Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 5
Forystugrein Sveitarfélögin knúin til að standa undir beinum kostnaði við atvinnuleysi Þegar nálgast jól og áramót verða Ijósar niðurstöður fjárhagsáætlana sveitarfélaga og fjárlaga ríkisins fyrir næsta ár. Greinilegt er að stjórnendur sveitarfélaga eru þegar farnir að horfa til þeirra fjármála- reglna sem eru í hinum nýju sveitarstjórnarlögum og stefna að jafnvægi í rekstri og lækkun skulda. Ríkið vinnur enn í samræmi við þau áform sem fram komu í samstarfinu við AGS um að ná jafnvægi í rekstri og hefja niðurgreiðslu skulda. Sveitarfélögin og ríkið stefna því í fjármálalegu tilliti í sömu átt. Báðar þessar stoðir hins opinbera þurfa því að vinna vel saman og styðja sameiginlega við þá stefnumörkun sem sátt er um. Því miður verður þessi nauðsynlegi samstarfsvilji ekki greindur af hálfu ríkisstjórnarinnar og stjórnar- flokkanna í þeim fjárlögum sem samþykkt voru fyrir skömmu á Alþingi. Sambandið lagði þunga áherslu á þrjú mál. Fundað var með nefndum Alþingis og ráðherrum og mörg bréf og minnisblöð skrifuð af hálfu sambandsins. Að þessu sinni var fyrirstaðan algjör og óhagganleg af hálfu ríkisvaldsins og Al- þingis. Sambandið óskaði eftir því að sveitarfélög og Vinnumálastofnun fengju fjármagn sem yrði ráðstafað í samvinnu aðila til að standa undir kostnaði við virkni- og vinnumarkaðsúrræði fyrir fólk sem missir at- vinnuleysisbótarétt og fær þá ekki lengur þjónustu á því sviði hjá Vinnumálastofnun. Þrátt fyrir skyldu stofnunarinnar að veita öllum atvinnuleitendum þjónustu skv. lögum eru aðrar lagagreinar um fjár- mögnun vinnumarkaðsúrræða sem koma í veg fyrir að stofnunin sinni þessu hlutverki sínu sem skyldi. Úr þessu vildi sambandið bæta með því að ráðstafað yrði 300 m.kr. af almenna hluta tryggingagjaldsins í þessu skyni en því var hafnað. Þegar atvinnuleysi jókst mikið haustið 2008 brugðust ríkisstjórnin og Alþingi þannig við að trygg- ingagjaldið var hækkað og þær tekjur sem af því komu runnu til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Þannig voru sjóðnum tryggðar tekjur til að standa undir auknum kostnaði við atvinnuleysi og ríkissjóður kom frá þessari tilteknu þróun útgjaldalaus að undanskilinni hækkun tryggingagjalds hjá ríkinu eins og öðrum. Fyrir hrun var bótatímabil atvinnuleysisbóta stytt úr 5 árum í 3 ár. Sú stytting var talin í lagi á sínum tíma sökum þess hve atvinnuleysið var lítið. Með bráðabirgðaákvæði f lögum var það síðan lengt í 4 ár tímabundið og nú á að viðhalda þeirri lengingu, en með svokölluðum þriggja mánaða bótalausum svelti- tíma eins og forsvarsmenn ASÍ nefna þetta tímabil. Margir munu einnig missa bætur á næstunni af því þeir hafa verið fjögur ár á atvinnuleysisbótum. Þetta fólk mun að stórum hluta leita til sveitarfélaga til að fjármagna framfærslu sína. Sambandið lagði til að sveitarfélögin fengju sérstakar tekjur að fjárhæð 1,5 ma.kr. af almenna hluta tryggingagjaldsins til að standa undir hluta kostnaðar við sívaxandi framfærsluútgjöld vegna þessa fólks. Við lok næsta árs má ætla að fjöldi þessa fólks samsvari um 2% atvinnuleysi eða um 3.500 til 4.000 manns að öðru óbreyttu. Nú þegar eru rúmlega 1.000 manns sem treysta á fjárstuðning frá sveitar- félögum eingöngu vegna þess að þeir eru atvinnulausir og eiga ekki atvinnuleysisbótarétt. Þessari mála- leitan sambandsins var hafnað. Auk framangreinds hefur sambandið mótmælt þeirri fyrirætlan sem nú er orðin raunin í fjárlögum að skerða aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verulega m.v. undanfarin ár og ráðstafa einungis 350 m.kr. í aukaframlagið árið 2012. Sambandið óskaði eftir að framlagið yrði 1.200 m.kr. á næsta ári og lýsti sig jafnframt reiðubúið til að vinna að því að afla viðbótarfjármagns til að hækka framlagið og mynda eins konar neyðarsjóð fyrir fjárhagslega illa stödd sveitarfélög. Regluverk slíks sjóðs yrði mótað í góðri samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Þessari málaleitan sambandsins var einnig hafnað. Stjórnendur sambandsins eru í miklum samskiptum við Alþingi, ríkisstjórn og ríkisstofnanir, þar sem reynt er að fá þessa aðila til að skilja að sveitarfélögin eru önnur af tveimur stoðum hins opinbera og að sveitarfélögunum er falið skv. stjórnarskrá og lögum að annast mikilvæga þætti framkvæmdavaldsins. Samt leyfa þessir aðilar sér ítrekað án samráðs að létta af sér verkum og útgjöldum og færa þau til sveit- arfélaga án þess að tryggja að fjármagn fylgi vegna þeirra. Útgjöld hins opinbera lækka ekki við slíkar tilfærslur. Ríkið og stofnanir þess létta einungis útgjaldabyrði sína með því að þyngja hana hjá sveitar- félögunum. Karl Björnsson framkvæmdastjóri

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.