sveitarfélagsins og það þýðir einnig aukn-
ar kröfur leigusalans til þeirra sjálfra.
húsnæði oft skorið sig úr vegna lélegs við-
halds en Félagsbústaðir hafi lagt kapp á
viðhald húsa og lóða. Bætt viðhaldsþjón-
usta hafi þegar skilað sér í betri umgengni,
færri viðhaldsbeiðnum og lægri kostnaði.
Sigurður sagði að jafnframt viðhaldsátaki
hafi kröfur verið gerðar til leigjenda. „Við
lítum svo á að leigjendur okkar séu við-
skiptavinir en ekki skjólstæðingar. Það
þýðir að leigjendur gera meiri kröfur til
Félagsbústaða sem leigusala en sveitarfé-
lagsins og það þýðir einnig auknar kröfur
leigusalans til þeirra sjálfra." Sigurður
sagði að þegar upp komi vandamál af því
tagi fái viðkomandi fbúar tvær viðvaranir
áður en þeim sé gert að rýma húsnæðið.
„Þeir fá tvö gul spjöld og ef það
dugar ekki til fá þeir það rauða
og verða þá að flytja úr hús-
næðinu." Sigurður sagði ekki
mikið um að svo alvarleg mál
komi upp en þó hafi þurft að
vísa um tíu leigjendum á ári úr
húsnæði vegna umgengniserfið-
leika. í máli Þórarins Magnús-
sonar kom fram að ástand
þeirra 827 íbúða, sem Félags-
bústaðir tóku við á árinu 1997,
hafi verið mjög misjafnt. í
mörgum tilvikum hafi verið um
takmarkað eða lítið viðhald að
ræða í langan tíma. Þegar hafi
verið hafist handa um úrbætur
utan húss sem innan og í mörgum tilvik-
um hafi verið skipt um innréttingar vegna
þess að það hafi reynst kostnaðarminna
en að gera eldri innréttingar upp. Hann
sagði einnig að brunavörnum hafi víða
verið áfátt og þegar sé búið að verja um
100 milljónum króna til þess að bæta
brunavarnir f húsnæði Félagsbústaða.
Ellert Eiríksson, fyrrum bæj-
arstjóri í Reykjanesbæ og for-
maður Fasteignafélags Reykja-
nesbæjar, og Gísli Jón Hjalta-
son, framkvæmdastjóri Fast-
eignafélags ísafjarðarbæjar,
sögðu frá stofnun, sögu og
________ rekstri nýrra fasteignafélaga í
heimabyggðum sínum en á
báðum svæðunum hefur verið
horft til Félagsbústaða í Reykjavík sem
fyrirmyndar.
11