Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2004, Blaðsíða 34
Landshlutasamtökin Samtök sveitarfélaga á Austurlandi Framtíð flugvallar og öflug ferðaþjónusta Á sama tíma og mikilli uppbyggingu á Austurlandi er fagnað hvatti aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) til enn frekari uppbyggingar - einkum í fiskeldi og ferðaþjónustu. Aðalfundur SSA, sem haldinn var á Egils- stöðum 16. og 17. september sl., fagnaði þeirri miklu uppbyggingu, sem nú á sér stað á Austurlandi. I ályktun fundarins segir að mikilvægt sé að tryggja að at- vinnuuppbyggingin verði í sem mestri sátt við það samfélag sem fyrir er í landshlut- anum og því beri að fagna að fjármagn hafi fengist og að vinna sé hafin við vökt- unarverkefni rannsóknaáætlunar Þróunar- stofu Austurlands og Byggðarannsókna- stofnunar Islands um áhrif stóriðjufram- kvæmda í landshlutanum. Öflug framtíðaratvinnugrein Aðalfundurinn lýsir ánægju með þann ár- angur sem náðst hefur á eldi á laxi í sjó- kvíum sem og í öðru fiskeldi. í ályktun fundarins segir að allt bendi til þess að fiskeldi verði öflug framtíðaratvinnugrein á Austurlandi, verði vel á málum haldið. SSA hvetur fiskeldisfyrirtækin til að standa sem best að eldisstarfseminni og að sér- stök áhersla verði lögð á að allur eldis- búnaður verði vandaður og traustur. Einnig er hvatt til aukinna rannsókna á sviði fiskeldis. Framhald á jarðhitaleit Aðalfundur SSA fagnar því að framhald verði á jarðhitaleit á köldum svæðum og minnir á að tryggja verði Orkusjóði og sveitarfélögum, sem þess óska, frekara fjármagn til verkefnisins þannig að þeim verði gert kleift að nýta álitleg jarðhita- svæði. Aðalfundurinn leggur einnig þunga áherslu á að fylgst verði náið með þróun orkuverðs í umhverfi nýrra raforkulaga og að sérstaklega verði fylgst með lands- byggðinni í þeim efnum þannig að nýtt skipulag orkumála leiði ekki til hærra orkuverðs. Meira fé í ferðaþjónustuna í ályktun um ferðamál fagnar aðalfundur SSA fjárveitingum til upplýsingamiðstöðva ferðamála á Egilsstöðum og Seyðisfirði en harmar skert framlag til upplýsingamið- stöðvarinnar á Höfn. Fundurinn bendir á að sveitarfélög á Austurlandi leggi nú mikla fjármuni í uppbyggingu ferðaþjón- ustu sem nýtist ekki aðeins á Austurlandi heldur ferðaþjónustu landsins í heild. í Ijósi stóraukinna umsvifa og nýrra tæki- færa í ferðaþjónustu á Austurlandi beinir fundurinn þeim tilmælum til ríkisvaldsins að veita meira fjármagn til markaðsmála og annarrar þróunar ferðaþjónustunnar í fjórðungnum. Nauðsyn góðra almenningssamgangna f langri ályktun um samgöngumál á Aust- urlandi, þar sem víða er komið við, er sér- stök áhersla lögð á mótun framtíðarstefnu fyrir EgiIsstaðaflugvölI, hugað verði að vegakerfinu í Ijósi stóraukinna landflutn- inga og einnig að skipulagi og uppbygg- ingu almenningssamgangna. Bent er á að góðar almenningssamgöngur séu eitt af grundvallarskilyrðum fyrir búsetu og einnig öflugri ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Tekjustofnar verði leiðréttir Aðalfundur SSA á Egilsstöðum telur miður hve hægt gengur að skýra línur í verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Brýnt sé að fækka samstarfsverkefnum og búa þannig um hnúta, að saman fari fram- kvæmd og fjárahagsleg ábyrgð við úrlausn þeirra. Samhliða þeirri vinnu verði gerðar viðhlítandi leiðréttingar á tekjustofnum sveitarfélaga. Aðalfundurinn leggur áherslu á að eflingu sveitarstjórnarstigsins verði hraðað og hvetur til að sem fyrst hefjist markvissar viðræður til að ná megi settum markmiðum. <%> 34

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.