Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 9
Félagsleg útgjöld að aukast Árið 2010 námu útgjöld til félagsþjónustu sveitarfélaga 12% af skatttekjum. Til viðmið- unar var það hlutfall 10% árið 2008 og 11 % árið 2009. Þannig hækka útgjöld til félags- þjónustu í hlutfalli af skatttekjum um heilt prósentustig milli ára á tímabilinu 2008 til 2010. Fjárhagsaðstoðin hefur hækkað um 62% frá árinu 2006. Skv. óformlegri könnun kemur í Ijós að 42% þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eiga ekki rétt á at- vinnuleysisbótum. Þetta kom fram í setning- arræðu Halldórs Halldórssonar, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, á fjármála- ráðstefnu sveitarfélaga 2011. Halldór sagði meginorsök þessarar út- gjaldaþróunar augljósa en það sem mestu varði nú sé að varna stjórnlausri fjölgun þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð sveitar- félaga. Hann sagði að af hálfu sambandsins hafi megináherslan verið lögð á að lengja bótatímabil Atvinnuleysistryggingasjóðs - í að lágmarki fjögur ár og helst fímm ár eins og var á árum áður. „Ef ekki verður orðið við þessum óskum bætist mjög fjölmennur hóp- ur á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á næsta ári," sagði hann. Heimilt verði að skilyrða fjárhagsaðstoð Halldór sagði að nokkuð hafi verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða lög um félags- þjónustu sveitarfélaga, m.a. í þá veru að heimilt verði að binda veitta fjárhagsaðstoð ákveðnum skilyrðum. „Skilyrðingar af þessu tagi þekkjast í velferðarkerfum annarra nor- rænna ríkja og miða að því að fólk með fjár- hagsaðstoð vinni markvisst í sínum málum. Þetta er samt viðkvæm umræða, sérstak- lega í Ijósi þess að einstaklingsbundið mat hlýtur alltaf að búa að baki ákvörðunum í þessu efni. Af þeírri ástæðu munu hugsan- legar lagabreytingar þurfa að endurspegla hvað þurfí að lágmarki til þess að afstýra neyð og hvaða þætti megi binda skilyrðum, t.d. um þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum, nám, vímuefnameðferð o.s.frv. Ég tek fram að mörg sveitarfélög hafa nú þegar í reglum sínum ákvæði af þessum toga, t.d. að grunnupphæð framfærslu- aðstoðar helmingist, hafni bótaþegi vinnu. Endurskoðun laganna myndi hins vegar gera lagagrundvöllinn skýrari og jafnframt stuðla að samræmi og jafnræði í framkvæmd," sagði Halldór. Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.