Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 29
Fréttir Hagnaður af rekstri Raufarhafnarhrepps Um 300 þúsund króna hagnaður varð af rekstri sveitarsjóðs Raufarhafnarhrepps á árinu 2003. Sveit- arfélagið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum en sársaukafullar sparnaðaraðgerðir, sem gripið var til hafa skilað tilætluðum árangri. Ekki var efnt til fjárfestinga eða fram- kvæmda á árinu og viðhald á eignum sveitarfélagsins var í lágmarki. Þá tóku sveitarfélög í Þingeyjarsýslum að sér að annast greiðslur Raufarhafnarhrepps til Héraðsnefndar síðari hluta ársins og létti það bagga af rekstrinum ásamt því að vera ómetanlegur móralskur stuðningur á erfið- um tímum. Guðrún Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri segir að þrátt fyrir þennan ár- angur þurfi forysta Raufarhafnarhrepps Akureyri Rannsókna- og tekið í notkun Rannsókna- og nýsköpunarhús við Há- skólann á Akureyri var formlega opnað við hátíðlega athöfn föstudaginn 22. októ- ber sl. að viðstöddu margmenni. 19 stofnanir eru með aðsetur í húsinu, sem hlotið hefur nafnið Borgir. Þar má m.a. nefna Auðlindadeild HA, Akureyrar- setur Náttúrufræðistofnunar, Upplýsinga- tæknideild HA, Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, aðalskrifstofur HA, Jafnréttisstofu, Impru nýsköpunarmiðstöð, Veðurstofu Is- enn um sinn að gæta ýtrasta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins. Svo geti farið að framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði nokkuð lægri í ár, en vonandi verði þó hægt að leysa málin á annan hátt. Erfitt sé að sjá fyrir sér meiri niðurskurð en þeg- ar hafi orðið. Gleðilegt sé þó að geta sagt frá því að afgangur hafi orðið af rekstri sveitarsjóðs á síðasta ári þó litlu hafi mátt muna. „Baráttunni fyrir betri fjárhag er engan veginn lokið en nú eygjum við nýsköpunarhús lands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Fasteignir ríkissjóðs leigja húsnæðið af Landsafli hf. sem er eigandi húsnæðisins en húsið er byggt í einkaframkvæmd. Landsafl leiddi hóp bjóðenda, sem varð hlutskarpastur fjögurra tilboðshópa f út- boði Ríkiskaupa í ársbyrjun 2003 um að leggja til rannsókna- og nýsköpunarhús og reka í 25 ár. Auk Landsafls samanstóð hópur þeirra af íslenskum aðalverktökum hf. og ISS ísland ehf. sterkari von og erum þess fullviss að inn- an tíðar eigi það einnig við um fjárhaginn þegar við segjum: Bjart er yfir Raufar- höfn," sagði Guðný Hrund. Fjölbýlishúsið við Kelduskóga á Egilsstöðum er hin reisulegasta bygging, sem sjá má, og markar ákveðin þáttaskil í byggingasögu Austurlands. Fyrsta eigin- lega háhýsið á Austurlandi Um miðjan október sl. voru fyrstu íbúðirn- ar í sjö hæða fjölbýlishúsi á Egilsstöðum afhentar eigendum sínum. Afhending íbúðanna markar ákveðin tímamót í bygg- ingasögu Austurlands því um er að ræða fyrsta eiginlega háhýsið á Austurlandi og um leið mesta fjölda íbúða sem komið hefur inn á fasteignamarkaðinn á Austur- landi í einu. Fjölbýlishúsið er við Kelduskóga 1-3 á Egilsstöðum og er það sjö hæða með þrjár íbúðir á hverri hæð. íbúðirnar eru af tveimur stærðum; 78,3 fermetrar og 100,8 fermetrar, en auk þess eru sérgeymslur fyr- ir hverja íbúð í kjallara hússins og sameig- inlegar geymslur. Húsið er byggt úr for- steyptum einingum, sem framleiddar eru í einingaverksmiðju Malarvinnslunnar á Eg- ilsstöðum. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 2. maí í fyrra. SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.