Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 14
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga málareglur skuli hafa verið bærileg samstaða meðal sveitarstjórnarmanna. Það ber góðan vott um styrk sveitarstjórnarstigsins." Jóhanna sagði að í lögunum sé fjármálum sveitarfélaga mörkuð ný umgjörð. „Nauðsyn þess að hafa samræmdar reglur um halla- lausan búskap sveitarfélaga og skuldaþak ætti öllum að vera Ijós því ógöngur einstakra sveitarfélaga hafa því miður haft áhrif á önnur og betur sett sveitarfélög. Það blasir við að þau sveitarfélög sem mest skulda munu þurfa alllangan aðlögunartíma, hugs- anlega lengri en þann áratug sem lögin kveða á um. Á vegum innanríkisráðuneytis og sambandsins er nú unnið að reglugerð um aðlögunina." Mikið verk framundan við að tryggja sjálfbærni opinbers rekstrar Jóhanna sagði að horfa þyrfti á fjármál hins opinbera í heild og hugsa til langs tíma. „Ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt er liður í því. Sú áætlun miðar að því að skuldir ríkissjóðs lækki verulega með markvissum hætti og verði 45 til 50% af landsframleiðslu árið 2020. Með sama hætti er ekki óeðlilegt að gera kröfu til sveit- arfélaga um að skuldir þeirra verði þá 12 til 15% af landsframleiðslu." Eirlkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri i Hveragerði. Jóhanna gat þess að lækkun opinberra skulda, það er ríkis og sveitarfélaga, um 35 til 40% af landsframleiðslu jafngilti um 600 milljörðum króna og myndi spara vaxtaút- gjöld sem nemi ríflega 32 milljörðum, sem sé meira en öll útgjöld til háskólamenntunar á yfirstandandi ári. Til viðbótar hefði lækkun opinberra skulda einnig í för með sér bætt lánshæfismat og aukið aðgengi að fjármála- mörkuðum og aukna fjárfestingu. „Það er afar brýnt að ríki og sveitarfélög gangi samhent að því mikla verki að tryggja sjálfbærni opinbers rekstrar og opinberra skulda. Hin nýju sveitarstjórnarlög leggja hér góðan grunn. Þar er kveðið á um gerð sam- starfssáttmála milli ríkis og sveitarfélaga og skipan samstarfsnefndar. Efnahagsforsendur rfkis og sveitarfélaga verða lagðar með þjóð- hags- og landshlutaspá sem sveitarfélögin skulu hafa hliðsjón af í sínum fjárhagsáætl- unum," sagði forsætisráðherra. Fyrirtækjaþjónusta Hertz býður sveitarfélög og ríkisfyrirtæki velkomin. • Þéttriðið þjónustunet um land allt og mikil þjónustulund • Einföld bókunarvél fyrir fyrirtæki á www.hertz.is • Fyrirtækjaþjónustusími 522 44 22 opinn frá 06:00 - 01:30 • Umhverfisvænt fyrirtæki samkvæmt ISO 14001 ^/55'j tz-i)ci o<j -fyc^tc\ -f/okks tyóí^ustc\l £ Vildarklúbbur kumenn - Munið 500 punktar með hverri leigu! 14 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.