Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Side 8
EES-samningurinn og sveitarfélögin Aukin áhrif nauðsynleg Starfshópur, sem fjallaði um stöðu sveitarstjórnarstigsins gagnvart EES-samningnum, leggur áherslu á aukin áhrif þess á þau mál sem snerta sveitarfélögin. Út er komin skýrsla starfshóps á vegum ut- anríkisráðuneytisins er nefnist EES og hags- munir íslenskra sveitarfélaga - staða - horfur - tillögur. Aðild að starfshópnum áttu, auk utanríkisráðuneytisins, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, menntamálaráðuneytið, umhverfisráðuneyt- ið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Árni Magnússon, fyrrverandi varaformaður Sam- bands fslenskra sveitarfélaga og þáverandi formaður EES-nefndar sambandsins, Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins og Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, voru fulltrúar sambandsins í starfshópnum. Eftir að Árni Magnússon tók við starfi fé- lagsmálaráðherra tók Árni Þór Sigurðsson við formennsku í EES-nefndinni og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, kom inn í starfshópinn í stað Árna Magnússonar. Formaður starfshópsins var Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Sveitar- stjórnarmál ræddu við Árna Þór Sigurðsson um skýrsluna, tilurð hennar og efni. EES-samningurinn tíu ára Árni Þór segir aðdragandann að skýrslunni þann að nú séu tíu ár liðin frá því EES-samningurinn öðlaðist gildi. Við gerð hans hafi ekki verið gert ráð fyrir neinni aðkomu sveitarfélaganna að mál- efnum sem falla undir samninginn og því hafi sveitarstjórnarstigið ekki haft nein tök á að hafa áhrif á hvernig unnið er eftir honum. Hins vegar hafi komið á daginn að samningurinn hefur með ýmsum hætti áhrif á starfsemi sveitarfélaganna auk þess sem vægi sveitarstjórnarstigsins hafi aukist mikið innan Evrópusam- bandsins, ekki síst með tilkomu héraðanefndar ESB. Því hafi verið ráðist í gerð þessarar skýrslu með hliðsjón af þessum tímamótum og þeirri reynslu sem fengin er af framkvæmd EES-samningsins hér á landi. Staöa sveitarfélaganna gagnvart EES „Hlutverk okkar í starfshópnum fólst fyrst og fremst í því að fjalla um stöðu sveitarfélaganna gagnvart EES-samningnum. Markmiðið með skýrslunni var fyrst og fremst að gera tillögur um hvernig samráði ríkisins og sveitarfélaganna skuli háttað svo þau geti á sem bestan hátt gætt hagsmuna sinna að því er EES-samninginn varðar og hver aðkoma sveitarstjórnarstigsins eigi að vera að þeim málum sem snerta það." Árni Þór segir þetta hlutverk starfshópsins felast nokkuð í heiti skýrslunnar EES og hagsmunir íslenskra sveitarfélaga - staða - horfur - tillögur. Okk- ur var ætlað að meta núverandi stöðu, horfa til framtíðar og vinna tillögur um hvernig sveitarstjórnarstigið geti tryggt hags- muni sína. Til þess var nauðsynlegt að taka saman heildstætt yfirlit um EES-samninginn og sveitarfélögin auk lýsingar á stöðu sveit- arstjórnarstigsins innan Evrópusambandsins annars vegar og stöðu íslenskra sveitarfé- laga gagnvart EES-samningnum hins vegar. Þá þurfti einnig að taka saman yfirlit um hvernig hagsmunagæslu fyrir íslensk sveit- arfélög hefur verið háttað hingað til þegar ákvæði EES-samningsins eru annars vegar. Ekki fjallað um ESB-aöild Starf starfshópsins hefur eingöngu snúið að stöðu sveitarfélaganna gagnvart EES-samningnum og þeim skuld- bindingum sem ísland er aðili að gagnvart Evrópusambandinu með honum en ekki að hugsanlegri aðild Islands að ESB á ein- hverjum tímapunkti. „Ég tel rétt að árétta það til þess að fyrir- byggja allan misskilning að starfshópurinn fjallaði eingöngu um stöðu sveitarfélaganna gagnvart EES-samningnum en ekki hver staða þeirra kynni að verða gerðist ísland aðili að Evrópusam- bandinu. Skiptar skoðanir eru um aðild Islands að ESB eins og menn þekkja og sveitarstjórnarmenn skiptast í hópa og taka ef- laust afstöðu í því máli að verulegu leyti út frá sjónarmiðum inn- an þeirra stjórnmálaflokka sem þeir starfa fyrir. Við vorum ekki að fjalla um skoðanir fólks og skýrslan fjallar því að engu leyti um hugsanlega aðild íslands að ESB né hvernig málum sveitarfélaga yrði háttað ef slík aðild yrði á dagskrá. Hins vegar er gerður sam- anburður á stöðu sveitarfélaga gagnvart ESB í aðildarríkjum þess og síðan stöðu sveitarfélaganna hér á landi gagnvart EES-samn- ingnum sem við erum aðilar að." Álitsgjöf og umsagnarréttur eðlileg Árni Þór segir starfsmenn utanríkisráðuneytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hafa unnið að umfangsmikilli öflun upplýs- inga vegna starfs starfshópsins. „Það er eðlilegt að stofnun á borð við Samband íslenskra sveitarfélaga eigi aðkomu að og geti látið í Ijós álit á eða hafi umsagnarrétt um mál sem tengjast Evrópska efnahags- svæðinu og varða sveitar- stjórnarstigið og sveitarfélögin í landinu miklu þótt með óbeinum hætti sé. Við ræddum því ýtarlega um á hvern hátt unnt væri að Árni Þór Sigurðsson, formaour EES-nefndar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Við leggjum til að skipaður verði starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins með aðild þeirra ráðuneyta sem unnu að skýrslunni og Sambands íslenskra sveitarfélaga." <g> 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.