Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 21
„Eldhúsborðshagfræðin segir að í þenslu eigir þú að greiða niður skuldir eins hratt og þú getur yrðir að íþróttaaðstaðan þar sé algerlega óvlðjafnanleg og hvergi betri hér á landi og þótt víðar væri leitað. Upptalningin er óneit- anlega tilkomumikil: Fjórir knattspyrnuvellir, þrír handboltavellir; 18 holu golfvöllur; yfir- byggt knattspyrnuhús; 25 metra innisund- laug og glæsilegt útivistarsvæði; tveir líkams- ræktarsalir, mótorkrossbraut og að auki mjög góð aðstaða fyrir fimleika, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, og þannig mætti áfram telja. „Við höfum veðjað heilmikið á íþróttirnar sem eina helstu sérstöðu Vestmannaeyja. Bærinn lítur á það sem hlutverk sitt að leggja til sem besta aðstöðu en síðan sér íþrótta- hreyfingin um að fjármagna sig sem mest og best sjálf." Það er Ifka eitt af sérkennum Vestmannaeyja að nánast öll félögin þar keppa undir merkjum íþróttabandalags Vest- mannaeyja, ÍBV, í stað þess að hampa eigin nafni. „Við erum stolt af þessu vörumerki okkar og það eykur enn á samkenndina að nota ávallt merki ÍBV." ÍBV langstærsti aðilinn í ferðaþjónustu Það kostar sitt að ferðast til og frá keppni ef maður býr á eyju úti í hafi og ferðakostnað- urinn er margfaldur á við það sem gerist og gengur hjá félögum á fastalandinu. En það er leitun að bæjarfélagi þar sem íþrótta- hreyfingin er jafn dugleg að fjármagna sig og í Vestmannaeyjum. ÍBV er langstærsti ferða- þjónustuaðilinn í Vestmannaeyjum og stend- ur fyrir mörgum stærstu viðburðunum þar. Þjóðhátfðin hefur þegar verið nefnd, en hún er langstærsti tekjuliðurinn en aðrir stórir við- burðir á vegum íþróttahreyfingarinnar eru m.a. þrettándagleðin, Shell-mótið, pæjumót- ið og árlegt golfmót. „Samstaða og þjóðernisást er áberandi í Vestmannaeyjum og það eru allir alltaf til- búnir til að leggja lykkju á leið sína fyrir ÍBV. Fyrirtækin styðja myndarlega við bakið á íþróttahreyfingunni og hið sama má segja um hinn almenna bæjarbúa því aðgengi að sjálfboðaliðastarfi er óþrjótandi. (þróttalífið er órofa hluti af bæjarlífinu hér." Þekkingarsetrið þarf nýtt húsnæði Annað tómstundastarf í Vestmannaeyjum er líka fjölskrúðugt. Þegar hefur verið nefnd starfsemi á sviði menningar og lista en að auki er rekin tómstundamiðstöð fyrir ungl- inga og tómstundastarf fyrir eldri borgara er einnig öflugt en það er rekið í samstarfi á milli bæjarfélagsins og Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum. Þá starfa fjölmörg frjáls félagasamtök á tómstundasviðinu. Elliði nefnir ennfremur Þekkingarsetur BERGUR-HUGINN HF. Básaskersbryggju 10 - Vestmannaeyjum C£©[fO Krlstmanns umboðs- og heildverslun AjÞ; / 2** " Ofanleitisvegi 15-19 900 Vestmannaeyjum Sími 481 1971 Vinnslustöðin 1/tl/ Vestmannaeyjum w Hafnargötu 2 • 900 Vestmannaeyjum Sími 488 8000 • Fax 488 8001 • vsv@vsv.is • www.vsv.is Flötum 16 900 Vestmannaeyjum SifCftútqauen&fakvi velathor.is ^ Vólaverkstæðid Þór 481 2111 • info@velathor.ls 'W. ÍSFÉLAG STOFNAÐ 1901 VESTMANNAEYJA HF. Strandvegi 28 • Vestmannaeyjum ÖRSHAMAR Vestmannabraut 28 • 900 Vestmannaeyjum Sími 481 2900 ISTAK 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.