Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 16
Viðtal mánaðarins Ég myndi vilja sjá eitt Árnesþing Baldur Kristjánsson kveðst gjarnan vilja sjá alla Árnessýslu sem eitt sveitarfélag. Svæðið virki nú þegar sem ein heild. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þor- lákshöfn, situr í bæjarstjórn sveitarfé- lagsins Ölfuss. Baldur hefur aflað sér fjölþættrar reynslu á lífsleiðinni. Hann hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum og lagt stund á blaðamennsku og kennslu auk þess að sinna prestsþjón- ustu um langt skeið. Nokkuð venjulegt er orðið að prestar gefi kost á sér til starfa í sveitarstjórnum og því lék Sveit- arstjórnarmálum forvitni á að heyra af reynslu Baldurs íþeim efnum. Þjóðfélags- og siðfræðingur Baldur á ættir til höfuðborgarinnar. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1949, sonur Kristjáns Benediktssonar, fyrrum borgarfulltrúa, og Svanlaugar Ermen- reksdóttur kennara. Hann leitaði víða fanga í námi og hefur gráðu í þjóðfé- lagsfræði frá Háskóla íslands auk guð- fræðinnar og einnig masterspróf í sið- fræði frá Harvard University í Bandaríkj- unum. Nú um stundir gegnir hann stöðu sóknarprests í neðanverðu Ölfusi með búsetu í Þorlákshöfn og situr í sveitarstjórn Ölfuss. Þá er hann varaforseti ECRI sem er 45 manna sérfræðinganefnd á vegum Evrópuráðsins og rannsakar mis- rétti í Evrópu sem stafar af mismunandi uppruna fólks, litarhætti, trúarbrögðum og þess háttar hlutum. Eiginkona hans er Svafa Sigurðardóttir dýralæknir. Ingunn í Akurnesi Þegar Baldur er inntur eftir hvað einkum hafi orðið til þess að hann hóf þátttöku í sveitarstjórnarstarf- inu kveðst hann á sínum tíma hafa skrifað B.A.-ritgerð í Þjóð- félagsfræði um Borgarskipulag. „Ég vann þá hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, eða Þróunar- stofnun Reykjavíkurborgar eins og það hét þá, og var næstum því kominn í fram- haldsnám í skipulagsfræðum, þótt ekki hafi úr því orðið. Tuttugu árum síðar var Baldur Kristjánsson, prestur og sveitarstjórnarmaður í Ölfusi. ég beðinn um að taka sæti í skólanefnd á Hornafirði þar sem ég starfaði sem sókn- arprestur. Þá stóð yfir sameiningarferli, m.a. sameining skóla, og var þetta skemmtileg vinna. Formaður skólanefnd- arinnar var Ingunn Jónsdóttir í Akurnesi og það var ekki síst sú góða reynsla, sem ég fékk úr nefndarstarfinu sem síðan varð til þess að ég tók því vel þegar ég var beðinn að leiða lista framsóknarmanna í Ölfusi." „Of mikil flokkshugsun og of mikil reitahugsun hamlar framþróuninni. Leitin að þeim hæfasta og besta á alltaf að vera í fyrirrúmi." umfangsmeiri, víðfeðmari og e.t.v. tíma- frekari en þig renndi grun í? „Starfið hefur lagst ágætlega í mig, enda hefur valist í bæjarstjórn í Ölfusi prýðis- fólk," segir Baldur en kveðst þó reyndar ekki vilja fullyrða neitt um sjálfan sig, annarra sé að dæma um það. „Sveitar- stjórnarmálin eru tímafrek og stöðugt víðfeðmari með auknum verkefnum sveitarfélaganna, en sveigjanleiki aðal- starfs míns gerir mér mögulegt að sinna þessu. Maður þarf eiginlega að vera sjálfs sín herra eða hafa fjarlægan herra til þess að geta sinnt þessu vel, það er ákveðið umhugsunarefni." Of mikil flokkshugsun Staða sveitarfélaganna er Baldri hugleik- in eins og mörgum sveitarstjórnarmönn- um um þessar mundir. Hann segir ótækt að sveitarfélögin taki að sér stöðugt meiri verkefni án þess að hafa sveigjan- legri tekjustofna. Það leiði til þess að þau lendi í kjánalegri og erfiðri patt- stöðu eins og núna í kennaraverkfallinu. Aðspurður um sveitarstjórnarstigið segir hann að auðvitað þurfi að efla það. Sam- eiginleg verkefni eigi að vera meira og minna í höndum sveitarstjórna. Verkefni eiga ekki að fara lengra frá fólki en nauð- synlegt sé, en Baldur segir að fleiru þurfi að breyta. „Tök flokkanna í hugarheimi fólks verða að minnka. í stærri sveitafélög- um er fólk líka allt of mikið bundið af því hvaðan hver kemur. Of mikil flokkshugsun og of mikil reitahugsun hamlar framþróuninni. Leitin að þeim hæfasta og besta á alltaf að vera í fyrirrúmi." Að hafa fjarlægan herra Hefur eitthvað komið þér á óvart á óvart á þessum vettvangi, eru sveitarstjórnarmálin ________ Eitt Árnesþing Sameiningarmálin ber á góma og hvernig nýlega framkomnar hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga, einkum sameining byggðanna beggja vegna Ölfussár í eitt stórt Suðurlandssveitarfélag, <%> 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.