Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 23
Ætlum að gera gott betra Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi segir að skapast hafi mikill áhugi á Akureyri fyrir því að efla miðbæinn. Þessi stemmning hafi greinilega komið fram á íbúaþingi á dögunum. Fjórtán fyrirtæki hafa myndað áhugahóp um uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri. Hópurinn vinnur nú að stefnumörkun og alþjóðlegri hugmyndasamkeppni, sem miðar að því að koma Akureyri í öndvegi sem höfuðstað Norðurlands. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi bæj- arins í áhugahópnum, segir að sérstök áhersla verði lögð á að tengja saman skipulag og atvinnumál. Markmiðið með því sé að móta styrka framtíðarsýn um miðbæinn sem stutt geti við atvinnulíf og mannlíf f bæjarfélaginu. í upphafi hjá Ragga Upphafsmaður þessa verkefnis er Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og mikill áhugamaður um uppbyggingu Akureyrar. Sigrún segir að hann hafi fyrst kynnt hug- myndir sínar um þetta efni á aðalfundi Sparisjóðs Norðlendinga á síðasta ári. Síð- an hafi hann heimsótt forsvarsmenn og aðalfundi fleiri fyrirtækja í bænum þar sem þær hafi hvarvetna hlotið góðar við- tökur. Þetta sé því mjög samsprottið verk- efni margra aðila í bæjarfélaginu. Á sama tíma hafi meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri verið að fara af stað með undir- búning að íbúaþingi og bæjaryfirvöld því strax tekið hugmyndunum fagnandi. „Ég hef sjálf haft mikinn áhuga á þessu máli og einnig kollegar mínir í bæjarstjórninni. Við töldum því sjálfsagt og einnig nauð- synlegt að hvetja þessa grasrótarhreyfingu til að vinna að málinu og virkja sem flesta í því efni." Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi. Sigrún segir að starfsmenn bæjarins, m.a. starfsmenn skipulagsdeildar, hafi tek- ið virkan þátt í verkefninu og margir starfsmenn komið að undirbúningi opna þingsins. „Vegna forsögu málsins og þró- unar hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að því og ég veit að það á ekki síst sinn þátt í því hve vel þessi dagur heppn- aðist." Umræðan deyr ekki út „Þetta hefur verið unnið á mjög skömm- um tíma," segir Sigrún þegar hraði verks- ins berst í tal. „Undirbúningurinn hefur aðeins staðið yfir í um hálft ár sem telst mjög skammur tími fyrir meðgöngu verk- efnis af þessum toga. Nú eru um átta mánuðir til stefnu þangað til arkitektasam- keppnin, sem efnt hefur verið til, mun skila sér í tillögum um miðbæjarskipulag og uppbyggingu þannig að allt undirbún- ingsstarfið mun fara fram á innan við einu ári. Það þýðir að umræðan nær ekki að deyja út eins og hætta væri á ef þetta tæki lengri tíma." Sigrún segir að þótt ekki sé búið að gera sér fulla grein fyrir þeim kostnaði sem hugsanlega mun hljótast af þessu þá sé hægt að hrinda fjölmörgum atriðum og góðum hugmyndum í framkvæmd án þess að leggja mikla fjármuni fram. Yfir 9% á íbúaþingi Miðbæjarverkefnið „Akureyri í öndvegi" var kynnt á opnu íbúaþingi á Akureyri 18. september sl. Sigrún segir að Akureyr- ingar hafi brugðist vel við og metþátttaka orðið, en um 1.450 manns eða rúm 9% bæjarbúa mættu til leiks og ekki skorti að fólk kæmi sjónarmiðum sínum á framfæri. „Við hefðum aldrei náð þessum árangri og almennri virkni fólksins með hefðbundn- um fundarhöldum," segir Sigrún. ,,Þarna mátti sjá ólíklegasta fólk starfa saman í vinnuhópum, skoða hugmyndir og velta málunum fyrir sér á ýmsa kanta." Sigrún segir eftirtektarvert og einnig ánægjulegt hvað fólk hafi verið óhrætt við að láta skoðanir sínar í Ijósi og alls hafi Ertu að tala um ío eða 1 . - 100.000 áheyrendur? | 1 \ : Hvort sem er þá eigum við 1. (■í' f , hljóðkerfi handa þér! lÉk. ii ■ HLJÓÐKERFALEIGA // 552 8083 $F$ TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.