Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 22
lfestmannaeyiabœr Vestmannaeyja en undir þeim hatti er há- skóla- og rannsóknakjarni samfélagsins, ef svo má segja: Símenntunarmiðstöðin Viska, Hafró, Matís og Atvinnuþróunarfélag Vest- mannaeyja. Hann segir eitt af verkefnum næstu ára að koma Þekkingarsetrinu í nýtt húsnæði því starfsemin hafi sprengt hið gamla utan af sér. „Við höfum verið að horfa til gömlu Fiskiðjunnar sem ekki er lengur nýtt undir fiskvinnslu. Þar er um að ræða 4.400 fermetra hús í hjarta bæjarins, rétt ofan við höfnina. Sú framkvæmd mun kosta mörg hundruð milljónir króna en þetta er verðugt verkefni og allir hlutaðeigandi aðilar eru áhugasamir." Hart að okkur sótt Elliði hefur verið framarlega í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt hvað harðast framkomin drög að nýjum lögum um fiskveiðistjórnun. Hann segir það enga tilviljun. „Það þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart að sá sem er ráðinn til að gæta hagsmuna samfélagsins í Vestmannaeyjum stígi fram og reyni að verj- ast þegar svo hart er að okkur sótt. Ef þau drög að frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra kynnti yrðu að lögum myndu aflaheimildir Vestmannaeyja skerðast um 9.000 þorsk- ígildistonn. Það myndi þýða að 150-200 störf og um 500 íbúar flyttust héðan. Bæjarbúum myndi fækka um nær 10% í einu vetfangi! Skaðinn sem þegar er búið að vinna með því að sýna sjávarútveginum jafn mikla óbilgirni og gert hefur verið er gífurlegur." Elliði segir að andstaða hans og fleiri við „þessar arfavitlausu tillögur ríkisstjórnar" sé alls ekki til marks um það að menn telji nú- gildandi kvótakerfi fullkomið. „Það þarf að laga margt í núverandi kerfi en þessar hug- myndir um ríkisvæðingu sjávarútvegsins og upptöku eigna eru beinlínis skaðlegar. Það er líka vond speki að ætla að fjölga störfum með því að draga úr framlegð. Það sem þarf fyrst og fremst að laga í núverandi kerfi er að auka öryggi íbúa í sjávarplássum gagnvart því að einstakir útgerðarmenn - eða ráðamenn - geti kostað samfélagið undirstöður sínar með því að taka lífsbjörgina burtu." Landsbyggðin ofurskattlögð Aðspurður segir Elliði allt of fáa átta sig á því að þjóðin njóti þegar arðseminnar af sjávar- útveginum. „Við Vestmannaeyingar höfum greitt alls um 600 milljónir króna í sértækan skatt vegna sjávarútvegs frá árinu 2004, í viðbót við alla þá skatta sem við greiðum til jafns á við aðra. Ef við heimfærum þessa upphæð upp á höfuðborgarsvæðið og ímyndum okkur að þar væri íbúum gert að greiða sértækan skatt vegna umsvifa, t.d. í 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.