Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 31
Haraldur Benediktsson flytur erindi sitt á ráðstefnunni í Giym. Haraldur ræddi einnig um lög sem sett hafa verið að frum- kvæði bænda til tryggingar sjálfbærni ýmissa auðlinda og nefndi hann lax- og silungsveiði sérstaklega sem dæmi. „Það var gæfu- spor að setja lög um veiðifélög og afhenda þannig samfélögum bænda og jarðeigendum forræði yfir laxveiðunum. Það hefur vafalaust orðið til þess að styrkja sjálfbærni þeirra og árangurinn af þessu er sá að veiðiár eru víðast hvar í framför. í nýútkominni skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands vann fyrir Lands- samband veiðifélaga, kemur í Ijós að bein, óbein og afleidd áhrif af stangveiði erlendra og innlendra veiðimanna eru áætluð 7,8 til 9,1 milljarður króna." Grisjun skóga er framtíðarverkefni Haraldur nefndi nokkur dæmi um starf að umhverfismálum, þar á meðal samstarf Bændasamtakanna við Úrvinnslusjóð um söfnun og meðferð á heyplasti. Hann benti á að Búnaðarþing hafi ályktað um eyðingu á lífrænum úrgangi, til dæmis í tengsium við loðdýraræktina. Hann nefndi skógræktina sérstaklega sem eitt átaksverkefna bænda og stjórnvalda og sagði að nú væri búið að planta skógi í þúsundir hektara lands. „Á síðasta aðalfundi land- samtaka skógarbænda urðu miklar umræður um grisjun skóga og nýtingu þess efnis sem þar fellur til. Verkefni landbúnaðarins eru að breytast og eitt stærsta mál framtíðarinnar er að grisja þá skóga sem búið er að planta," sagði Haraldur. Engin þjóð sjálfbær án lifandi landsbyggðar Haraldur gerði útflutning á lambakjöti einnig að umtalsefni. Hann sagði að markaðsstefnan miðaðist við að selja aðeins „organic" eða umhverfisvænar vörur, sem sé markaðsstefna Whole Foods-verslananna, sem Áform er í samskiptum við, en ekki opinber stefna bændasamtakanna. Hann sagði frá ferð sinni vestur um haf nýverið þar sem hann kvaðst hafa fengið að kynn- ast viðhorfum viðskiptavina Whole Foods-verslananna, sem ann- ast sölu lambakjötsins. Glöggt hafi komið fram að þeir vilji geta treyst því að varan sé framleidd f sátt við meðferð á dýrum og náttúru. Haraldur lauk máli sínum með því að leggja áherslu á að hlut- verk landbúnaðarins væri öðrum þræði að tryggja byggð í land- inu. Engin þjóð væri sjálfbær án lifandi landsbyggðar og áð eyð- ing byggða fæli í sér sóun, ekki aðeins á fasteignum heldur einnig á huglægum verðmætum - verðmætum sem byggð væru á reynslu kynsóðanna í umgengni við landið. Við hjá De.is ehf höfum réttu vef- lausnina fyrir þig. De.is ehf, húsi verslunarinnar Kringlunni 7, 103 Reykjavík og Munkaþverárstræti 21, 600 Akureyri Sími: 586 8600, netf: de@de.is 0 TOLVUMIÐLUN SFS www.tm.is 31

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.