Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 6
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Við vitum hvar valdið liggur Myndirnar sem birtast með umfjöllun um fjármálaráðstefnuna tóku þau Ingibjörg Hinriksdóttir og Gunnlaugur Júlíusson, starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Af þessum sökum finnst mér ekki boðlegt að bera svona mál- flutning á borð fyrir okkur eins og fjármálaráðherra gerir. Það er ekki hægt að standa fyrir framan kjörna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og halda því fram að þeir séu einungis þiggjendur góðra hluta sem til koma vegna erfiðra ákvarðana í ríkisstjórn. Þannig er það ekki, því ekki einungis höfum við á sveitarstjórnarstiginu þurft að taka gríðar- lega erfiðar ákvarðanir heldur höfum við líka þurft að takast á við ríkisvaldið um ákveðin mál þó eins og fyrr segir séu samskiptin að mestu leyti í góðum farvegi. Svo er það bara þannig að kjörnir full- trúar eru kosnir til að taka erfiðar ákvarðanir." Viljum draga úr átökum Halldór sagði sveitarstjórnarmenn vita hvar valdið liggi. „Það er hjá ríkisstjórn og Alþingi. Við höfum fundið fyrir því í ákveðnum málum en okkur líkar betur þegar hægt er að semja um málin og ná sam- eiginlegri niðurstöðu. Sem betur fer er samningaleiðin mun oftar ofan á en að ákveðnir ráðherrar eða ríkisstjórn taki ákvarðanir þvert á stefnu og samþykktir Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ekki ætti að þurfa að ítreka það en sú stefna og þær samþykktir eru mótaðar og samþykktar af fulltrúum allra sveitarfélaga á landinu á landsþingum sambandsins. Þess vegna er mikill lýðræðishalli á slikum ákvörðunum ríkisvaldsins að mínu mati en þar liggur hins vegar valdið." Halldór sagði að slíkar ákvarðanir kalli líka á átök milli þessara tveggja stjórnsýslustiga, „sem er nokkuð sem við viljum draga úr og ég tel að það hafi nokkuð áunnist í því á tveimur undanförnum árum. Það er hollt að minnast þess að við bætum ekki samfélag okkar með átökum heldur með lausnum sem draga úr átökum," sagði Halldór Halldórsson í setningarræðu sinni. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, í ræðustóli á fjármálaráðstefnunni. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kvaðst f setningarræðu sinni á fjármálarástefnu sveitarfélaga 2011 hafa lesið grein fjármálaráðherra og heyrt hann halda því fram á lands- fundum að ríkisstjórnin hafi ein og tiltölulega óstudd tekið á sig alla erfiðleikana við uppbyggingu eftir hrunið. Hann kvaðst ekki vilja draga úr því að þar á bæ hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Ekki megi þó draga úr því að á sveitarstjórnarstiginu hafi kjörnir fulltrúar sem eru miklu nær sínum umbjóðendum á hverjum degi en fulltrúar á Alþingi þurft að taka verulega sárar og erfiðar ákvarðanir og munu þurfa að gera það áfram. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.