Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 15
Austurstræti í Reykjavík. Eðli málsins samkvæmt verður minnst um kosningar vegna sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ásahreppur ekki með Umtalsverð sameining sveitarfélaga varð í Rangárvallasýslu með myndun Rangárþings ytra og Rangárþings eystra en sameining allrar Rangárvallasýslu í eitt sveitarfélag var felld með miklum meirihluta atkvæða á sínum tíma. Einnig felldu íbúar Ásahrepps, sem telur liðlega 144 íbúa, sameiningartillögu tvívegis með mikl- um meirihluta. Sameiningarnefndin leggur ekki til að neinar sam- einingarkosningar fari fram á þessu svæði nú og því stendur Ása- hreppur utan sameiningarmöguleika á komandi vori. Sameiningarnefndin leggur aftur á móti til að kosið verði um sameiningu Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps ÍVestur Skaftafells- sýslu 23. apríl nk. en samanlagður íbúafjöldi þeirra er um 1.000 manns. Meðaltalið úr 2.800 í 7.500 Verði þessar breytingar að veruleika mun meðaltalsfjöldi íbúa sveitarfélaga verða um 7.500 í stað um 2.800 og sveitarfélögum með færri en eitt þúsund íbúa mun fækka úr 71 í 13. íbúar 80 sveitarfélaga munu, samkvæmt þessum tillögum, ganga að kjör- borðinu þann 23. apríl nk. og greiða atkvæði um hvort þeir vilja að það sveitarfélag, sem þeir búa í, verði hluti af stærra sveitar- félagi. J HUSAFRIÐUNARNEFND RÍKISINS auglýsir eftir umsóknum til Húsa- friðunarsjóðs, vegna endurbóta á friðuðum eða varðveisluverðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostn- aðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerð- ar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. Ennfremur eru veittir styrkir til húsakannana, byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. des- ember 2004 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða þóstlögð til þeirra sem þess óska. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á heimasíðu Húsafriðunarnefndar, www.husafridun.is Frekari upplýsingar eru veittar í síma 570 1300 milli kl. 10:30 og 12:00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins Góð ávöxtun veaur SLENSK VERÐBRÉF -eignastýring er okkar fag! Strandgötu 3 - 600 Akureyri - Sími 460 4700 - Fax 460 4717 - www.iv. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.