Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 5
Forystugrein Verkfall grunnskólakennara Þegar þetta er skrifað hefur verkfall grunn- skólakennara staðið í rúmar fimm vikur. Sveitarstjórnarmenn í landinu hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu enda er hún í raun óþolandi fyrir nemendur, heimili og þjóðfé- lagið f heild sinni. Eins og aðrir starfsmenn sveitarfélaga vinna grunnskólakennarar arðbær störf en arður af störfum þeirra glat- ast þann tíma sem verkfall stendur. Þjóðar- heildin og sveitarfélögin tapa á verkfallinu en mestur er skaði nemendanna. Launanefnd sveitarfélaga fer með samn- ingsumboð fyrir öll sveitarfélög í landinu. Það er sú skipan sem sveitarstjórnarmenn hafa komið sér saman um og forystumenn KÍ lögðu áherslu á við yfirfærslu grunn- skólaverkefna frá ríki til sveitarfélaga á ár- inu 1996. Launanefnd sveitarfélaga var kosin á landsþingi sambandsins árið 2002 en þar áttu seturétt fulltrúar allra sveitarfé- laga. í aðdraganda kjarasamningaviðræðna við KÍ og í þeim viðræðum sem síðan hafa staðið hefur samninganefnd LN haft náið samráð við sveitarstjórnarmenn með funda- haldi víða um land og gagnkvæmri upplýs- ingamiðlun. Það er rangt að sveitarstjórnar- menn séu að skýla sér á bak við launa- nefndina og samninganefnd hennar. Hún nýtur óskoraðs trausts þeirra eins og ítrekað hefur komið fram á fundum nefndarinnar með sveitarstjórnarmönnum og á fundum stjórnar sambandsins. Kjarasamningar við kennara eru að því leyti öðruvísi en kjarasamningar sveitarfé- laga við aðrar starfsstéttir að þar er kennsla og önnur störf niðurnjörfuð í mínútur og klukkustundir svo og verkstjórnarréttur skólastjóra yfir vinnu kennara. f síðasta samningi voru stigin skref í framþróun hvað það varðar en í yfirstandandi kjaraviðræð- um hefur forysta KÍ lagt mikla áherslu á að gerðar verði breytingar til fortíðarfyrir- komulags. Þar af leiðir, að mati sveitar- stjórnarmanna, að skólastarfinu verður áfram að stórum hluta stýrt eftir kjarasamn- ingi í stað stjórnanda á vinnustað, sem heftir eðlilega framþróun grunnskólans. í drögum að innanhússtillögu ríkissátta- semjara í síðustu viku var gert ráð fyrir minni kennsluskyldu og mikilli hækkun kennaralauna. Þrátt fyrir afturhvarf í vinnu- tímaskilgreiningu og mikla launahækkun var samninganefnd LN tilbúin til að láta þá niðurstöðu yfir sig ganga til að unnt væri að aflýsa verkfallinu. Með því hefur samn- inganefnd LN teygt sig á ystu nöf til að mæta kröfum Kl og í raun mun lengra en ýmsir sveitarstjórnarmenn hafa talið raun- hæft með tilliti til möguleika á þróun skólastarfs í framtíðinni, kostnaðarhækk- ana, væntanlegra samninga við aðrar starfs- stéttir og þeirra samninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Höfnun forystu KÍ á þeirri niðurstöðu voru mikil vonbrigði. Forysta KÍ telur að sveitarfélögin geti fengið launahækkanir til kennara greiddar úr ríkissjóði og þá væntanlega einnig í framtíðinni launahækkanir þeirra rúmlega 13.000 annarra starfsmanna sem sveitarfé- lögin hafa í þjónustu sinni. Á árinu 1996 var gerður samningur um auknar tekjur til sveitarfélaga til að mæta þeim verkefnum sem þau yfirtóku. Fjárhagsstaða sveitarfé- laganna og fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga eru sífellttil umfjöllunar og rangt að tengja þá umræðu gerð kjara- samnings við eina starfsstétt. Árið 2001 var einnig gert samkomulag um hækkun á tekjustofnunum sveitarfélaga, sem árlega nemur um 5,2 milljörðum króna á núver- andi verðlagi. Auk þess komu á árunum 1999-2003 tímabundin framlög í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga sem samtals nema 2,8 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Þeir fjármunir komu grunnskólastarfinu að sjálfsögðu til góða eins og öðrum verkefn- um sveitarfélaga. Yfirtaka og ábyrgð sveitarfélaganna á öllum grunnskólanum á árinu 1996 hefur leitt til mikilla framfara og bættrar þjón- ustu. Fyrir hverja þrjá nemendur sem fjölg- að hefur í skólunum frá 1998 hefur starfs- mönnum fjölgað um tvo. Kennarar áttu líka í verkfallsátökum við ríkið sem viðsemj- anda á árinu 1995 og þá stóð verkfall í tæpar sex vikur. Launakjör kennara voru tvívegis stórbætt eftir að þeir urðu starfs- menn sveitarfélaganna og verulega umfram aðrar starfsstéttir þeirra. Flestir eru væntan- lega sammála um nauðsyn þess að taka kjarasamningaferli grunnskólakennara og LN til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að takmarka líkur á verkföll- um í framtíðinni. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Auglýsingar: Samband íslenskra sveitarfélaga P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Borgartúni 30, 5. hæð • 105 Reykjavík • Sími: 515 4900 Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is samband@samband.is • www.samband.is Umbrot og prentun: Ritstjórar: Ásprent Stíll hf. • Glerárgötu 28 • 600 Akureyri Magnús Karel Hannesson (ábm.) ■ magnus@samband.is Sími 4 600 700 • asprent@asprent.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Dreifing: Ritstjórn: íslandspóstur Fremri kynningarþjónusta ■ Furuvöllum 13 • 600 Akureyri Forsíðan: Súlur eru eitt þekktasta kennileiti Eyjafjarðar og „uppáhaldsfjall" margra Akureyringa en í blaðinu nú er einmitt fjallao sérstaklega um Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Akureyrarkaupstað. - Ljósm.: Þorgeir Baldursson. Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári Áskriftarsíminn er 461 3666 8. tbl. var prcntab 2. nóvember 2004 <é> 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.