Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 17
„Við vestmannaeyingar höfum greitt alls um 600 milljónir króna í sértækan skatt vegna sjávarútvegs frá árinu 2004.“ mörg döpur ár. Síðast en ekki síst völdum við hjá Vestmannaeyjabæ að gera breytingar á eignarsafni okkar og snúa verðmætum eign- um í lausafé. Við seldum hlut okkar í Hita- veitu Suðurnesja fyrir umtalsvert fé árið 2007. í kjölfarið héldum við svo að okkur höndum í framkvæmdum og greiddum þess í stað niður skuldir bæjarins; greiddum upp allar erlendar skuldir hans og lungann af inn- lendu skuldunum einnig." Einföld „eldhúsborðshagfræði" Hann segir að vegna alls þessa hafi rekstur Vestmannaeyjabæjar verið mjög „straumlínu- lagaður" þegar bankahrunið varð. „Við fór- um skuldlétt og með mikið lausafé inn í kreppuna. Að auki vænkaðist hagur útflutn- ingsgreinanna vegna hinna miklu gengis- breytinga og það hafði góð áhrif á fyrirtæki í sjávarútvegi, sem er langmikilvægasta at- vinnugreinin héríVestmannaeyjum. Ég vil þó undirstrika að því fer fjarri að kreppan sé einhver blessun fyrir okkur. Þetta ástand er þungt og það hefði verið betra fyrir okkur Vestmannaeyinga eins og alla aðra íslendinga að kreppan hefði ekki komið. Ráðstafanirnar sem við gerðum áður en hún skall á hafa þó tvímælalaust auðveldað okkur að fara í gegn- um hana." Aðspurður segir hann að uppgreiðsla meginhluta skuldanna hafi verið meðvituð ákvörðun sem eigi ekkert skylt við heppni. „Eldhúsborðshagfræðin segir að f þenslu eig- ir þú að greiða niður skuldir eins hratt og þú getur. Hún segir líka að kreppa sé besti tíminn fyrir framkvæmdir og fjárfestingar og þegar verr árar er þörfin meiri fyrir inngrip hins opinbera á því sviði, hvort sem um sveit- arfélög eða ríki er að ræða. Þessi fræði eru ekkert mjög flókin þegar öllu er á botninn hvolft!" Ríkisreksturinn dregst saman Elliði segir að kreppan hafi að sjálfsögðu stigið niður fæti í Vestmannaeyjum eins og annars staðar og þess sjáist víða merki, ekki síst í rekstri á vegum ríkisins. „Það má segja að sjúkrahúsið, sýslumannsembættið og fram- haldsskólinn hér séu á mörkum þess að vera rekstrarhæf, svo mikill hefur niðurskurðurinn orðið. Þetta eru allt mjög mikilvægar stofn- anir fyrir okkur." Hann segir að til að draga úr áhrifum kreppunnar á atvinnulífið í Vestmannaeyjum hafi bæjarfélagið verið mjög umsvifamikið í framkvæmdum. „Hér er um að ræða fram- kvæmdir upp á um 1.300 milljónir króna á síðustu tveimur árum - og munar svo sann- arlega um minna í ekki stærra bæjarfélagi. Þrátt fyrir það hefur Vestmannaeyjabær ekki tekið eina einustu krónu að láni frá árinu 2006. Það hygg ég að sé fátítt hjá sveitar- 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.