Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 8
Sameining sveitarfélaga Mikilvægt að íbúar taki þátt í sameiningarumræðunni Aðalatriðið er að sveitarstjórnarmenn vinni sameiginlega að uppbyggingarstarfi. í erindi sem Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra flutti á Fjórð- ungsþingi Vestfirðinga kemur fram að menn hljóti að velta því fyrir sér sé hvort núverandi sveit- arfélagaskipan standi í vegi fyrir framþróun. Sjálfsagt greini menn á um hvort svo sé og hvort núver- andi fyrirkomulag sé viðunandi til framtíðar. Aðalatriðið sé þó að sveitarstjórnarmenn vinni sameig- inlega að uppbyggingarstarfi á komandi árum, gleymi hrepparíg og séu opnir fyrir breytingum í framfaraátt. Árni sagði að á kom- andi mánuðum muni eiga sér stað áhugaverð umræða um þessi mál og mikilvægt að sveitarstjórn- armenn hafi kjark og dug til þess að virkja íbúa til þess að taka virkan þátt í þeirri umræðu. Hann kvað von sína þá að umræðan yrði málefnaleg og að markmið um eflingu sveitarstjórnarstigsins náist til frambúðar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Auknar tekjur til greiðslu skulda Árni kvaðst í starfi sínu leggja mikla áherslu á að eiga góð sam- skipti við sveitarfélögin og að í sameiningu verði að horfa heild- stætt á ástandið í þjóðarbúskapn- um á næstu árum, í stað þess að karpa úr hófi um einstök ágrein- ingsefni. „Til þess að koma í veg fyrir þenslu á þessu hagvaxtar- skeiði er mikilvægt að sveitarfé- lögin nýti auknar tekjur til að greiða niður skuldir eins og svigrúm leyfir, fremur en að ráðast í miklar fjárfestingar. Fjárfest- ingaþörf sveitarfélaga ætti eðlilega að fara minnkandi enda hafa nú flest sveitarfélög lokið átaki til einsetningar grunnskólans. Bæði sveitarfélög og ríkisvaldið verða að temja sér aðhaldssemi í áætlanagerð og ráðdeild í fjármálum. Að mati ráðuneytis- ins og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er ástæða til að benda sveit- arfélögum á að bæta vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlana. Ráðuneytið hefur í hyggju að senda leiðbeiningar til allra sveitarfélaga á næstunni í þeirri von að það muni verða til þess að sveitarfélög fylgi betur fjárhagsramma sínum á kom- andi árum," sagði Árni m.a. í erindi sínu. Kostnaðarmatsverkefnið framlengt Árni kvaðst telja vilja fyrir hendi, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaganna, til þess að efla samstarf þessara að- ila og nefndi að fyrir tveimur árum hafi náðst samkomulag um tilraunaverkefni er gengur út á að stjórnarfrumvörp og reglugerðir, sem einvörðungu eða að veru- legu leyti hafa bein áhrif á sveit- arfélögin, verði kostnaðarmetin með tilliti til heildaráhrifa á fjár- hag sveitarfélaga. „Verkefninu var upphaflega ætlað að standa yfir frá 1. janúar 2003 til 30. júní 2004 en það hefur nú verið fram- lengt um tvö ár. Auk félagsmála- ráðuneytis og umhverfisráðuneyt- is er menntamálaráðuneytið nú orðið þátttakandi í verkefninu og er kostnaðarmat unnið í samræmi við reglur sem unnar hafa verið af starfshópi sem skipaður var fulltrúum sveitarfélaga og ríkisins. Ég tel að hér sé um að ræða mik- ilvægt skref til að auka skilning á málefnum sveitarfélaganna innan ríkiskerfisins en ákvörðun um fyr- irkomulag til framtíðar verður tekin að loknum reynslutíman- um." Hlutdeild Jöfnunarsjóðs 1 50 milljónum hærri Árni sagði Ijóst að skatttekjur hins opinbera væru að aukast, einkum vegna mikilla framkvæmda á Austurlandi. Af þeim sökum megi vænta þess að hagur sveitarfélag- anna vænkist einnig frá því sem verið hef- ur. Þetta sést meðal annars á því að hlut- deild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga f inn- heimtum skatttekjum ríkissjóðs á síðasta ári hafi verið um 150 milljón krónum hærri en gert var ráð fyrir f fjárlögum og muni þeir fjármunir væntanlega skila sér í auknum framlögum til sveitarfélaganna á yfirstandandi ári. 8 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.